Hulin andlit

Ég skil ekki afhverju fólk þarf að hylja andlit sín þegar það mótmælir því ranglæti sem átt hefur sér stað í fjármálageiranum á Íslandi.  Afhverju er það hrætt við að þekkjast?  Hafi maður skoðun/álit þá á maður að standa á bak við hana.
mbl.is Raddir fólksins hjá saksóknara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Láttu ekki svona Ólöf! Þú veist vel að fólk vill með þessu mótmæla því að lögreglan sé að safna upplýsingum (svo sem myndum) um það í skjölum sínum til að draga upp þegar síst varir. Við erum með skýrar reglur um persónuvernd en þegar kemur að mótmælum þá er löggunni leyfilegt að stunda persónunjósnir um mótmælendur.

Þetta eru þannig táknrænar aðgerðir til að mótmæla persónunjósnum lögreglunnar. Af hverju er verið að mynda fólk, auðkenna og skrá niður, þegar það er einungis að nota lögvarinn rétt sinn til að mótmæla? 

Torfi Kristján Stefánsson, 11.12.2008 kl. 15:55

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Það er ekki sérkennilegt miðað við smæð okkar - áreitið er gífurlegt og erfitt getur reynst ungu fólki að fá frið í sínu starfi eða skóla. Það horfir öðruvísi við með þekktan og vel þroskaðan einstakling eins og Hörður er, þar að auki sjálfs síns herra!

Edda Agnarsdóttir, 11.12.2008 kl. 15:56

3 Smámynd: Johann Trast Palmason

Hvenar huldi Hörður andlit sitt og hvenar stóð hann ekki bak við sanfæringu sinni ?

En það er gott þú skilur ekki tjáningarfrelsi.

endilega finndu og gerðu ethvað neihvætt úr þessu, það mun henta framtíð barna þinna mjög vel.

Fyrir alla muni gerum ekkert og kjöftum þá niður sem reina að gera ethvað.

Johann Trast Palmason, 11.12.2008 kl. 16:10

4 Smámynd: Ár & síð

Þetta er bara útgáfa almennings á hugtakinu bankaleynd.
Matthías

Ár & síð, 11.12.2008 kl. 16:19

5 Smámynd: Sigurður Hrellir

Þegar maður sér lögreglumenn, yfirleitt óeinkennisklædda, taka myndir af mótmælendum í gríð og erg veit maður fyrir víst að það er ekki til þess að setja inn í myndaalbúm fjölskyldunnar. Hvernig þætti þér að vera mynduð við ýmis tækifæri, t.d. þegar þú mætir í kirkju? Eitt er að hafa skoðun og standa á bak við hana - annað að forðast persónunjósnir.

Sigurður Hrellir, 11.12.2008 kl. 16:20

6 identicon

Á dögunum talaði hollenskur mannfræðingur um það að Íslendingar mótmæltu ekki því fórnarkostnaðurinn við það væri svo hár - í svona litlu samfélagi.

Nú er t.d. Haukur Hilmarsson vera þekktur sem bónusflaggarinn, líklegast það sem eftir er. Slíkt myndi t.d. ekki gerast í stærri löndum. Því er um að gera að hylja andlit sitt - lögregla og fjölmiðlar eru æst í að taka það upp á band og spila í sjónvörpum allra landsmanna: það er ekki það sama að vilja mótmæla og að vilja vera þekktasta sjónvarpsstjarnan í stór-fjölskyldunni. 

Bryndis (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 16:21

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Klútaliðið er hlægilegt. Það hlýtur að skammast sín svona fyrir skoðanir sínar.

Gunnar Th. Gunnarsson, 11.12.2008 kl. 16:38

8 identicon

 Af því að þeir versla ´Bónus og horfa á Stöð tvö

ADOLF (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 16:54

9 identicon

Klútaliðið skammast sín ekki baun fyrir skoðanir sínar, enda eru það góðar skoðanir sem engin skömm er að.

Meginástæðan fyrir þessum klútum er sú að almenningur hefur tilhneigingu til að persónugera skoðanir og aðgerðir og beina athyglinni fremur að einkalífi mótmælenda en málstað þeirra. Sumir vilja geta mótmælt án þess að eiga á hættu að vera settir á stall eða ofsóttir. 

Einnig getur félagsleg staða fólks spilað inn í. Fordómar gagnvart þeim sem beita borgaralegri óhlýðni getur t.d. bitnað á fjölskyldum þeirra og dæmi eru um að fólk telji hættu á að það sé fært ofar á lista yfir þá sem verður sagt upp vinnu, ef það sést taka þátt í beinum aðgerðum. 

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 17:00

10 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Djöfull er ég orðin þreytt á þessu djöfulsins pakki sem gerir ekki annað en að velta sér upp úr einhverjum atriðum sem breyta akkúrat ENGU

Hvernig getiði verið að velta ykkur upp úr því hvort einhver er með klút yfir andlitinu eða ekki? Er það stóra málið hérna í þessu þjóðfélagi?

Reynið nú að hunskast upp úr minni atriðum og horfa á stóru myndina

Heiða B. Heiðars, 11.12.2008 kl. 17:20

11 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

OK, það skammast sín ekki fyrir skoðanir sínar, en það skammast sín þá fyrir aðgerðir sínar, sem er gott því það merkir þá að klútaliðið er ekki alvitlaust

Gunnar Th. Gunnarsson, 11.12.2008 kl. 17:33

12 Smámynd: Johann Trast Palmason

Gunnar skoðanir eru eins og rassgat allir hafa eitt, það væri samt fínt ef þú hættir að tjá þig með þínu.

Johann Trast Palmason, 11.12.2008 kl. 17:43

13 identicon

Neinei, klútaliðið skammast sín ekkert fyrir aðgerðir sínar heldur enda eru sumir sem bera klúta á öllum mótmæla- og kröfufundum.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 17:47

14 identicon

Gunnar það eru eiginlega flestir orðnir þreytti á þer og þessum útursnúningum hjá þér,það eru komin fram góð og skilmerkileg rök fyrir því að hylja andlit sitt í mótmælaaðgerðum en þú ert jú einsog flestir  "sjalfstæðis" stingur höfðinu í sandin heyrir það sem þú vilt heyra og reynir að snúa útur rest,þú ferð oft á tíðum mikin í bloggi þínu við að reyna persónugera mótmæli og vera með einhverjar upphrópanir í æsingar og vandlætigarformi hef grun um að þú hefir ekki efni á að setja þig á einhvern stall góurinn og að þú hafir vondan málstað að verja og reynir því að ráðast á PERSÓNUR en heldur þig frá málefnum. haltu þig helst við þitt blogg því maður getur þó forðast að lesa það og láttu málefnalegt fólk í friði.

Sigurður H (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 17:50

15 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Merkilegt hvað þetta vinstra lið er oft dónalegt

Gunnar Th. Gunnarsson, 11.12.2008 kl. 18:18

16 Smámynd: Ólöf de Bont

Þið hafið öll rétt fyrir ykkur.  Torfi, ég ætla að hætta að láta svona og kaupa mér klút.  Edda ég er sammála að unga fólkið á virkilega erfitt uppdráttar núna, það er að upplifa tíma sem við gamla liðið upplifðum fyrir löngu síðan. Sigurður, ef það er verið að mynda okkur bak og fyrir, afhverju eru þá þetta margir á Austurvelli klútalausir?  Eva, þú hefur skoðanir og hylur ekki andlit þitt, ég ber virðingu fyrir því.  Heiða, það má hafa litlar skoðanir og þær mega vera djöfullega þreytandi.

Ég ætla að halda áfram að hafa skoðanir og virða skoðanir annarra og kannski endurskoða ég skoðun mína á klútum ef einhver er það vel að sér að kenna mér gamla greyinu.

Ólöf de Bont, 11.12.2008 kl. 18:34

17 identicon

Ef heimska, skíteðli og lágkúra eiga sér samnefnara í einhverju þá myndi ég segja að það væri þú Gunnar Th. Gunnarsson.

Og hafðu hugfast:

Farir þú með róg og raus,
reynast muntu gæfulaus
hlýtur bæði högg og spott
hvorugt mun þér finnast gott.

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 22:10

18 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þú hlýtur að vera vinstrimaður Eggert

Gunnar Th. Gunnarsson, 11.12.2008 kl. 22:45

19 identicon

Nei Gunnar.
Þú færð ekkert stig og engin verðlaun fyrir þetta svar.
Ég kaus sjálfstæðisflokkinn síðast þó svo að ég sjái eftir því núna.
Einnig var ég skráður í sjálfstæðisflokkinn en hef sagt mig úr honum.
Ég er frekar til hægri í stjórnmálum og skammast mín ekki fyrir það.
Hinsvegar dettur mér ekki í hug að bera blak af siðspilltum stjórnmálamönnum hvort sem það er í sjálfstæðisflokki, framsókn, VG eða hvar sem er.
Þú aftur á móti hinsvegar ferð ekki dult með sjúklega fóbíu þína gagnvart öllu því sem að vinstri kallast. Fólk eins og þú kemur því miður óorði á pólitík hvort sem það er til hægri eða vinstri. Annars vil ég ekki láta svo lítið að kalla þig hægri menn því það kemur óorði á alla heiðarlega hægri menn. Þú ert einfaldlega vitgrannur og  illa innrættur og útkoman dapurleg eftir því eins og sjá má víða í blogg kommentum eftir þig.

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 22:56

20 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þessi athugasemd lýsir sjálfum þér miklu betur en mér. Ég votta mömmu þinni samúð mína.

Gunnar Th. Gunnarsson, 11.12.2008 kl. 23:14

21 Smámynd: Sævar Einarsson

 "Gunnar skoðanir eru eins og rassgat allir hafa eitt, það væri samt fínt ef þú hættir að tjá þig með þínu." Jóhann Þröstur Pálmason þetta er með því betra skoti sem ég hef heyrt 10 af 10 fyrir þetta !, annars á fólk ekki að láta internet-tröll eins og Gunnar Th. Gunnarsson æsa sig upp, bara hafa gaman af svona tröllum.

Sævar Einarsson, 12.12.2008 kl. 01:45

22 Smámynd: Aliber

Oskaplega geta malsverjendur aktivistamotmælenda oft orðið donalegir. A commenti a bloggi minu sagði Kreppukarlinn að motmælendur vildu virðingu. Spurning um að virða þa sem eru þeim osammala um aðferðir lika. I það minnsta oþarft að vera með svona munnsöfnuð.

Sa gamli

Aliber, 12.12.2008 kl. 09:54

23 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég segi það sama og Ár & síð sagði, þetta er bara útgáfa almennings á hugtakinu bankaleynd, afhverju ætli bankaleynd sé til staðar ? kannski til þess að verja viðskiptafólk frá persónulegum árásum á sig og sína vandamenn frá tröllum og illa innrættu fólki ?

Sævar Einarsson, 12.12.2008 kl. 10:04

24 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta með rassgötin er haft einhverjum Hollywood leikara og var í einhverju blaði um daginn... voðalega fyndið. En ef allar skoðanir eru eins og rassgöt... afhverju má ég þá ekki tjá mig með mínu? Bara þið með ykkar?

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.12.2008 kl. 11:57

25 identicon

Gunnar; er til of mikils mælst að þú sér málefnalegur og haldir þig við umræðuefni í stað þess að persónugera og ráðast á allt og alla?

"

Þessi athugasemd lýsir sjálfum þér miklu betur en mér. Ég votta mömmu þinni samúð mína.

Gunnar Th. Gunnarsson, 11.12.2008 kl. 23:14 "

hvar og hvenær var farið að ræða um mæður hér?

þú hefur einni farið hamförum gegn Hauki syni Evu af því að það er búið að nafngreina veslings piltin og þökk sé þér og þínum líkum verður þetta látið hanga yfir honum það sem eftir er en þó ekki honum til háðungar heldur þeim sem ætla að reyna nota þetta gegn honum,ef að einhver kom beint að kjarna þess hér er í gangi þá var það hann með þessum gerningi.

þú hefur margoft klifað á því að "þessir" mótmælendur séu komnir úr röðum vinstri grænna og allt vont sé þaðan komið en "þessir" mótmælendur hafa ekki kennt sig við neinn flokk eftir sem ég best veit þó að þú og þínir hafa verið duglegir við að reyna tengja þá saman með engum árangri.

þessar hetjur hafa kennt sig við einn mannkost sem þú og ALLIR alþingismenn mættu tileinka sér... þ.e.a.s  HEILINDI!

Sigurður H (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 13:12

26 identicon

Ruslana.

Ástæðan fyrir því að langflestir þeirra sem mæta á Austurvöll hylja ekki andlit sín er sú að það hefur aldrei hvarflað að þeim að það sé ástæða til þess.  Þeir vita ekkert hversu vel er fylgst með okkur. Þeir hafa aldrei orðið vitni að lögregluofbeldi og það er bara nokkuð sem maður trúir ekki fyrr en maður sér það sjálfur.

Langflestir þeirra hafa aldrei komið nálægt neinum mótmælaaðgerðum sem nálgast það að ögra ramma hefðarinnar og/eða laganna og eiga því ekki á hættu að lenda ósjálfrátt í annaðhvort ofsóknum eða persónudýrkun, hvað þá að verða handteknir (aktivistar lenda t.d. reyglulega í handahófskenndum handtökum) eða verða fyrir lögregluofbeldi.

Það er einfaldlega meiri ástæða fyrir þá sem hafa tekið þátt í eða telja líkur á að þeir muni taka þátt í, beinum aðgerðum að hylja andlit sín.

Ég hef ekki hulið andlit mitt sjálf og þess vegna er ég nú allt í einu lent í því að það rignir yfir mig pósti og símtölum frá allskonar fólki sem ýmist vill bara tjá sig eða 'panta' aðgerðir. Ég ætlaði aldrei að verða sérlegur ritari og símsvari  aktivistahreyfingarinnar og ég er svosem ekkert ósátt en það er sko langt frá því að hver sem er nenni að taka við ónæðinu sem fylgir þessu. Auk þessa hef ég bæði fengið hótanir og eins er fólk að setja mig á stall sem hæfir mér enganveginn. Sumir eru til þetta en ég mæli eindregið með því að þeir sem kæra sig ekki um slíkt, hugsi sig um áður en þeir hætta á að láta klína nafni sínu og andliti á málstað eða aðgerðir.  

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 13:34

27 identicon

Eva, ég er farin að skilja hvers vegna mótmælendur hylja andlit sín.  Það er greinilegt að ef fólk er farið að fá hringingar heim, hótanir og setja viðkomandi á stall (sem ekki vill vera á stalli) þá er betra að hylja andlit sitt.  Við lifum jú á upplýsingaöld þar sem hægt er að ná upplýsingum um nánast allt sem maður gerir.

Ég mun ekki amast lengur við klútum.  Vildi bara að hægt væri að hafa friðsamlegt mótmæli, en stundum dugar ekkert annað en öskur og spark.  Það þekkti ég í heilbrigðisgeiranum þegar dóttir mín barðist fyrir lífi sínu og lét það að lokum.

Ólöf de Bont (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 14:13

28 identicon

Eiga sem sagt mótmælendur ekki að bera ábyrgð á gjörðum sínum en ætlast svo til þess af öðrum..?? Kaldhæðnin þar. Það er nú bara þannig á íslandi sem er bara ansi gott að mínu mati að hér ríkir tjáningarfrelsi en menn þurfa að bera ábyrgð á skoðunum og gjörðum sínum fyrir dómstólum (ef það fer svo langt) og gildir það um alla..., líka mótmælendur!!! Þannig að ef fólk (þ.m.t. fólk sem er að mótmæla) brjóta af sér þá bera þau ábyrgð og það þýðir ekkert að fela sig á bak við svona rugl með klúta, klútarnir eru einungis til þess að komast undan ábyrgð og er þetta ekki líka frekar kaldhænislegt þegar þessir sömu mótmælendur eru að krefjast ábyrgðar af stjórnvöldum...Fólk stendur og fellur með skoðunum sínum...ÞETTA ER MÍN SKOÐUN OG ÉG STEND VIÐ HANA!!

Björg (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 17:37

29 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Heyr, heyr! Björg

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.12.2008 kl. 17:45

30 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Eva,  ég lýsi hér þeirri skoðun minni að að ég fordæmi fólk sem lætur ekki þitt einkalíf í friði, vegna skoðanna þinna.

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.12.2008 kl. 17:47

31 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Heheheh "ÞETTA ER MÍN SKOÐUN OG ÉG STEND VIÐ HANA!!"" Björg"

Hver er Björg? gaetir allt eins borid klut, myndir thekkjast betur thannig. 

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 12.12.2008 kl. 17:51

32 identicon

Björg Þorkelsdóttir.. erum bara tvær á landinu ég er yngri Björg.. Flettu því bara upp í þjóðskrá ef þú hefur vilt vita meira...

Björg Þorkelsdóttir (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 18:31

33 identicon

Á meðan lög þjóna þeim tilgangi að tryggja vald fámennra hugsmunahópa og framkvæmdavaldið þjónar þeim tilgangi að halda aftur af fólki sem rís gegn valdníðslu og spillingu, þá eru mótmæli sem ganga lengra en þeim háu herrum hentar.

Lög sem þjóna eiginhagsmunum ber að brjóta. Ég ætla að taka öfgafullt dæmi til útskýringar.

Í landi nokkru gilda þau lög að herinn má reka fólk út af heimili sínu um miðja nótt og án fyrirvara og skjóta nágranna fórnarlambanna út um stofugluggann. Hver sá sem reynir að verjast slíkum aðgerðum eða mótmæla þeim skal sæta refsingu. Sé hann grunaður um að hafa gengið svo langt að kasta steini í átt að hernum, er lágmarksrefsing 3ja ára fangelsi, og þar af 3 mánuðir sem pyndingar eru ástundaðar daglega eða þar til glæpamaðurinn játar sekt sína. Ekki þarf að gefa upp neina ástæðu fyrir handtökunni eða fyrir dómnum, það getur allt saman vel flokkast sem 'öryggismál'. 

Ætti fólk í slíku samfélagi (sem er raunverulegt) að virða lögin? Ætti það að taka ábyrgð á gjörðum sínum og sætta sig við fangelsun og pyndingar?

Þetta er allt annað segir einhver. Við búum ekki í fasistaríki, hér ríkir lýðræði og réttlæti og allir eru jafnir fyrir lögum.

Reyndar er það ekki alveg svona einfalt. Staðreyndin er sú að hér komast stórfyrirtæki upp með lögbrot án þess að þurfa að taka neina ábyrgð á þeim. Þeir sem trufla þau í þessum lögbrotum sínum eru hinsvegar handteknir, ákærðir og dæmdir. Þetta hefur sýnt sig í baráttu umhverfissinna og nú þegar eigendur annarra stórfyrirtækja hafa gengið svo langt í þjófnaði og svikum að þjóðin situr uppi gjaldþrota, þá eru þeir ekki dregnir til ábyrgðar, heldur eru þeir handteknir sem krefjast þess að yfirvöld sem greiddu götu þeirra, settu lög í þágu þeirra og héldu yfir þeir hlífiskildi, víki.

Á meðan þetta er réttlætið sem við búum við; á meðan stórfiskarnir þurfa ekki að axla neina ábyrgð, er rétt, gott og eðlilegt að smáfiskarnir spyrni á móti án þess að dæma sjálfa sig úr leik með því að gefa höggstað á sér. 

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 18:32

34 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Nei va Bjorg gaeti ekki verid meira sama, fannst thetta bara fyndid. 

Annars er eg ekkert hrifin af motmaelum sem ganga ut a ofbeldi og eydileggingu.  Svo lengi sem motmaeli eru fridsamleg og folk kann ad haga ser ma folk fela sig eins og thad vill min vegna, enda brytur thad ekkert af ser svoleidis.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 12.12.2008 kl. 18:41

35 identicon

Svona til að þjóna athyglissýki minni vil ég koma að einu í viðbót. Afstaða mín til nafnleysis á netinu er svipuð og afstaða mín til klútsins. Mér finnst í góðu lagi að fólk leyni nafni sínu þegar það ræðir stjórnmál og samfélagsleg málefni.  Hinsvegar þegar um er að ræða eitthvað sem snertir fólk persónulega, þá er bara allt annað á ferðinni. Mér finnst t.d. ekkert athugavert við að Björg gefi ekki upp fullt nafn þegar hún er mér ósammála um það hvort klúturinn sé réttlætanlegur eða ekki. Mér finnst hinsvegar rangt að þeim sem finna hjá sér hvöt til að slengja fram órökstuddu skítkasti um mig og mína, að gefa ekki upp nafn.

Á sama hátt myndi ég aldrei verja það ef grímuklætt fólk kastaði eggjum í hús Bjargar til að koma því að framfæri að hún sé leiðinleg (hversu satt sem það kann að vera), enda þótt ég sé fullkomlega sátt við að grímuklætt fólk kasti eggjum í Stjórnarráðið til að lýsa því yfir að ríkisstjórnin sé vanhæf.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 18:44

36 identicon

Ég var ekki að commenta neitt sérstaklega í þína skoðanir Eva.. og veit hreinlega ekki hvort ég á að nenna að vera í skoðanaskiptum við þig þar sem ég veit þína afstöðu og þú mína þannig að það hefur ekki mikið upp á sig...

"Á sama hátt myndi ég aldrei verja það ef grímuklætt fólk kastaði eggjum í hús Bjargar til að koma því að framfæri að hún sé leiðinleg (hversu satt sem það kann að vera),"

Veit ekki ástæðuna fyrir því að þú rökstyðjir mál þitt með þessum hætti. Ertu að segja að ég sé hugsanlega leiðinleg vegna þess að ég er annarrar skoðunar en þú??  Kannski, kannski ekki. Ég þekki þig hreinlega ekki nóg til að dæma hvor sé leiðinlegri ég eða þú, í raun skiptir það engu máli.

Allavega ertu þá að segja að þú réttlætir eitt lögbrot en annað ekki. Sé engan mun á þessu.

Mér finnst í fínasta lagi að fólk mótmæli svo lengi sem það brjóti ekki lögin, eða gangi á réttindi annarra sem er í rauninni það sama. Í lýðræðisríkinu sem við búum í þá á að skera úr um ágreininga fyrir dómstólum en ekki í reiðiskasti með eggjabakka að vopni..  

Björg Þorkelsdóttir (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 19:05

37 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"Staðreyndin er sú að hér komast stórfyrirtæki upp með lögbrot án þess að þurfa að taka neina ábyrgð á þeim".

Gætirðu rökstutt þetta nánar, Eva?

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.12.2008 kl. 19:33

38 identicon

Það eru náttúrulega álfyrirtækin sem eru í algeru uppáhaldi hjá mér þegar kemur að lögbrotum sem stjórnvöld leggja blessun sína yfir. Bygging álversins á Reyðarfirði hófst t.d. án þess að meginskilyrði starfsleyfisins, þ.e. mat á umhverfisáhrifum lægi fyrir. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu en samt var vinnan ekki stöðvuð nema þessa 6 klukkutíma sem sonur minn hékk uppi í byggingarkrana.  Almennt vinna álfyrirtækin þannig hér á landi. Hefja framkvæmdir í leyfisleysi og svo er leyfi gefið á þeirri forsendu að framkvæmdir séu hvort sem er hafnar.

Síðustu vikur höfum við svo séð endlaus dæmi um vægast sagt vafasöm vinnubrögð í bankakerfinu að maður tali nú ekki um siðleysu á borð við svikamyllu FL group og enginn verið handtekinn enn. Þetta er svosem efni í margar færslur og ég má ekki vera að því að skrifa meira núna en það er úr nógu moða. 

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 12:48

39 Smámynd: Ólöf de Bont

Við vitum að litli maðurinn fær sjaldnast nokkru ráðið.  Því miður virðist það vera svo að hávær og skaðleg mótmæli séu það eina sem breyti hlutum.  Við skulum líka samt muna að við héldum kjafti meðan góðæri ríkti í landinu og héldum að okkur höndum nema fámennur hópur ungra mótmælenda og nokkrir aldnir.

Ólöf de Bont, 13.12.2008 kl. 14:22

40 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þegar bygging álversins á Reyðarfirði hófst, þá lá fyrir umhverfismat og öll lögbundin leyfi fyrir álverksmiðju á staðnum. En af því að um sömu verksmiðju var ekki að ræða og upphaflegt mat gerði ráð fyrir, þá kærði Hjörleifur Guttormsson málið. Framkvæmdaraðilinn reiknaði með að þar sem núverandi verksmiðja er um 25% minni en áður fyrirhuguð verksmiðja Norsk Hydro, þá töldu þeir að ekki þyrfti nýtt mat. Hæstiréttur var á öðru máli vegna þess að mengunarbúnaður verksmiðjanna var ekki eins. Alcoa tók þá "áhættu" að halda verkinu áfram, þrátt fyrir dóm hæstaréttar, því þeir mátu það svo að matið myndi ekki koma í veg fyrir að verksmiðjan risi, enda hefði það verið út í hött. Það er ekki rétt hjá þér Eva, að álfyrirtæki hefji framkvæmdir í  leyfisleysi, þú verður að hafa staðreyndir á hreinu ef þú vilt að tekið sé mark á þér. 

Ekki var sett lögbann á framkvæmdirnar, aðeins krafist nýs umhverfismats og það var framkvæmt á lögbundin hátt. Að halda því fram að umhverfismat sýni jákvæða niðurstöðu á þeirri forsendu að framkvæmdir séu þegar hafnar, er málflutningur sem aðeins illa upplýst fólk trúir.

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.12.2008 kl. 14:53

41 identicon

Gunnar veistu hvaða fyrirtæki sjá um umhverfismat fyrir stóriðju á Íslandi og hefurðu heyrt eitthvað um að hlutleysi þeirra kunni að vera vafasamt?

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 16:24

42 Smámynd: MacGyver

Þar sem sumiröfgahópar innan mótmælendahópsins hafa þegar beitt ofbeldi og framið lagabrot til þess að tjá sína skoðun þá er það alveg réttlátanlegt af lögreglu að mynda alla mótmælendur ef einn daginn myndi einn eða nokkrir af þeim fremja mjög alvarlegt brot  og lögreglan myndi svo nota myndir úr gamlar göngur til þess að finna þetta fólk.

MacGyver, 13.12.2008 kl. 16:53

43 identicon

Hvaða mótmælendur hafa beitt ofbeldi?

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 17:12

44 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er ekkert óeðlilegt að framkvæmdaaðili kosti umhverfismat og í raunin mjög réttlátt. Um þetta eru lög og þau eru eins í þeim lýðræðislöndum sem við berum okkur saman við. Viltu að umhverfismatið sé greitt úr vösum skattgreiðenda?

 Til þess að gera umhverfismat þá þarf framkvæmdaaðilinn að fá til þess hæfa matsmenn og þú ert að draga hæfi, hlutleysi og heiðarleika vísindamanna sem starfa sjálfstætt, hver á sínu sviði. Að loknu matinu er það yfirfarið og hægt er að gera athugasemdir við það.

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.12.2008 kl. 17:28

45 Smámynd: Sævar Einarsson

MacGyver,ertu að meina svona mótmælendur eins og Falun Gong sem  lögreglan barði niður og braut á rétti fólksins til að mótmæla ?

Sævar Einarsson, 13.12.2008 kl. 19:58

46 identicon

eiginlega virðist það ekki skipta neinu máli hvort fólk hylji andlit sitt eður ei,hér á landinu bláa virðast sumir komast upp með að RÆNA þjóð sína blygðunar og GRÍMULAUST og svo er ómálefnalegum hægriöfgamönnum og fíflum einsog Gunnari Th sleppt lausum á lyklaborð,það er allt á sömu bókina fært á þessum útnára andskotans...ég flyt af landi eftir hátíðarnar 

Sigurður H (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 19:21

47 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Er þetta loforð, Sigurður?

Gunnar Th. Gunnarsson, 14.12.2008 kl. 19:27

48 identicon

já Gunnar þetta er loforð,það sést á þér að svínin eru jafnari en önnur á þessu býli en mér gæti dottið í hug að koma við hjá þér fyrir austan áður en ég fer í norrænu og látið þig fá smá kveðjugjöf helvískur

Sigurður H (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 11:34

49 identicon

Blessaður Sigurður H.

Taktu slaginn með okkur hérna heima sem viljum réttlátt og skefjalaust uppgjör og að óaldarlýðurinn og krimmarnir verði látnir sæta ábyrgð.
Síðan geturðu skellt þér erlendis ef þér sýnist svo.

En láttu ekki svona dusilmenni eins og Gunnar Th og hans líka standa uppi sem sigurvegara í þessari baráttu þjóðarinnar fyrir endurhæfingu alls hins góða hér  á landi.

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband