klútar og skór

Ó, ég ætlaði ekki að byrja á þessari umræðu aftur.  Skyldu veggirnir hafa meitt sig á öllu skókastinu?  Eftir því sem ég eldist því hallari verð ég að friðsamlegum aðgerðum.  Hinsvegar þegar ég var yngri þá var ég til í tuskið frá a-ö
mbl.is Viðbúnaður við sendiráðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Skókastið á að vera tákn um fyrirlitningu en er ekki ætlað að meiða neinn enda er um ofbeldislaus mótmæli að ræða. Það þarf væntanlega ekki að eyða peningum í þrif eftir skóna eins og þarf eftir eggjakast.

Annars er þetta hið versta mál fyrir eggjabændur ef mótmælendur fara almennt að kasta skóm í stað eggja. Það verður þá væntanlega heilmikið sölutap fyrir þá.

Sigurður M Grétarsson, 30.12.2008 kl. 20:30

2 Smámynd: Ólöf de Bont

Takk Sigurður.  Núna skil ég betur enda er fýlan sem úr skóm kemur oft á tíðum hræðileg og er mjög fyrirlitlegt að fá þá í sig.  Þegar einn tapar þá græðir annar, enda er það að sýna sig í gangverkinu sem ýtir þjóðfélaginu áfram núna. 

Þá eru það bæði eggjabændur og þrifnaðarfyrirtæki sem missa spón úr aski sínum við skókastið.

Mér finnst hræðilegt til þess að vita hvað það eru margir sem lifa við algerar hörmungar á hverjum degi víða um heim.  Okkar vandamál með kreppuna er hjóm miðað við styrjaldir, nauðganir og misþyrmingar.

Ólöf de Bont, 30.12.2008 kl. 21:23

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það er nákvæmlega þess vegna, sem verið er að sýna þeim fyritlitningu með skókasti, sem styðja við fjölfamorð og mysþyrmingar. Það er þess vegna, sem við getum horft til útlanda þó við þurfum sjálf að búa við kreppu vegna þess að vandamál kúgaðs fólks út í heimi eru mun meiri en okkar.

Sigurður M Grétarsson, 30.12.2008 kl. 21:28

4 Smámynd: Ólöf de Bont

Ég er orðin svo gömul í hettunni og efast stundum um hvort nokkurn tímann náist jafnvægi á milli kynja, kynþátta, þjóða.... og hvort við náum að þroska með okkur þann náungakærleika sem til þarf til þess að stöðva óréttlæti sem á sér stað alls staðar.  Á maður ekki að byrja að rækta eigin garð?  Þegar við hættum að meiða þá sem eru okkur nálægir þá getum við farið að takast á við þær meiðingar sem eiga sér stað langt fjarri okkur.  Ég þekki einu sinni atvinnumótmælenda fyrir 28 árum síðan, hún var svo upptekin af því að mótmæla að hún náði ekki að sinna eigin fjölskyldu og skildi við hana í upplausn.... ekki er það ástand sem við viljum?  Hvernig væri að taka í höndina á hvort öðru og grafa stríðsaxir sem fljúgja manna á milli á okkar litla landi.  Vera ekki lengur reið við makann sem við erum búin að skilja við.  Hata ekki atvinnurekandann sem sagði okkur upp vinnunni og fyrirgefa lélegt uppeldi.  Gæti það skilað sér í meiri reglu og kærleika í hinum ytra heimi?

Ólöf de Bont, 30.12.2008 kl. 21:45

5 Smámynd: Ólöf de Bont

Vá Kristinn.... það er ekki amalegt að vera sleggja.  Þú hlýtur að vera alger sprengja og ég býð ekki í það sem gerist þegar sleggjan fer á fullt í rúmi fullu af karlmönnum. HóHó

Ólöf de Bont, 30.12.2008 kl. 22:21

6 identicon

'hún var svo upptekin af því að mótmæla að hún náði ekki að sinna eigin fjölskyldu og skildi við hana í upplausn.... ekki er það ástand sem við viljum?'

Allsstaðar eru til dæmi um fólk sem verður svo heltekið af því sem það er að fást við að það eyðileggur líf sitt á því. Eigum við að vera á móti því að menn læri rafmagnsverkfræði ef við þekkjum einn rafmagnsverkfræðing sem varð vinnufíkill? 

Skókastið á sér arabiska fyrirmynd og vakti athygli fyrir skemmstu þegar George Bush vék sér undan pari. Mér finnst vel við hæfi að mótmæla stuðningi Vesturlanda við Ísrael með því að mótmæla að arabasið.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 00:45

7 Smámynd: Ólöf de Bont

Sú Utopia sem ég þrái er jafnvægi, réttlæti, virðing og kærleikur.  Fjarvera átaka hvort heldur sé á heimilum, milli trúfélaga, minnihlutahópa.  Ég óska einnig þess að sú leið sem Mahatma Gandi fór að mótmæla friðsamlega gæti átt sér stað.  Samt Eva, þekki ég það af eigin raun að það er eingöngu hlustað á mann GARGI maður nógu hátt og kasti skó sínum.  Ég er enn að garga á eigin vígvelli og hef stundum betur en stundum hef ég þurft að bakka. 

Mitt alvarlegasta stríð háði ég meðan langveik og fötluð dóttir mín lifiði, við velferðar- og læknakerfið, þar til okkar stríði lauk með dauða hennar, tíu mánuðum síðar fæddist og dó yngri systir hennar vegna svipaðra mistaka - ég gargaði víst of mikið og varð hornreka vegna mótmæla minna, það var mín upplifun en mótherjar mínir voru ekki á sama máli. 

Ég notaði allar aðferðir sem ég kunni til að fá rétti dóttur minnar framgengt en oftar en ekki uppskar ég ekkert annað en fyrirlitningu í minn garð og skítkast, en þeir tímar eru að baki núna, samt svíður að mótmæli mín og barátta fyrir réttlátri meðferð lauk með ótímabærum dauða og spyr ég mig oft hvort báðar dætur mínar væru á lífi hefði ég haldið kjafti.

Það eru dæmi allsstaðar um öfgar í báðir áttir og eru víða vígvellir í smáu og stóru sniði, en ég er sammála þér að því leiti að ekki eigi menn að láta af menntun og þekkingu vegna þess að fáir fóru illa með málstaðinn. 

Það er bara ansi hart og leitt að ekkert hafi breytst frá því í 6 daga stríðinu sama hversu mikið góðhjartaðir Vesturlandabúar mótmæla, það virðist vera sem svo að fámennur hópur fólks ráði framgangi mála á öllum vígstöðvum og bæli ætíð niður einlæg og heiðarleg mótmæli. 

Núna þegar flugeldar og risakökur springa með skerandi hávaða hugsa ég til þeirra sem þurfa að búa á styrjaldarsvæðum og hvernig hjarta þeirra þeysist áfram á ógnarhraða þegar sprengjurnar falla hvernig þeim líður... Ömurlega býst ég við og í stöðugum ótta við að lífi þeirra ljúki þá og þegar.  Við hér á Íslandi á krepputímum hlökkum hinsvegar til og skreytum borð okkar og þau svigna undan góðmeti.  Þetta eru andstæður sem eru ekki ásættanlegar.

Skókast er betra en byssukúla, mótmæli með köllum og eggjakasti drepa ekki fólk.  Vonandi hlusta þeir sem halda um stjórnvölinn einhverntímann og að óréttlætinu í heiminum ljúki.

Ólöf de Bont, 31.12.2008 kl. 12:30

8 identicon

Ólöf. Ég er alveg sammála því að það væri lang æskilegast ef hægt væri að skapa heim þar sem allir lifa í friði. Í þekktu barnaleikriti er boðuð samfélagsreglan; öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir. Það er góð regla en hún er líka háð næstu reglu; ekkert dýr má borða annað dýr. Á meðan stóru dýrin éta litlu dýrin er af og frá að sé hægt að ætlast til þess að litlu dýrin sýni þeim stóru vinsemd. Því miður er reynsla þín af heilbrigðiskerfinu ekki einstök, það er sama hvar ber niður, ef í nauðirnar rekur þarf maður iðulega að grípa til gamla góða húsráðsins -að verða bara brjálaður, til þess að fá rétti sínum framgengt. 

Ég skil ekki alveg þær hugmyndir sem virðast ríkja um baráttú Ghandis. Aðferð hans var sú sama og aktivistar um allan heim, þ.á.m. hér, hafa tekið upp á arma sína; borgaraleg óhlýðni. Ghandi braut lög og lenti í fangelsi fyrir vikið. Auk þess er aldrei á það minnst að hans hreyfing var ekkert sú eina. Um allt Indland störfuðu andspyrnuhreyfingar sem gengu lengra en Ghandi og ég er ekki í neinum vafa um að þær höfðu mikil áhrif. Það hentaði málstað Breta hinsvegar betur að gefast upp fyrir passivista og friðarhöfðingja en trylltum múg. 

Ég óska þér svo gleðilegs árs og þakka fyrir skrif þín á árinu sem er að líða.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 13:16

9 Smámynd: Ólöf de Bont

Sömuleiðis Eva, gleðilegt ár 2009 og þakka þér þín skrif á árinu sem er að líða.  Það er að sannast í mínu lífi að maður er aldrei of gamall til þess að læra.  Eitthvað sem ég hef verið mötuð á og tekið sem sjálfsögðum hlut breytist við útlistanir þeirra sem hafa lesið og kynnt sér málefnin.  Mér datt aldrei í hug að það hentaði Bretum betur að gefast upp fyrir passivista og friðarhöfðingja en æstum múg. 

Ég hef alla tíð verið óhlýðin manneskja og fundið fyrir því, ekki bara á neikvæðan máta heldur er fólk í kringum mig sem hefur sýnt mér virðingu fyrir minni hljóðlátu baráttu sem ég háði fyrir lífi dóttu rminnar.

Ég mun ekki sitja með hendur í skauti og aðhafast ekkert heldur berjast á móti óréttlætinu með hvoru tveggja orðum og athöfnum.

Ólöf de Bont, 31.12.2008 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband