Færsluflokkur: Dægurmál

Pælingar

Við höfum það skítt hér á landi.  Allt er að fara til fjandans og út um borg og bí standa auðar íbúðir og bíldar eru seldir með skuldum + sölulaunum í fjölmiðlum.  Það ríður kreppa yfir landið og hún er ekki búin að ná hámarki sínu, eftirskjálftarnir eru margir og við vitum ekki hvort enn stærri kreppa á eftir að ganga yfir og hvort hún knésetja okkur öll.  Uppsagnir í tugavís og menn eru óvissir um framtíð sína.  Þetta er skítt og háalvarlegt mál. 

Það er skítt, en Katarmaðurinn búinn að týnda peningunum sínum sem hann keypti fyrir hluta í Kaupþingi og óþekku strákarnir þrír (hverjir eru þeir) eru búnir að fela þá á Cayman eyjum.  Græðgin á fullu og nokkrir menn sanka að sér stórum auðæfum sem gætu bjargað heilum þjóðum frá hungri. Skítlegð eðli.

Við höfum það skítt hér á landi í kreppunni meðan konur, börn, gamalmenni og karlmenn eru stráfelld fyrir botni Miðjarðarhafs, þegar ættbálkar kljúfa hvern annan í herðar niður í löndum Afríku.  Stór hluti mannfólksins býr langt undir fátækarmörkum, en við höfum það skítt hér á landi.  Það er ekki hreint vatn í Zimbabwe og kólera fer um landið og breiðist út eins og flugnager, en við höfum það skítt hér á landi.

Við höfum það skítt hér á landi, en við borðum þrjár máltíðir á dag hið minnsta.  Við höfum það skítt en búum í stórum einbýlishúsum í stíl naumhyggjunnar og skuldum þau upp í haus.  Við höfum það skítt en fjölmennum á útsölurnar og fyllum poka af alls kynnst dóti og fatnaði sem nánast aldrei er notað.  Við höfum það skítt og það á eftir að versna.

Við höfum það skítt og það þrengir að okkur, það liggur alvara á bak við krepputalið og það hjálpar okkur ekki að horfa til fjarlægari landa og meta okkur við þá sem hafa það verra en við.  Lífið sem er við nefið á okkur er það líf sem við skynjum og finnum fyrir.

Það er skítt að vera atvinnulaus og finna hvernig öryggið fjarar í burtu.  Það er líka skítt að átta sig á því hvað maður hefur það gott í öllu skítlífinu.


Hundþreytt

Ég er orðin hundþreytt (skil ekki þetta máltæki, en nota það samt) á nánast öllu.  Skammdeginu, þjóðfélagsmálunum, kreppunni, nuddaranum, heimilislækninum, sjálfri mér og sjálfri mér. 

Það vantar einhvern neista sem myndi kveikja á rakettunni í bústna rassinum mínum og skjóta mér upp í himinhæðir, en ég held ég komist ekki þangað fyrr en ég er orðin dauð og það langar mig ekki til alveg strax.  Ég vona nefninlega að ég fái fítonskraft á næstu dögum og dansi inní vorið á hálum skóm, afhverju hálum skóm?  Jú, mig langar í snjóinn, í frostið, í hinn almennilega íslenska vetur þar sem rok og næðingur taka völdin og lita vanga manns rauða. 

Ég þoli ekki lognmollu en er orðin of gömul til að standa klútaklædd á Austurvelli með eggjabakka í höndunum.  Hef ekki áhuga á því að lenda í ástríðufullum átökum við unga og stælta lögreglumenn sem nota núna frekar Mace heldur en heit faðmlög eins og tíðkaðist í gamla daga þegar maður var snarbrjálaður í samfloti við Bakkus.  Samt innst inni væri ég alveg til í að tuskast, en ég held að það væri farið varlega að mér þar sem ég er nú orðin hálfsextug og ekki eins kattliðug með sparkið og fyrir þrjátíu árum síðan.

Mér leiðist svona og er ósátt afþví ég er að vinna í því að gera minn bústna botn rýrari og magann minni svo ég geti íklæðst stuttum bol og sýnt minn fína breiða mjaðmakamb.  Hata það að fá ekki að borða hvað sem er og gæti þess vegna lamið alla í kringum mig.... æ, æ, aumingja ég.

Held ég sé í jólafráhvörfum.


klútar og skór

Ó, ég ætlaði ekki að byrja á þessari umræðu aftur.  Skyldu veggirnir hafa meitt sig á öllu skókastinu?  Eftir því sem ég eldist því hallari verð ég að friðsamlegum aðgerðum.  Hinsvegar þegar ég var yngri þá var ég til í tuskið frá a-ö
mbl.is Viðbúnaður við sendiráðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já, einmitt

Hef aldrei setið í stjórn bankans né verið stödd fundi eða gjörninga.  En það er manninum eðlilegt að neita sök í máli og kenna öðrum um.  Hugrekki er til hjá fáum, það erum við að sjá þeim, sem hafa stýrt fjármálum landsins ásamt ríkisstjórninni, sem veit hvað fram hefur farið.  Ég ætla að svo stöddu ekki að hengja bakara fyrir smið.  Rannsóknin fari hún heiðarlega fram mun leiða í ljós það sem gerðist.
mbl.is Engar ólögmætar færslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samningar

Þeir sem stýrðu bönkunum voru fyllilega meðvitaðir um stöðu mála og hafa þarafleiðandi gert gjörninga milli ákveðins hóps manna sem tryggðu þeirra innistæður. Spillingin nær lengra en við gerum okkur grein fyrir.  Ég skil ekki sinnuleysi stjórnvalda. 

Mikið voða er ég fegin samt að búa ekki á styrjaldasvæðum, kýs frekar færri krónur en sprengju í bakgarðinum hjá mér.  Heimurinn er fullur af freku fólki sem kann ekki að sleppa hendinni af græðginni og þrjóskuþráhyggjuröskunninni.


mbl.is Gátu ekki tapað á samningunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðgjöf

Er ekki of seint gripið inní með ráðgjöf.  Maður er hræddur um að allar fjárfestingar séu farnar og að þetta sé bara yfirskin til að blekkja almúgann, stjórnvöld gera hvort eð er ekki neitt.
mbl.is Leita ráðgjafar vegna Baugs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Millifærslur

Föstudaginn bankalanga helgina áður en Kaupþing var látið rúlla var millifært af sjóðreikningi sem við hjónin áttu og fært yfir á venjulegan bankareikning.  Mig var farið að gruna að Kaupþing væri orðið tæknilega gjaldþrota og ræddi það við minn sjóðsstjóra (já, ég veit... gamall kommi sem var orðinn kapitalisti) að ég væri hrædd um að bankinn myndi ekki lifa lengdi.  Millifærðar voru okkar 5mkr og við vörpuðu öndinni léttar.  En Adam var ekki lengi í Pardís, okkur var gert að endurgreiða bankanum lækkun sjóðsins að upph. 600.000 kr. og að greiða dráttarvexti af lokaðri sjóðsbók.  Ég hef beðið bankann um að kanna þetta mál og gert kröfu um að ekki væri hægt að "bakfæra" greiðslur af bankareikning okkar.  Að við fengjum þessar peninga til baka og þeir skuldajafnaðir við húsnæðislán okkar hjá sama banka.  Við vorum látin gjalda þess að starfsmaður bankans fór ekki rétt að málum.

Ég held ég haldi málinu til streitu og kæri fyrrum stjórnendur bankans fyrir að mismuna séra Jóni og Jóni.... en það er kostnaðarsamt og ég veit ekki um neinn lögmann sem vinnur Pro Bono núorðið.

Ég á ekki að þurfa að skammast mín fyrir það að hafa lagt til hliðar og viljað eiga eitthvað í handraðanum þegar þrengdi að sbr. að við hjónin höfum bæði misst vinnuna og hefðu þessi krónur komið sér vel sem innáborgun til lækkunar á skammarlega háum verðtryggðum íbúðarlánum.

Mér finnst að það eigi að draga þessa drengi og stúlkur til ábyrgðar og að ríkisstjórnin eigi ekki að sitja aðgerðarlaus hjá og gera ekki neitt.  Ég er eiginlega orðin viss um að margir í ríkisstjórninni hafi notið góðs af upplýsingum um hvað væri í vændum og þannig getað losað um eigið fé og komið því undan til erlendra banka.

Peningar eru ekki allt, en það er skammarlegt að hinn almenni borgari sé látinn bera skaðann af því sem stjórnendur bankanna ollu.


mbl.is Rannsaka millifærslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hægagangur

Verð að ljóstra því upp að maðurinn minn er aðeins að þræða útsölurnar.  Hann sem þolir ekki verslanir.  Ég bý mig undir miklar breytingar á næsta ári, bæði í verslun, rekstri fyrirtækja, heimilishögum fólks og því miður held ég að mikið verði um skilnaði og landflótta.
mbl.is Neytendur fara sér hægt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dansað

Þarna er elsku móðurbróður minn að dansa.  Hann er ekkert að láta krepputal trufla sig og man tímanna tvenna.  Dansfélagann man ég ekki eftir.  Hvert skyldi áramótaheit margra verða í ár?  Ég ætla að reyna að vera þakklát fyrir að vera á lífi, hafa nóg af hafragraut og kjöti öðruhvoru og biðja um að þjóðin þrauki og að unga fólkið gefist ekki upp.
mbl.is Gömul en létt á fæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólin búin

Jólin mín eru búin FootinMouth  - búin að vera yndisleg í alla staði.  Ég hef staðið vaktina í eldhúsinu í gær og í dag og uppskorið þakklæti fyrir góðan mat.  Ekkert yndislegra en stofa full af fjölskyldu sem kemur saman og sukkar feitt.  Hef yfir engu að kvarta en hlakka til að eyða morgundeginum í náttfötum, undir sæng með bók eða góna á sjónvarpið.

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband