Fullt tungl

Þessi dagur er einn af þessum fallegu vetrardögum nema það vantar snjóinn til þess að auka enn meira á birtu tunglsins sem er fullt í dag.  Ég er döpur og það er í mér kvíði.  Döpur yfir öllu þessu óréttlæti sem á sér stað hér heima og erlendis.  Menn, konur og börn eru felld í þúsundavís víðs vegar um heiminn.  Mér finnst eins og vatnsföllin séu lituð blóði sem streymir endalaust áfram og ekkert getur stoppað það. Hér heima háum við baráttu á vígvelli kapitalismans og gróðarhyggju.  Við erum svo fáliðuð og landflæmið svo stórt að byssur og hnífar hafa ekki verið teknir upp og menn vegnir.  Erum við örugg að öllu öðru leiti en að við fjarlægjust stöðugt þetta fjárhagslega öryggi sem við höfum búið við sl. áratug eða svo? Allavega langflest okkar.  Gæti það gerst að sprengjuregn myndi tvístra okkur og drepa í hrönnum eins og gert er fyrir botni Miðjarðarhafs og í mörgum ríkjum Afríku og jafnvel Ameríku?   Stríðið, þetta helvíti, færir sig eins og hraðfara snákur á  milli heimsálfa og kálar okkur, sumum hratt og sumum hægt.  Við stefnum að feigðarósi og ekkert okkar er öruggt. 

Værum við ekki svona gráðug, reið og nojuð þá væri heimurinn friðsamari. 


Ó þjóð

Ég hvet ykkur öll til að lesa blogg Láru Hönnu og mæta á Austurvöll til friðsamlegra mótmæla í dag.

http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/


Spilling

Manni fallast hendur.  Meðan almenningur sér fram á mjög erfiða tíma eru strákarnir með peningana enn að leika sér með hrókeringar á fyrirtækjum.
mbl.is Tilboð Haga gerði ráð fyrir staðgreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gaza - útrýmingabúðir

Þegar ég var lítil fyrir 50 árum eða svo var mjög takmarkaður fréttaflutningur og tók það langan tíma fyrir fréttir að komast áleiðis.  Lífið þá virtist ekki eins flókið og maður varð ekki eins var við hið illa.  Sem barn tókst mér að lifa í þeirri staðföstu sannfæringu að lífið hefði kærleiksríkan tilgang og það væri fátt um illa vætti í heiminum.  Það var gott að vera barn þótt einhver fátækt væri hér á landi, gott að því leyti að ekki vældi í sírenum og að búast mætti við sprengjuregni hvenær sem var, en illskan var til en langt í burtu.

Núna lesum við um illa meðferð á heilum þjóðum. Fólk er lokað inni á litlu svæði og stráfellt.  Engin miskunn.  Saklausir borgarar eru stráfelldir og við fáum myndrænar fréttir um það í gegnum vefmiðla.  Það tekur í hjartað að geta ekki gert neitt nema að bera uppi mótmælum við aðgerðir af því tagi sem Ísrael beitir herteknu þjóðinni Palestínu.  Ég á ekki orð yfir að þjóð sem sjálf þurfti að ganga í gegnum holocaust og útrýmingar í síðari heimstyrjöld.  Mig grunar að ríkisstjórnir í hinum vestræna heimi hafi einhvern hagnað af þessu öllu.  Hverjir selja vopnin?


mbl.is Sprengdu hús fullt af fólki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helv...

Helvítis fokking fokk sagði 4ja ára dóttursonur minn við kvöldverðarborðið í gær meðan hann stakk upp í sig matarbita.  Allir viðstaddir fjórir fullorðinir og ein 7 ára hnáta sprungu af hlátri og í kjölfarið með hláturshiksta var reynt að siða þann litla til og árétta við hann að svona ljótt talaði maður ekki.

Það er ýmislegt sem þessi börn læra af kreppunni og mótmælunum hér heima.  Helvítis fokking fokk og með klút fyrir vitum sér, svona læra litlu börnin af okkur stóru.

Ég ætla að halda stóískri ró í dag og láta ekki fokk æsa mig upp enda orðin of gömul og þurr....leg fyrir það.

Einhver benti mér á það að hér á blogginu, að stólpípa myndi laga öll mín vandamál.  Kominn tími til enda hin alvarlegasta tregða í hausnum á mér.  Fara þeir þá í gegnum nefið?

Ég skildi ekki alveg Ingibjörgu Sólrúnu í gærkveldi, en verð að segja að konan er bráðvelgefin og sleip.  Einnig afskaplega klók við að koma sér hjá flóknum spurningum.  Svona utanríkisráðherra vilja þjóðir, gáfaða, sleipa og þá sem kunna að þjálfa með sér tilfinningadeyfð gagnvart öllum þeim hörmungum sem ganga á í heiminum.

 

 

 


Hundþreytt

Ég er orðin hundþreytt (skil ekki þetta máltæki, en nota það samt) á nánast öllu.  Skammdeginu, þjóðfélagsmálunum, kreppunni, nuddaranum, heimilislækninum, sjálfri mér og sjálfri mér. 

Það vantar einhvern neista sem myndi kveikja á rakettunni í bústna rassinum mínum og skjóta mér upp í himinhæðir, en ég held ég komist ekki þangað fyrr en ég er orðin dauð og það langar mig ekki til alveg strax.  Ég vona nefninlega að ég fái fítonskraft á næstu dögum og dansi inní vorið á hálum skóm, afhverju hálum skóm?  Jú, mig langar í snjóinn, í frostið, í hinn almennilega íslenska vetur þar sem rok og næðingur taka völdin og lita vanga manns rauða. 

Ég þoli ekki lognmollu en er orðin of gömul til að standa klútaklædd á Austurvelli með eggjabakka í höndunum.  Hef ekki áhuga á því að lenda í ástríðufullum átökum við unga og stælta lögreglumenn sem nota núna frekar Mace heldur en heit faðmlög eins og tíðkaðist í gamla daga þegar maður var snarbrjálaður í samfloti við Bakkus.  Samt innst inni væri ég alveg til í að tuskast, en ég held að það væri farið varlega að mér þar sem ég er nú orðin hálfsextug og ekki eins kattliðug með sparkið og fyrir þrjátíu árum síðan.

Mér leiðist svona og er ósátt afþví ég er að vinna í því að gera minn bústna botn rýrari og magann minni svo ég geti íklæðst stuttum bol og sýnt minn fína breiða mjaðmakamb.  Hata það að fá ekki að borða hvað sem er og gæti þess vegna lamið alla í kringum mig.... æ, æ, aumingja ég.

Held ég sé í jólafráhvörfum.


Farsi

Þetta er orðinn þvílíkur farsi að maður hreinlega gapir.  Það er ekkert siðgæði í viðskiptum lengur.  Ætli sé ekki búið að selja erlendum bönkum veðið í íbúðarláni okkar?
mbl.is Erlendir bankar með veð í kvóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rannsókn

Hollendingar hafa alltaf verið varir um sig í peninga- og markaðsmálum, en þeir gætu hafa misst sig líka í græðginni.  Þekki einn slíkan athafnamann í Hollandi sem beitti öllum ráðum til að blekkja íslenska athafnakonu en varð undir í baráttunni. 

Íslenska stjórnin getur ekki hafa verið svona blind að þeir vissu ekki í hvað stefndi.  Menn vita það í tíma hvernær blankheit og erfiðleikar bresta á, allavega þeir sem reka fyrirtæki og lánastofnanir.  Vorum við hinn íslenski almenningur látinn fljóta sofandi að feigðarósi meðan þeir sem áttu að gæta okkur litu í hina áttina?


mbl.is Hollendingar rannsaka vöxt Icesave-reikninganna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málarekstur

Það mun kosta milljarða að halda úti málarekstri af þessari stærðargráðu.  Ætli almenningur verði ekki látinn blæða fyrir það meðan hinir fáu útvöldu halda sínum milljörðum á Cayman reikningum.
mbl.is Málarekstur mun hugsanlega leiða til skaðabótamáls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjarni Ármanns

Kom sem nýr maður í Kastljósið í kvöld, hármeiri og án gleraugna.  Er hann að reyna að falla inní fjöldann?  Hann var mjög áberandi sem ungur, vatnsgreiddur gleraugnagámur sem kunni að draga að sér fé, meee eður ei.

Ég veit ekki hvað ég á að segja um hans framkomu í Kastljósinu og játningar hans um aðild að banka- og landshruni.  Auðvitað fékk ég kökk í hálsinn, hvað annað þegar menn játa misgjörðir sínar og eru tilbúnir til að greiða til baka það sem þeir fengu til sín.  Útskýringar hans voru skýrar og seldi hann manni söguna alveg frá A-Ö, eins og hann gerði meðan hann var bankastjóri og útrásarvíkingur.  Ég ætla honum samt hið góða, að hann virkilega sjái að sér og vilji bæta fyrir mistök sín, hann er ekki eins hortugur og hinir sem afsaka sig bak og fyrir og kenna öðrum um.

Kannski er það svo að hans 370 milljónir jafngildi árslaunum mínum sem eru núna lágmarkslaun sem atvinnuleysingi og flestir vita að eru undir 1.5 milljónum? Það má vera að þessar milljónir séu smáaurar í hans vasa.

Ef allir þessir drengir kæmu nú með ca. 500 milljónir til baka þá væru þeir að koma með 1.5 milljaðr til baka, þessir 30 strákar.

Mitt mál hjá Kaupþing.  Ég heyri frá lögfræðideildinni hvaða afstöðu þeir ætla að taka varðandi að hafa látið okkur hjónin endurgreiða 700.000 af okkar eigin féi vegna þess að sjóðstjóri lét okkur hafa peningana eftir lokun sjóðs.  Ég á ekki von á að lögin séu okkur hliðholl, við erum almenningur.


mbl.is Endurgreiddi 370 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband