Færsluflokkur: Bílar og akstur

Peningaleysi

Peningar skipta fólk miklu máli, það er að koma greinlega í ljós núna þessa dagana.  Svo er það fólkið sem notar börnin sín sem skiptimynt og kemur fram með þá staðhæfingu að það sé hrætt við gíslatökumanninn. Ég veit ekki, hugurinn er margflókinn og fólk gerir ýmislegt.  Madeleinmálið ætla ég ekki að dæma, ég var ekki á staðnum.  Gott að Karen er fundin nú er bara að finna Madelein.


mbl.is Móðir Shannon játar aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sorglegt

Hvernig ríkidæmi og atvinnuleysi getur snúist upp í andhverfu sína.  Má maður hugsa að um sér að ræða domino áhrif nokkurra einstaklinga sem komu peningamálunum í óefni.  Hér er um að ræða fjölskyldufeður sem finna metnað sinn og sjálfsvirðingu í því að geta sótt björg í bú með því að vera á vinnumarkaðinum.  Svo hefur þetta líka einangrandi áhrif á félagslíf fólks, en tengsl við vinnufélaga riðlast og maður er stundum "óvinur" og ekki æskilegur inná vinnustaðinn í heimsóknir þegar uppsögn hefur átt sér stað. 

Ég vona að þetta ástand vari ekki lengi og að jafnvægi komist á fyrr en seinna.


mbl.is Loftorka segir upp helmingi starfsmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ábyrgð á eigin gremju

Mér finnst alveg ástæða til gremju hjá þeim sem fjárfestu í sjóðum bankanna, hvort heldur um sé að ræða gamla Glitni, gamla Landsbankann eða gamla Kaupþing.  Ég er gamall rauðhærður kommi (grá í dag) eða öllu heldur var gamall kommi, síðan kvennalistakommi og áfram gakk í henni pólitík.  Hér áður fyrr þegar ég var blönk og gat ekkert lagt til hliðar þá var "vinkona mín öfundin" alltaf til staðar þegar aðrir áttu meira en ég og sérstaklega þegar það átti í þykkum bankabókum sem báru góða vexti og ennþá meiri vexti um mitt ár 2006 þegar við vorum ríkasta þjóð í heimi.

Í dag gremst mér sú einstefna sem tekin er í bankamálum almennings, þeim sem létu ginnast af gylliboðum um góða ávöxtun á aukalífeyri sínum.  Ég er gröm yfir þeim töpuðu aurum sem áttu að gera mér lífið skemmtilegra þegar líkamlegur kraftur þyrri og ég ekki lengur í stakk búin til að þræla mér fyrir daglegu sukki.  Aurarnir farnir, vinnan farin, þrekið lítið þar sem ekið var á mig síðla hausts og bankarnir heimta að ég borgi þeim það sem þeir lánuðu mér með ofurvöxtum.  Ekki einu sinni boðið að skuldajafna! Og svo heimta þeir til baka sem þeir óvart greiddu úr sjóði ásamt vöxtum af innistæðulausum sjóðsreikningi. 

Mín vegna má taka vel í rassgatið á þeim sem stjórnað hafa landinu, þjóðmálum og peningastefnu.  Setja þá í gapastokk og flengja vel á þybbinn rassinn sem er siggsetinn andskoti... það væri löngu búið að setja mig í steininn ef ég stæli undan ríkinu eða bankanum.  Mér var ekki stætt þegar ég var sjálfstæður atvinnurekandi að borga ekki beina og óbeina skatta eða þá að draga að borga afborganir af lánum bankanna.  Nei, mér var á sínum tíma stillt upp við vegg og sagt að haga mér. 

En ég ber ábyrgð á eigin gremju og það er mér í sjálfsvald sett hvort ég láti þessa hluti eyðileggja annars góðan kuldaboladag.  Ekki ætla ég að gefast upp og grotna niður í gremjukasti heldur bera brjóst mín og bjóða kreppunni byrginn.


mbl.is Ítreka kröfur um bætur vegna peningabréfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það sem fer upp kemur niður

Það er alveg öruggt að margir gangi hnuggnir inn í desembermánuðinn.  Mér var sagt upp í lok apríl og þá var kreppan rétt að byrja og enginn gerði sér grein fyrir hvað framundan var.  Þetta eru skelfilegar staðreyndir fyrir það unga fólk sem þekkir ekki kreppu eða óðaverðabólgu.  Við sem komin eru yfir fimmtugt höfum ýmislegt reynt á okkar lífsleið, en ég man ekki eftir svona darraðadansi eins og núna ríður yfir þjóðina og hinn vestræna heim líka.  Ætli græðgin sé ekki hluti af þessu hruni.  Græði hjá þeim sem ráða yfir fjármálum fyrirtækja og þjóða.  Við "litla fávísa" fólkið eltu þá sem undan fóru og eyddu stórt, ég ekkert undanskilin og nú er komið að reikningsskilum.   Því miður þá eru margir saklausir sem falla í valinn, eldri borgarar, öryrkjar og þeir sem í einfaldri trú sinni færðu sjóðum og bönkum lífssparnaðinn sinn.  Ég vona að ástandið lagist fljótlega og að enginn þurfi að vera atvinnulaus til lengdar.  Ég skellti mér í skóla til að mygla ekki niður í þunglyndi.
mbl.is Uppsagnir hjá Húsasmiðjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaupþing og ribbaldarnir 30

Ef ég ætti boga og ör þá myndi ég skjóta á steinhöllina í Borgartúni hvar ég sat í byrjun október með "sjóðstjóranum" mínum og margspurði hvort inneign mín/okkar (ég á jú mann) væri í góðum höndum.  Mér var tjáð að svo væri, þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur.  Mér var líka sagt að eignir kæmu á móti skuldum, en svo er ekki reyndin núna.  Bankarnir einn af öðrum eru komnir í greiðslustöðvun og nú missa þeir íslendingar sem enn eiga aur í sjóðum bankanna sparifé sitt. 

Það er lítill hópur manna sem hefur stjórnað peningamálum þjóðarinnar síðust ár og við "eyðsluseggirnir" skv. orðum Björgúlfs í DV í dag dansað í kringum gullkálfinn og sankað að okkur allskyns drasli... það erum við almenningurinn sem erum orsök að þessu hruni bankanna en ekki þessi sniðugu, vel gefnum og dásamlega fallega innrættu herrum.

 Eiginlega er ég búin að fá nóg, en ég er orðin of gömul til þess að kasta eggjum í hús og menn og svo lætur mér það eiginlega illa að eyða nótt í steininum.

Það sáir hver og einn eins og hann uppsker og mér er nú spurn hvort þeir sem hafa haldið á valdasprotunum uppskeri þann glæp sem þeir hafa framið gegn þjóðinni.  Lítill hluti manna (örhluti) hefur hagað sér eins og einræðisherrar en dulbúnir í nýju fötum Keisarans sitja nú á trónu sinni einhverstaðar í útlöndum Fjarkastistan og róta í gullkistu sinni ásamt Jóakim aðalönd...

 


mbl.is Kaupþing fær greiðslustöðvun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband