Svikamylla

Menn verða að taka ábyrgð áeigin gjörðum jafnvel þó þeir hafi veriði vélaðir á sviksamlegan hátt til að auðgast á hagnaði með styrkingu eða veikingu.  Menn eru að taka áhættu og ættu að vita að ef klettar sem menn þekkja ekki eru klifnir þá er líkur á því að menn geti hrapað.  Sú hefur raunin verið núna.  Annað má segja um hinn almenna eldri Jón eða öryrkja Siggu, þetta fólk var blekkt til að leggja sparnaðinn í sjóði sem áttu að ávaxtast öruggt og vel.

Ég tek ábyrgð á minni eigin áhættufíkn og skammi mig hver sem vill.


mbl.is Voru samningarnir partur af „svikamyllu“?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf de Bont

Sigurður, ég var rekin, maðurinn minn var rekin. Við töpuðum spariféi okkar.  Við vorum véluð og vafalaust hafa bankarnir veitt okkur rangar upplýsingar.  Við þurftum að endurgreiða bankanum nokkur hundruð þúsund sem starfsmaður gamla Kaupþings greiddi okkur úr sjóði á "röngum" tíma þ.e. rétt fyrir hrunið og lét okkur í ofanálag greiða dráttarvexti af neikvæðum sjóði.

Þetta er "helvítis fokking fokk" og ég er foxill, en verð samt að líta í eigin barm og spyrja mig afhverju ég héldi að ég gæti grætt endalaust! - Ég stóð á bjargbrúninni og hún hrundi og ég með stórann hluta niður. 

Hverjir styðja einfeldinginn til þess að fá rétti sínum framgengt.  Þau mótmæli sem hafa átt sér stað er ekki að ýta undir að siðferði bankanna eða stjórnvalda breytist nokkuð.  Menn sitja áfram í sínum öruggu stólum og plokka pening af almúganum. Ég er ekkert sátt við það Sigurður, enganveginn.  En áhættufjárfestar vita að þeir geta tapað.

Ólöf de Bont, 12.1.2009 kl. 17:14

2 Smámynd: Ólöf de Bont

Hæ aftur Sigurður,

Þú kemst svo vel að orði og útskýrir mál þitt það vel að ég ætla að kaupa þessa útskýringu.  Ég er kannski orðin svo föst í því og meitluðu af því að maður eigi að bera ábyrgð á eigin gjörðum að ég er búin að tapa samhenginu við eðlilega ávaxtastefnu.

Ég vildi stoppa í fyrra og draga mitt fé út úr sjóðum, hinn helmingurinn vildi aðeins meira og hlustaði á það sem honum fannst vitrari menn.  Fyrir vikið stöndum við hallari fótum, en verst er þó atvinnuleysið. 

Það er allt komið í eina djúpa holu og á eftir að versna eftir því sem Bandaríkjamaðurinn sem talaði í Kastljósi í gær (nöfn festast illa í hausnum á mér) og er ég hrædd um að hann hafi rétt fyrir sér.  Við höfum ekki enn séð fyrir endanum á þessu og á meðan erum við með rangt fólk við stjórnvölinn sem núna bara reynir að bera í bætifláka fyrir hvort annað.

Ólöf de Bont, 13.1.2009 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband