Mergsogin

Ég er mergsogin í dag.  Ekki er það bara kuldinn sem er að draga úr mér orkuna heldur er eins og að ég sé komin upp við vegg og geti ekki gert neitt annað en að sætta mig við ástandið eins og það er hér heima og erlendis.  Ég spyr hvort einhver heyri mína mýslulegu rödd, hvort innlegg mitt til mótmæla skipti einhverju máli.  Hvort háu herrar og frúr í fílabeinsturnunum sínum hafi ekki betur og hlægji að okkur vitleysingjunum sem mótmælum óréttlæti því sem beitt hefur verið að undanförnu.

Ég skil ekki afhverju hvítflibbarribbaldar mega frekar en strætisróninn? - Hvað skilur á milli?

Hef heyrt að sumir séu að gamna sér á Suðurskautinu meðan allt er í hassi hér heima.  Þeir eru kannski að kæla sig niður og ráðleggja sig við mörgæsirnar hvernig þeir geti lifa út óróann hér heima, en eins og svo margir vita þá er mörgæsin (karlinn) einstaklega þolinmóð við að unga út og halda lífi í unganum meðan kvenfuglinn sækir björg í bú í hafið og ferðast þúsundir kílómetra í þeim tilgangi.  Ætli hinir háttverðugu útrásarmenn bíði ekki bara af sér storminn og haldi svo ótrauðir áfram með okkur almenning í eftirdragi, hlýðin og hætt við öll mótmæli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Þeir eru byrjaðir, það er brunasala.

Rut Sumarliðadóttir, 12.1.2009 kl. 21:22

2 Smámynd: Ólöf de Bont

Rut, eigum við ekki að bruna á útsölurnar.  Ég gæti alveg hugsað mér business aftur.

Ólöf de Bont, 13.1.2009 kl. 14:05

3 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Rut Sumarliðadóttir, 13.1.2009 kl. 15:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband