Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Erlendir félagar

Maður er hlessa, en allt þetta "bullshit" er hætt að koma manni á óvart.  Stjórnendur bankans hafa búið til sín eigin lög og reglur.  Skilja síðan landið eftir í rúst og réttlæta sjálfa sig.  Hafa menn enga siðferðiskennd, eða er þetta ákveðinn þjóðflokkur sem telur sig æðri almúganum og megi arðræna hann að vild.  Við erum komin nokkrar aldir aftur í tímann.  - Blessaði veri þetta fólk og megi það sofa rótt.
mbl.is Hundruð milljarða millifærðir á reikninga erlendra félaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjörtun sem slá

Ég hélt að Einar Már og Sigmundur Ernir væru vinir sbr. að hann (Einar) hafði ætíð lokaorðið í Mannamáli Sigmunds.  Það er allsstaðar dregið í dilka á hvor veginn sem er.  En lífið er þannig að það verður að gera mannamun, solleiðis er það.  Hörður er vænn drengur en hann þarf að velja þá sem tala á sínum fundi, hið eðlilegasta mál fari það líka ekki úr böndunum og völdin snúast við.  Við getum ekki öll trónað á pímamídanum, sum okkar þurfa að vera grunnurinn sem heldur honum uppi.  Þunginn liggur á almenningi því hann er grunnurinn að velferð þeirra sem hæst tróna.
mbl.is Kryddlegin Baugshjörtu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gremjulegt

"Ríkiskerfið greip því miður ekki....." Þvílík fásinna og vitleysa sem kemur út úr munni þessa manns sem varði bankakerfið og útrásarvíkingana, honum er ekki sjálfsrátt.  "Þegar þetta skall á okkur hér í september af fullum þunga þá voru okkar fjármálastofnanir ekki undir það búnar ", kjaftæði og þvæla.  Þeir sem reka fyrirtæki vita með löngum fyrirvara hvernig fjárhag fyrirtækisins er hagað, hvort það séu til peningar fyrir skuldunum, eða hvort það sé komið í þrot. 

Geir og ríkiskerfið voru eins og hestur með hliðarleppa fyrir báðum augum, það var bara horft fram á veginn og hugsað um það eitt að góðæri væri og að því myndi aldrei ljúka? - Ég trúi að best sé að lifa í núinu en ég trúi líka á fyrirhyggju og varkárni, að maður skoði að kveldi dags hvar maður er staddur.  Geir og ríkiskerfið seldu fáum útvöldum útrásarvíkingum bankakerfið okkar, það gekkst í ábyrgð fyrir loftköstulum.  Það er ekki Geir sem blæðir, það er almenningur og hann mun hafa það skítt komandi ár.  Sextán mánuðir þar sem fólk þarf að líða skort, getur gert útaf við heilan þjóðflokk, það þekkjum við af fréttum um þjóðflokka í fjarlægum löndum. 

Geir talar nú eins og það sem hefur verið að gerast hafi komið honum og hans ríkiskerfi í opna skjöldu! - Maðurinn er forsætisráðherra og átti að líta eftir þjóðinni eins og gott foreldri, en hann kaus að lifa í vellystingum og svala öllum sínum löngunum og síns ríkiskerfis og skilja þjóðina eftir eina heima varnarlausa.  Hér í "den tid" hefði barnið verið tekið af foreldrinu og komið fyrir á stofnun þar sem ábyrgðarmeira fólk kæmu því til hjálpar.  Geir og hans ríkiskerfi ætti að skammast sín og iðrast gjörða sinna, bæta fyrir skaðann með því að draga sjálfa sig og þá sem hafa flutt aurana sína á Cayman til ábyrgðar og borga til baka.

Sá skaði sem nú hefur átt sér stað verður ekki lagaður á einni nóttu, ég er hrædd um að það taki lengri tíma en 2 ár að laga hlutina.  Þegar 2010 veður komið þá eru margir komnir á hausinn, unga fólkið fluttir úr landi og þeir eldri og sjúku hafa verið rændir lífeyri sínum og verða að reiða sig á Guð og gaddinn.


mbl.is Geir: Árið verður mjög erfitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fátækt og hungur

Það er vont til þess að hugsa að þjóðfélag sem er í 2ja klukkustunda flugfjarlægð frá okkur þurfi að líða hungur og fátækt.  Að drykkja sé orðin svo mikið vandamál að fólk hreinlega geti ekki stundað vinnu, sinnt börnunum sínum og komið sér áfram.  Ég les og heyri um vanmáttarlíferni grannþjóðar okkar og það er skömm að hugsa til þess að Danmörk sem "á" þessa þjóð skuli horfa til hliðar og aðeins taka en ekki gefa til baka.

Hvernig væri að við söfnuðum saman handa Grænlenskum börnum sem þurfa að lifa við sult og seyru ásamt drykkju og ólifnaði hinna fullorðnu.

Hefðu örlög okkar íslendinga orðið þau sömu hefðum við ekki losnað undan Danskri krúnu?


mbl.is Fátækt og hungur á Grænlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veikindi ISG

Ingibjörg Sólrún á alla mína samhyggð og ég óska henni góðs bata.  Hún hefur vafalaust reynt of lengi að vera til staðar og axla erfiða ábyrgð.  Ég ætla ekki að kasta steini að Ingibjörgu undir þessum kringumstæðum, en best væri að staðgengill kæmi að málum svo hún geti undirgengist úthvíld komandi aðgerðir.  Ingibjörg er rösk kona sem ég hef ætíð borið virðingu fyrir en fannst undir lokin að hún væri ekki alveg að gera sitt í þeim málum sem upp hafa komið í landsmálunum. 
mbl.is Ingibjörg Sólrún lengur frá en áður var talið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppsagnir hjá Gæslunni

Þessu linnir ekki og á eftir að versna.  Vildi ekki vera í sporum þessa fólks sem býður uppsagnar og fá að lesa um það í blöðunum að því verði sagt upp.  Fólk lifir á milli vonar og ótta.  Nú þurfa sjómenn að fara varlega og fólk úti á landi má ekki veikjast alvarlega.  Það er skorið niður sem síst þarf.
mbl.is Uppsagnir hjá Gæslunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mansal

Það er svo margt öfugsnúið í henni veröld.  Í árþúsundir hefur mansal verið stundað.  Karlar giftast stúlkubörnum sem þeim er gefið af fjölskyldu hennar.  Þar sem fjölveri er stundað giftist kona mörgum bræðrum í senn.  Við höfum aðeins hagrætt þessu hér á Vesturlöndum, að ég held, og einu kaupin sem fara fram á eyrinni eru kaup á vændi og eru kaupin aðeins tímabundi frá 5 mínútum upp í klukkutíma eða lengur eftir fjárgetu kaupanda.

Ég held að það sé ekki langt síðan hér á okkar blessaða Íslandi að þegar konur kvæntust að þær urðu að eign eiginmannsins, man sjálf eftir því í þorpinu mínu að sumir menn bönnuðu konunum sínum að vinna úti - hver ástæðan að baki var veit ég ekki, nema að menn höfðu yfirráðarétt yfir konum og gátu þær sig hvergi hreyft af ótta við fjárhagsafkomu sína og barnanna.

Fólkið í heiminum er ekki alltaf gott, en ég held að það eigi bara við um örhluta mannfólksins, restin er með gott hjartalag.  Svo elur alkahólisminn og fíknin af sér alls konar ósóma sé hann virkur.


mbl.is Seldi fjórtán ára dóttur sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mergsogin

Ég er mergsogin í dag.  Ekki er það bara kuldinn sem er að draga úr mér orkuna heldur er eins og að ég sé komin upp við vegg og geti ekki gert neitt annað en að sætta mig við ástandið eins og það er hér heima og erlendis.  Ég spyr hvort einhver heyri mína mýslulegu rödd, hvort innlegg mitt til mótmæla skipti einhverju máli.  Hvort háu herrar og frúr í fílabeinsturnunum sínum hafi ekki betur og hlægji að okkur vitleysingjunum sem mótmælum óréttlæti því sem beitt hefur verið að undanförnu.

Ég skil ekki afhverju hvítflibbarribbaldar mega frekar en strætisróninn? - Hvað skilur á milli?

Hef heyrt að sumir séu að gamna sér á Suðurskautinu meðan allt er í hassi hér heima.  Þeir eru kannski að kæla sig niður og ráðleggja sig við mörgæsirnar hvernig þeir geti lifa út óróann hér heima, en eins og svo margir vita þá er mörgæsin (karlinn) einstaklega þolinmóð við að unga út og halda lífi í unganum meðan kvenfuglinn sækir björg í bú í hafið og ferðast þúsundir kílómetra í þeim tilgangi.  Ætli hinir háttverðugu útrásarmenn bíði ekki bara af sér storminn og haldi svo ótrauðir áfram með okkur almenning í eftirdragi, hlýðin og hætt við öll mótmæli.


Svikamylla

Menn verða að taka ábyrgð áeigin gjörðum jafnvel þó þeir hafi veriði vélaðir á sviksamlegan hátt til að auðgast á hagnaði með styrkingu eða veikingu.  Menn eru að taka áhættu og ættu að vita að ef klettar sem menn þekkja ekki eru klifnir þá er líkur á því að menn geti hrapað.  Sú hefur raunin verið núna.  Annað má segja um hinn almenna eldri Jón eða öryrkja Siggu, þetta fólk var blekkt til að leggja sparnaðinn í sjóði sem áttu að ávaxtast öruggt og vel.

Ég tek ábyrgð á minni eigin áhættufíkn og skammi mig hver sem vill.


mbl.is Voru samningarnir partur af „svikamyllu“?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fullt tungl

Þessi dagur er einn af þessum fallegu vetrardögum nema það vantar snjóinn til þess að auka enn meira á birtu tunglsins sem er fullt í dag.  Ég er döpur og það er í mér kvíði.  Döpur yfir öllu þessu óréttlæti sem á sér stað hér heima og erlendis.  Menn, konur og börn eru felld í þúsundavís víðs vegar um heiminn.  Mér finnst eins og vatnsföllin séu lituð blóði sem streymir endalaust áfram og ekkert getur stoppað það. Hér heima háum við baráttu á vígvelli kapitalismans og gróðarhyggju.  Við erum svo fáliðuð og landflæmið svo stórt að byssur og hnífar hafa ekki verið teknir upp og menn vegnir.  Erum við örugg að öllu öðru leiti en að við fjarlægjust stöðugt þetta fjárhagslega öryggi sem við höfum búið við sl. áratug eða svo? Allavega langflest okkar.  Gæti það gerst að sprengjuregn myndi tvístra okkur og drepa í hrönnum eins og gert er fyrir botni Miðjarðarhafs og í mörgum ríkjum Afríku og jafnvel Ameríku?   Stríðið, þetta helvíti, færir sig eins og hraðfara snákur á  milli heimsálfa og kálar okkur, sumum hratt og sumum hægt.  Við stefnum að feigðarósi og ekkert okkar er öruggt. 

Værum við ekki svona gráðug, reið og nojuð þá væri heimurinn friðsamari. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband