19.12.2008 | 10:22
Jólahjálpin
Ég er að velta því fyrir mér hverjum ég geti hjálpað um þessi jól. Eins og staðan er hjá mér í dag þá á ég nóg fyrir sjálfa mig og þá sem koma til mín í mat. Er það heppin að geta haldið 4 veislur í mánuðinum. En það er farið að taka í pyngjuna og ekki svo auðvelt að draga upp kortið núna þar sem tæpir 8 mánuðir eru síðan ég missti vinnuna. Ég hefði líka getað verið búin að missa vinnuna þó svo það hefði ekki komið kreppa, ég var svo kjaftfor launþegi og lét í mér heyra ef mér misbauð.
Ég man fátæktina þegar ég var barn, þá var ekki til svona hjálparstarfssemi, enda lá við að önnur hver fjölskylda væri fátæk og stóðu þá margir að jöfnu og var munurinn ekki svo mikill á milli þeirra sem áttu pening eða ekki. Meginþorri þjóðarinnar var fátækur en átti þó nóg. Fáar gjafir voru undir jólatrénu en þær sem þar voru geymdu gull og gersemar og alltaf var ilmurinn af hangiframparti dásamlegur, kartöflur í jafningi og sveskjugrautur með rjóma ef hann var til. Ég á hlýjar minningar um jólin, hvítan snjóinn sem lá yfir þorpinu, stjörnubjartur himinn og tvær skottur klæddar í nýsaumaða njáttkjóla að hlaupa holtið þvert og endilangt í svörtum stígvélum. Jól barnæsku minnar voru oftast litaðar gleði og tilhlökkun yfir fáum en dýrmætum pökkum. Minningar um spilakvöld á jóladagskveldi og endalausar legur undir sæng með nýjustu bókina í höndunum.
Ég velti því fyrir mér hvort við séum svona miklu fátækari núna en á sjötta áratugnum, eða hvort við séum bara orðin svo góðu vön? Auðvitað veit ég að þarna eru úti einstæðir foreldrar sem geta ekki veitt börnum sínum þær jólagjafir sem "hin" börnin fá, að það séu öryrkjar og atvinnulausir sem þurfa nú að skera við nögl og að bilið á milli þeirra sem fagna stórt eða þeirra sem rýrara fagna er orðið að stóru Ginnungargapi.
Það tekur í hjartað að vita að það séu margir sem eiga við sárt að binda um þessi jól. Mér finnst líka vont til þess að vita að stór hluti heimsins getur ekki brauðfætt sig eða fengið ferskst vatn vegna þess að 5% hluti þess fólks sem býr á jarðarkringlunni er það gráðugt að það tekur til sín allt.
![]() |
Sífellt fleiri leita aðstoðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.12.2008 | 14:58
Andlaus
Ég hef um ekkert að skrifa, en skrifa samt. Þversagnarkennt, ekki satt? Pólitík og það sem er í gangi er ekki að ná inn fyrir skelina og mér finnst eins og maður sé stöðugt að lemja hausnum utan í vegginn, lítið sem ekkert breytist þó svo maður gargi hátt og mikið. ´
Jólin framundan. Búin að skrifa jólakortin, senda pakka út á land. Pakkar barnabarnanna tilbúnir og dóttirin fær sitt líka í litlum flötum pakka. Tengdakærastasonurinn (þau eru par) fær eitthvað smávegis, svona til að halda honum góðum og lokka hann til þess að líka vel við tengdó, því við "tengdamæður "þykjum jú hræðilegt fyrirbæri.
Ég er þreytt eftir 20 eininga önn, það kom í ljós þegar ég sótti einkunnir mínar og verkin úr myndlistinni. Leirstyttan mín sprakk í brennslu og nú á ég bara myndir og brotin af þessu fyrsta leirverki mínu. En voila, ég lími bara saman brotin.
Desembermánuður, ekki alveg minn uppáhaldsmánuður. Ég verð alltaf smá döpur þegar jólin nálgast. Mig langar svo mikið til að vera glöð. Langar til að hafa alla ánægða í kringum mig og verð sorgmædd þegar maður skynjar einsemdina og vanmáttinn í kringum sig. En það er ekki mitt að hafa áhyggjur af lífi annarra, það hjálpar engum. Samt þegar jólin eru gengin í garð og sest er að jólaborði áður en gjafir eru opnaðar þá fer um mig ánægjuhrollur, spennan er að baki og nú er bara að njóta.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.12.2008 | 14:45
Einkunir annarinnar
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
16.12.2008 | 10:35
Mótmælum hætt
![]() |
Mótmælum hætt á Tjarnargötu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.12.2008 | 23:03
Maðurinn með hattinn
Sem kom ætíð fram sem ærlegur og heiðarlegur blaðamaður er nú búinn að koma upp um sig. Ég held að vírusinn siðblinda sé orðinn ægilegri og nánast jafn slæmur og svarti dauði á miðöldum. Menn ljúga í kross og það sýnir sig að fjölmiðlum er ekki treystandi. Þegar hægt að kaupa Reyni til að þegja þá er það staðreynd þess að peningagreifarnir hafa völdin á bak við tjöldin, en ekki sannleikurinn látinn liggja á milli hluta eða hagræddur eftir þörfum.
Ég þarf aðeins að skoða eigið brjóst og athuga hvort smitið hafi náð til mín. Það eru komnir svartir blettir á tunguna á mörgum eins og sunnudagaskólinn kenndi þegar ég var barn. Nú ætla ég að fara að bursta tennur og tungu.
![]() |
Íhugar málsókn gegn Kastljósi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.12.2008 | 22:45
Bílvelta
![]() |
Bílvelta undir Ólafsvíkurenni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
15.12.2008 | 19:06
Prjónað í kreppu
Ég er sammála Vilborgu að um heimskreppu sé að ræða, sem komi sér hart niður á Íslandi í ljósi þess að ráðamenn sváfu á verðinum og að almenningur flaut sofandi að feigðarósi. Við þjóðin í landinu eru þau sem kusu stjórnina til valda, héldum að samkrull D og S myndi færa Íslandi velferðarþjóðfélag, en svo er ekki. Vegna sofandaháttar stjórnmálamanna höfum við orðið verr út úr kreppunni en ella og tökum við nú ábyrgð á því fyrir hönd ráðherra og auðmanna. Ég ætla að axla mína ábyrgð á því að hafa keypt hlutabréf og tapað - græðgisgenið í mér vaknaði og kom mér á óvart, eða?
Ég hef áhyggjur af unga fólkinu okkar, því þetta ástand kemur verst niður á þeim, ásamt öldruðum og öryrkjum.
![]() |
Mótmælir og stagar í sokka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.12.2008 | 14:51
Lágvöruverslun
![]() |
Hyggst stofna lágvöruverðsverslun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.12.2008 | 11:12
Brownie´s
Það er alltaf sama sagan. Fullorðnir krakkar að slást í sandkassa og arga síðan hver eigi stórasta hvað í heimi. Ég er mötuð af því sem ég les í blöðum og svo því sem gerist á eigin skinni í breytingum sem verða á þjóðfélagsháttum. Ég blómstra að hluta til í góðæri en það sækir líka að mér leiði og þungi. Þegar við (Íslendingar) verðum aftur eins og við vorum - þurftum að taka á honum stóra okkar - þá birtist tilgangurinn. Ég þarf að hafa fyrir því að njóta lífsins. Góðærið gerði mig gráðuga og feita.
Samt er það skelfilegt til þess að hugsa að skapgerðarbrestir eða von um völd, frama og frægð umbreyti fólki á þá vísu að það sparki í fámennara liðið, ég vil ekki segja minnimáttar því það erum við Íslendingar ekki. Allt þetta jakkaklædda fólk sem stýrir heiminum hugar mest að eigin velferð, en innan um eru þó alltaf heiðvirðir einstaklingar sem bera hag þjóða sinnar fyrir brjósti og rísa ofar þeim sem fela sig.
Þekki ekki Gordon Brown persónulega, en honum hefur örugglega verið stýrt af æðri hendi og sagt að taka í hnakkadrambið á víkingunum sem voru að leggja undir sig England að nýju og voru að endurgera atburðinn þegar norrænir víkingar herjuðu á Lindisfarne og hleyptu öllu þar í bál og brand.
Það er von mín að sem fæstir lendi á vonarvöl á þeim tímum sem nú eru framundan, en það er vissan að þeir féminni finna verst fyrir kreppunni.
![]() |
Brown sparkaði í Íslendinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
13.12.2008 | 23:50
Hótaði hún
![]() |
Hótaði formaður Samfylkingar stjórnarslitum? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)