Færsluflokkur: Dægurmál

Einkunir annarinnar

8.5 í meðaleinkun og útskrift í vor.  Nú er bara að ákveða hvort sækja skuli um Listaháskólann eða Djáknann í HÍ.  HÍ er líklegri til að taka eldri nemanda inn heldur en Listaháskólinn.  Ég fékk 9 í myndlist og 8 í sjónlist þannig að ég er ekki alveg gersneydd hæfileikum.

Mótmælum hætt

Samkomulagt gert við lögreglu.  Það er flott leið.  Ég ætla samt að vona að háttvirt ríkisstjórn hlusti á raddir fólksins og geri eitthvað í þeim ófremdarmálum sem eru í gangi.  Ingibjörg Sólrún sagði í gær að ekki mætti fangelsa þá sem hefðu komið hruninu af stað eins og gert var við Ámerískan auðmann sem var færður í járnum af heimili sínu.  Ég hlustaði nú bara með öðru eyra á Ingibjörgu en eitthvað er hún að krafla í bakkann og reyna að útskýra afhverju fólk þarf að taka nokkur skref til baka út úr velferðarstiginu.
mbl.is Mótmælum hætt á Tjarnargötu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bílvelta

Þar sem ég er alin upp í Ólafsvík og á bræður á Hellisandi og ættingja í Ólafsvík þá bregður manni alltaf við svona fréttir.  Glöð að meiðsl voru ekki alvarleg.  Í mínu minni var vegurinn undir Enninu hræðilegur en þó ekki eins og Búlandshöfðinn, en báðir vegirnir hafa verið færðir og stórbatnað.
mbl.is Bílvelta undir Ólafsvíkurenni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Prjónað í kreppu

Ég er sammála Vilborgu að um heimskreppu sé að ræða, sem komi sér hart niður á Íslandi í ljósi þess að ráðamenn sváfu á verðinum og að almenningur flaut sofandi að feigðarósi.  Við þjóðin í landinu eru þau sem kusu stjórnina til valda, héldum að samkrull D og S myndi færa Íslandi velferðarþjóðfélag, en svo er ekki.  Vegna sofandaháttar stjórnmálamanna höfum við orðið verr út úr kreppunni en ella og tökum við nú ábyrgð á því fyrir hönd ráðherra og auðmanna.  Ég ætla að axla mína ábyrgð á því að hafa keypt hlutabréf og tapað - græðgisgenið í mér vaknaði og kom mér á óvart, eða?

Ég hef áhyggjur af unga fólkinu okkar, því þetta ástand kemur verst niður á þeim, ásamt öldruðum og öryrkjum. 


mbl.is Mótmælir og stagar í sokka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lágvöruverslun

Voru þeir ekki einu sinni vinir Jón Ásgeir og Jón Gerald?  Þarf ekki bara að koma jafnvægi á hlutina hér heima áður en nýjar verslanir verða stofnaðar af almenningsféi?
mbl.is Hyggst stofna lágvöruverðsverslun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hótaði hún

Hverju er hægt að hóta?  Er ekki allt að fara til fjandans á tímum þessarar stjórnar sem margir kusu í síðustu kosningum.  Ég hef svo sem enga skoðun á Ingibjörgu, veit bara að mér hefur hún fundist skelegg, þung til augnana og með góð rök.  Þau eru ólík Geir og Ingibjörg.  Maður veit ekki hvar maður hefur Geir, hann er í svo góðum felubúningi.  Ég get samt alveg trúað Ingibjörgu að kasta sprengjunni þannig að gengið verði til kostninga á næsta ári og að eitthvað róttækt og viturlegt gert í þjóðmálum. 
mbl.is Hótaði formaður Samfylkingar stjórnarslitum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fæðingarleynd

Það ríkir leynd á milli mín og móður minnar hvað gerðist þennan dag fyrir 55 árum síðan.  Það er enginn hallarekstur á þessari leynd heldur bara gróska, þroski og þokki.

Kyrrðarstund

Ég hef ætíð verið hrifin af kyrrð í bland við kröftug mótmæli.  Hörður er flottur, en það eru að koma jól og þá má ekki mótmæla.  Sússi gæti vaknað.
mbl.is Öflugt andóf boðað eftir jól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Próf

Ég ætla að fara og þreyta próf í íslensku.  Ekki veitir af ef maður ætlar að rífa kjaft á réttu máli og láta hina og þessa hafa það óþvegið málsfarslega rétt.  Ein og ein stafsetningarvilla er þó vel þegin þar sem stílbrotið gerir skrifin skemmtilegri.

Nú er bara að þjóta út, skafa af bílnum, muna að taka pennaveskið með sér og signa sig að gömlum sið. 


Hulin andlit

Ég skil ekki afhverju fólk þarf að hylja andlit sín þegar það mótmælir því ranglæti sem átt hefur sér stað í fjármálageiranum á Íslandi.  Afhverju er það hrætt við að þekkjast?  Hafi maður skoðun/álit þá á maður að standa á bak við hana.
mbl.is Raddir fólksins hjá saksóknara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband