Ísrael

Ég les, sé og heyri um þessar hörmungar sem eru í gangi fyrir botni Miðjarðarhafs.  Þjóð sem einu sinni var hundelt og stráfelld og nánast útrýmd, virðist nú ganga fram af sömu hörku og þeir sjálfir upplifðu í seinni heimstyrjöldinni.  Þá eins og nú eða réttara sagt rétt áður en Hitler trylltist voru gyðingar gerðir útlægir úr sínum heimahögum, þá með samþykki Evrópskra þjóða - stjórnir landanna og hinn almenni borgari (fyrir utan nokkrar hetjur) horfðu til hliðar meðan gengið var að fámennri þjóð og hún nánast murkuð út.

Ofboðslegur ótti hlýtur að liggja hjá þessari smáþjóð (ríki gyðinga er nú ekki stórt landfræðilega séð) sem í skjóli stórveldanna hertekur heila þjóð og kemur henni fyrir í rosafangelsi, einangrar hana og stráfellur hina saklausu meðan þeir sem stýra "helförinni" sitja varðir í sínum byrgjum og spila með ástandið eins og góðir skákmenn.

Maður hefur vonað í áratugi að þessum átökum myndi linna, að menn sæju að sér og hættu þessum byssuleik.  Nú hafa verið aldar upp tvær kynslóðir sem þekkja ekkert annað en styrjaldarástand skv. því sem maður les í blöðum og hatrið fær að blómstra.  Menn geta ekki hætt að henda sprengjum á hvorn annan og þetta er orðið að þvílíkri hringrás heimskulegra athafna að maður gapir. 

Þrátt fyrir kreppuna hérna heima þá þakka ég fyrir þessa fámennu þjóð sem býr á eyju langt út í Atlandshafi þar sem engar styrjaldir hafa verið háðar síðan á miðöldum.  Ég er nýbúin að borða ríkulegan morgunverð eftir letisvefn á sunnudegi og engar sprengjur eða árásir hafa truflað mitt líf í dag.

Ég bara bið og vona að vargöld herji ekki á okkur í framhaldi af græðgisvæðingu og stuldi fámennra einstaklinga sem hafa fengið að rúa landið okkar inn að skinni.


mbl.is Framganga Ísraels fordæmd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Offita

Nú mega foreldrar fara að skammast sín.  Rannsóknir sýna að valdajafnvægi á heimilum hafi raskast og að litla fólkið sé farið að ráða ríkjum.  Foreldrar lifa í afneitun og þeir tekjuminni stinga höfðinu í sandinn.  Ég veit ekki betur en að ég hafi séð fleiri feita ríka karla en tekjuminni vörubílstjóra! - Er Siggi í Kaupþing ekki fjallmyndarlegur með bollulega vanga? - Hinn forstjórinn er hinsvegar eitt mjótt strá, þannig að hann hefur verið rétt upp alinnFootinMouth - Snorri mótmælavörubílstjóri er grannur enda þénar hann voða lítið.  Fita er í dag söluvara hvort heldur það sé í stórmörkuðum eða á líkamsræktarstöðvum þar sem einungis þeir tekjumeiri geta hreyft sig í takt við aðra milla. 

Ég er lágvaxin bolla en það er ekki látinni móður minni að kenna né heldur litlum tekjum þegar ég var barn.  Maturinn þá var hreinlega einfaldur og útivera mikil.  Mæður heima og feður sem sváfu á bekk í hádegishléinu í korter.... og svo nenni ég ekki hlaupum á bretti til að grenna mig.  Það voru aurarnir sem fituðu mig og öll unna matvaran, tímaleysið og sjónvarpið.

Ég þekki bústin börn vel efnaðra foreldra og grönn börn tekjulitlra foreldra.  Í mínum eyrum (augum) er svona fréttaflutningur alger þvæla - en ef hún er ekki þvæla og á sér einhverja stoð, Guð varðveiti þá yngri kynslóðina á komandi ári í tekjuminna landi, því nú munu öll börn verða akfeit og óalandi heimafyrir.  Heil sé þér litla manneskja sem öllu ræður á þínu heimili.


mbl.is Óöryggi foreldra stuðlar að offitu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýtt sóknarfæri

Forsetinn okkar kann að sigla á milli skers og bryggju.  Lítil afsökunarbeiðni er plástur á fjárhagsleg meiðsl þjóðarinnar.  Nú endurreisir almúginn sig meðan útrásarvíkigarnir sóla sig í skattaparadísum.  Skyldi Ólafi vera boðið þangað.  Þjóðfélagið í dag og ráðamenn eru alger farsi.  Það er ekkert að marka lengur og mig ekki heldur.


mbl.is Þjóðarátak nýrrar sóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

2008 - 2009

Árið hefur verið viðburðarríkt eins og svo mörg önnur ár í lífi mínu.  Þetta er ekki versta eða erfiðasta ár sem ég hef lifað, en ég geri mér grein fyrir því að fyrir marga sem eru að byrja lífsgöngu sína, eða þá sem hugðust lifa af vænum lífeyri, hafa vonir brostið.

Það tekur samt í að missa atvinnunina, að sjá á eftir spariféinu komin á miðjan aldur.  Ég þarf að bægja frá mér þeim ótta að ég fái aldrei vinnu aftur og þess vegna ákvað ég að fara í skóla og klára stúdentinn.  Slys í október er aðeins að trufla þá áætlun, en ég ætla að þrjóskast við.  Svo kom sá skellur að eiginmaðurinn missti vinnuna í lok október og skrapp þá aðeins saman maginn. 

Núna erum við að læra að lifa upp á nýtt.  Allt keypt ódýrt.  Strætó notaður og bíllinn aðeins notaður ef nauðsyn krefur.  Ekki eru fyrirsjáanleg ferðalög til sólrænna stranda né borgarferðir þar sem stíft er eytt í verslunum.  Engin ný föt verða keypt  heldur verður lagst í það að minnka magamálið og ná sér niður um 3 númer og komast í flottu fötin sem eru í langri röð á fataslánni í skápnum í svefnherberginu.  Ég fæ frænku mannsins míns til að klippa mig og ég lita hárið heima með aðstoð vinkonu.  Augnbrúnir lita ég sjálf en augnhárin fá aðrir að sjá um.  Ég geng í staðin fyrir að æfa á hlaupabretti og tek sundsprett á ódýru árskorti. 

Við erum nú að temja okkur þann lífsstíl að lifa af helmingi minni tekjum en við höfum verið með síðustu ár.  Heppnin hefur verið með okkur þar sem við erum með íbúðalán með 4.15% vöxtum sem eru ekki breytanlegir og skuldastaðan er ekki mikil.  Þannig að við höfum það betra en margur annar.

Vonin er sú að heilsa haldist bæði líkamlega og andlega, að fjölskyldutengslin styrkist og að fólk sé hvort öðru innan handar.  Svo ætla ég ekki að láta reiði eða biturð stjórna lífi mínu árið 2009.  Þetta ár verður ár æðruleysis.

 


klútar og skór

Ó, ég ætlaði ekki að byrja á þessari umræðu aftur.  Skyldu veggirnir hafa meitt sig á öllu skókastinu?  Eftir því sem ég eldist því hallari verð ég að friðsamlegum aðgerðum.  Hinsvegar þegar ég var yngri þá var ég til í tuskið frá a-ö
mbl.is Viðbúnaður við sendiráðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já, einmitt

Hef aldrei setið í stjórn bankans né verið stödd fundi eða gjörninga.  En það er manninum eðlilegt að neita sök í máli og kenna öðrum um.  Hugrekki er til hjá fáum, það erum við að sjá þeim, sem hafa stýrt fjármálum landsins ásamt ríkisstjórninni, sem veit hvað fram hefur farið.  Ég ætla að svo stöddu ekki að hengja bakara fyrir smið.  Rannsóknin fari hún heiðarlega fram mun leiða í ljós það sem gerðist.
mbl.is Engar ólögmætar færslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samningar

Þeir sem stýrðu bönkunum voru fyllilega meðvitaðir um stöðu mála og hafa þarafleiðandi gert gjörninga milli ákveðins hóps manna sem tryggðu þeirra innistæður. Spillingin nær lengra en við gerum okkur grein fyrir.  Ég skil ekki sinnuleysi stjórnvalda. 

Mikið voða er ég fegin samt að búa ekki á styrjaldasvæðum, kýs frekar færri krónur en sprengju í bakgarðinum hjá mér.  Heimurinn er fullur af freku fólki sem kann ekki að sleppa hendinni af græðginni og þrjóskuþráhyggjuröskunninni.


mbl.is Gátu ekki tapað á samningunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðgjöf

Er ekki of seint gripið inní með ráðgjöf.  Maður er hræddur um að allar fjárfestingar séu farnar og að þetta sé bara yfirskin til að blekkja almúgann, stjórnvöld gera hvort eð er ekki neitt.
mbl.is Leita ráðgjafar vegna Baugs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Millifærslur

Föstudaginn bankalanga helgina áður en Kaupþing var látið rúlla var millifært af sjóðreikningi sem við hjónin áttu og fært yfir á venjulegan bankareikning.  Mig var farið að gruna að Kaupþing væri orðið tæknilega gjaldþrota og ræddi það við minn sjóðsstjóra (já, ég veit... gamall kommi sem var orðinn kapitalisti) að ég væri hrædd um að bankinn myndi ekki lifa lengdi.  Millifærðar voru okkar 5mkr og við vörpuðu öndinni léttar.  En Adam var ekki lengi í Pardís, okkur var gert að endurgreiða bankanum lækkun sjóðsins að upph. 600.000 kr. og að greiða dráttarvexti af lokaðri sjóðsbók.  Ég hef beðið bankann um að kanna þetta mál og gert kröfu um að ekki væri hægt að "bakfæra" greiðslur af bankareikning okkar.  Að við fengjum þessar peninga til baka og þeir skuldajafnaðir við húsnæðislán okkar hjá sama banka.  Við vorum látin gjalda þess að starfsmaður bankans fór ekki rétt að málum.

Ég held ég haldi málinu til streitu og kæri fyrrum stjórnendur bankans fyrir að mismuna séra Jóni og Jóni.... en það er kostnaðarsamt og ég veit ekki um neinn lögmann sem vinnur Pro Bono núorðið.

Ég á ekki að þurfa að skammast mín fyrir það að hafa lagt til hliðar og viljað eiga eitthvað í handraðanum þegar þrengdi að sbr. að við hjónin höfum bæði misst vinnuna og hefðu þessi krónur komið sér vel sem innáborgun til lækkunar á skammarlega háum verðtryggðum íbúðarlánum.

Mér finnst að það eigi að draga þessa drengi og stúlkur til ábyrgðar og að ríkisstjórnin eigi ekki að sitja aðgerðarlaus hjá og gera ekki neitt.  Ég er eiginlega orðin viss um að margir í ríkisstjórninni hafi notið góðs af upplýsingum um hvað væri í vændum og þannig getað losað um eigið fé og komið því undan til erlendra banka.

Peningar eru ekki allt, en það er skammarlegt að hinn almenni borgari sé látinn bera skaðann af því sem stjórnendur bankanna ollu.


mbl.is Rannsaka millifærslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hægagangur

Verð að ljóstra því upp að maðurinn minn er aðeins að þræða útsölurnar.  Hann sem þolir ekki verslanir.  Ég bý mig undir miklar breytingar á næsta ári, bæði í verslun, rekstri fyrirtækja, heimilishögum fólks og því miður held ég að mikið verði um skilnaði og landflótta.
mbl.is Neytendur fara sér hægt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband