Fæðingarleynd

Það ríkir leynd á milli mín og móður minnar hvað gerðist þennan dag fyrir 55 árum síðan.  Það er enginn hallarekstur á þessari leynd heldur bara gróska, þroski og þokki.

Kyrrðarstund

Ég hef ætíð verið hrifin af kyrrð í bland við kröftug mótmæli.  Hörður er flottur, en það eru að koma jól og þá má ekki mótmæla.  Sússi gæti vaknað.
mbl.is Öflugt andóf boðað eftir jól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Próf

Ég ætla að fara og þreyta próf í íslensku.  Ekki veitir af ef maður ætlar að rífa kjaft á réttu máli og láta hina og þessa hafa það óþvegið málsfarslega rétt.  Ein og ein stafsetningarvilla er þó vel þegin þar sem stílbrotið gerir skrifin skemmtilegri.

Nú er bara að þjóta út, skafa af bílnum, muna að taka pennaveskið með sér og signa sig að gömlum sið. 


Hulin andlit

Ég skil ekki afhverju fólk þarf að hylja andlit sín þegar það mótmælir því ranglæti sem átt hefur sér stað í fjármálageiranum á Íslandi.  Afhverju er það hrætt við að þekkjast?  Hafi maður skoðun/álit þá á maður að standa á bak við hana.
mbl.is Raddir fólksins hjá saksóknara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjárlög

Blessuð ríkisstjórnin hefur víst ekkert annað val en að ráðast á þá sem lægst eru settir í þjóðfélagsstiganum.  Svona er það nú, lágstéttin blæðir en hástéttin heldur sínu.


mbl.is Blóðug fjárlög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gjaldahækkun

Héldum við virkilega að Jón eða Gunna slyppu við að taka á sig sukkið og svínaríð sem útrásarvíkingar og stjórnvöld hafa staðið að síðustu ár.  Eignaskattur hlýtur að vera lagður á aftur svo hægt sé að fá enn meir út úr almúganum, sem eins og Skarfur benti mér á er nánast eigna- og atvinnulaus. Ég hef víst sofið að feigðarósi síðustu tíma góðæris og veit ekki hvaða skattar eru lagðir á þjóðina núna. 

Verst að maður fitnar af hafragrautnum og mörinni sem maður er farin að éta núna.


mbl.is Tekjuskattur og útsvar hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljótir strákar

Það eru allstaðar til fólk sem hefur það að atvinnu að vera þrjótar.  Í mínum augum eru þeir ekki Hrói Höttur.
mbl.is Vírus herjar á Facebook
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eigin lög

Við Íslendingar förum alltaf að eigin lögum.  Við búum þau bara til ef annað hentar ekki.  Menn verða nú að bjarga sér, sérstaklega ef þeir eru af nesinu með hvíta toppinn - þar eru víkingarnir hinir mestur... eða eru þeir ekki þaðan? 

Við vorum samt ákaflega hrifin af þessum bræðrum þegar vel gekk og fjárfestum eins og óð væru í öllum þeirra fyrirtækjum og nú sökkvum við með þeim.  Gott að ég kann að synda, og líka að syngja.


mbl.is Segja Bakkavör á svörtum lista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veltufyrirtæki

Afhverju tók ég ekki þátt í svona veltu þegar ég rak eigið fyrirtæki?  Ég hafði alveg tækifæri til þess að gera fyrirtækið gjaldþrota sem ég rak og taka til mín eignir áður en sá gjörningur yrði gerður.  Ég veit ekki hvort ég var heimsk eða gædd siðferðisvitund? ... Mér líður allavega ágætlega í dag.  Allar skuldir greiddar, fyrirtækið selt, babb sem kom í bátinn eftir sölu lagaði ég með greiðslu úr eigin vasa.  Kannski hafði ég of heiðarlegan endurskoðanda, ráðgjafa og lögmann sem ráðlögðu mér?  Ég sef betur og get horfst í augu við fólk án þess að roðna eða róa mig niður með lyfjum.
mbl.is Next og Noa Noa aftur í eigu sömu hjóna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki leiðin

Þetta er að mínu mati ekki leiðin til að ná fram tilgangi sínum, allra síst ef mótmælendur þurfa að hylja andlit sín.  Maður á að geta staðið sem andlit á bak við skoðanir sínar.  Ég sjálf er ekkert hress með ástand mála í þjóðfélaginu í dag hér heim eða þá hvar annarsstaðar í heiminum.  Stríð elur af sér stríð. 

Skoðun mín er samt sú að þeir sem ábyrgir eru fyrir því hvernig komið er fyrir þjóðina þurfi að svara til saka og taka afleiðingum gjörða sinna.


mbl.is Siv: Vildi helst hlaupa í felur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband