Hótaði hún

Hverju er hægt að hóta?  Er ekki allt að fara til fjandans á tímum þessarar stjórnar sem margir kusu í síðustu kosningum.  Ég hef svo sem enga skoðun á Ingibjörgu, veit bara að mér hefur hún fundist skelegg, þung til augnana og með góð rök.  Þau eru ólík Geir og Ingibjörg.  Maður veit ekki hvar maður hefur Geir, hann er í svo góðum felubúningi.  Ég get samt alveg trúað Ingibjörgu að kasta sprengjunni þannig að gengið verði til kostninga á næsta ári og að eitthvað róttækt og viturlegt gert í þjóðmálum. 
mbl.is Hótaði formaður Samfylkingar stjórnarslitum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er leið Samfylkingarinnar til að halda andlitinu ef svo má að orði koma.En inní Evrópusambandið höfum við ekkert að gera.

Númi (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 00:07

2 identicon

er ekki Ingibjörgu bara farið að langa að vera Forsætisráðherra,og hafa Steingrím með sér það verður gaman að sjá það,ég held að það sé nú ekki eins mikill kraftur í Sollu eins og allir héldu,hún átti að barga nánast öllu ef hún kæmist í stjórn en hvað liggur eftir Samfylkinguna?

greta (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 00:16

3 identicon

Númi, hefur einhver flokkurinn á Alþingi núna almennilegt andlit á bak við grímuna.  Ég hef ekki kynnt mér almennilega kosti og galla þess að ganga í Evrópusambandið, en erum við ekki of fámenn þjóð til að halda í eigin gjaldeyri og geta hvorki farið lönd né leið þegar ráðamenn og útrásarvíkingar hafa sett almenning á vonarvöl?  Gréta, ég held að Ingibjörgu langi ekki endilega að verða forsætisráðherra.  Mín skoðun er sú að þetta hafi verið kona með hugsjónir og kannski hafi hún hug á því að verða forsætisráðherra, sé ástæðan þar á bakvið eldhugur að geta bjargað þjóðinni og komið henní á réttan kjöl aftur.  En rétt er það, þjóðin hefur ekki blómstrað í skjóli stjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðismanna.  Björn, mig grunar að þú gætir haf rétt fyrir þér... ég er í einhverju völvuástandi í dag.

ólöf de Bont (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 10:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband