Millifærslur

Föstudaginn bankalanga helgina áður en Kaupþing var látið rúlla var millifært af sjóðreikningi sem við hjónin áttu og fært yfir á venjulegan bankareikning.  Mig var farið að gruna að Kaupþing væri orðið tæknilega gjaldþrota og ræddi það við minn sjóðsstjóra (já, ég veit... gamall kommi sem var orðinn kapitalisti) að ég væri hrædd um að bankinn myndi ekki lifa lengdi.  Millifærðar voru okkar 5mkr og við vörpuðu öndinni léttar.  En Adam var ekki lengi í Pardís, okkur var gert að endurgreiða bankanum lækkun sjóðsins að upph. 600.000 kr. og að greiða dráttarvexti af lokaðri sjóðsbók.  Ég hef beðið bankann um að kanna þetta mál og gert kröfu um að ekki væri hægt að "bakfæra" greiðslur af bankareikning okkar.  Að við fengjum þessar peninga til baka og þeir skuldajafnaðir við húsnæðislán okkar hjá sama banka.  Við vorum látin gjalda þess að starfsmaður bankans fór ekki rétt að málum.

Ég held ég haldi málinu til streitu og kæri fyrrum stjórnendur bankans fyrir að mismuna séra Jóni og Jóni.... en það er kostnaðarsamt og ég veit ekki um neinn lögmann sem vinnur Pro Bono núorðið.

Ég á ekki að þurfa að skammast mín fyrir það að hafa lagt til hliðar og viljað eiga eitthvað í handraðanum þegar þrengdi að sbr. að við hjónin höfum bæði misst vinnuna og hefðu þessi krónur komið sér vel sem innáborgun til lækkunar á skammarlega háum verðtryggðum íbúðarlánum.

Mér finnst að það eigi að draga þessa drengi og stúlkur til ábyrgðar og að ríkisstjórnin eigi ekki að sitja aðgerðarlaus hjá og gera ekki neitt.  Ég er eiginlega orðin viss um að margir í ríkisstjórninni hafi notið góðs af upplýsingum um hvað væri í vændum og þannig getað losað um eigið fé og komið því undan til erlendra banka.

Peningar eru ekki allt, en það er skammarlegt að hinn almenni borgari sé látinn bera skaðann af því sem stjórnendur bankanna ollu.


mbl.is Rannsaka millifærslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er toppurinn af ísjakanum. Það er búið að þagga niður í öllum þeim er vita nákvæmlega hvað er í gangi innan bankanna. Sama fólkið í sömu störfum, það er algengur misskilningur hjá almenningi að halda að þeir sem voru reknir frá bönkunum tengist með e-m hætti fjárglæfrastarfsemi bankanna. Því fer fjarri. Þeir sem fóru voru einmitt saklausir starfsmenn sem aldrei hafa komið nærri 7 stafa tölum, hvað þá hærri. Vinsamlegast haldið áfram að grafa í vitleysunni, starfsfólkið sem enn situr við katlana er einmitt starfsfólkið sem veit hvar líkin eru grafin og vinna markvisst að því að eyða öllum upplýsingum sem gætu komið þeim og kollegum þeirra illa.

 Fyrrverandi starfsmaður banka

Sveinn (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband