Eymd og hagnaður

Ég ætla að ég verði ekki elt uppi fyrir að hafa skoðun á glæpastarfsemi sem tengist fíkniefnahagnaði.  Þessi andskoti hefur alltaf verið til frá örófi alda.  Brugguðu menn ekki hér á öldum áður?  Á mínum blómaárum var kannabisefnum smyglað til landsins í mismunandi stórum skömmtum - ég þorði aldrei að flytja inn eða út nokkurskonar efni - menn drekka áfengi, reykja ópíum- eða kannabistengdefni, sniffa af bensíni, nota læknadóp og þar frameftir götum. 

Málið er, þarna úti eru vel menntaðir menn með viðskiptavit í bland við brenglaða siðferðisvitund sem nýta sér veikleika þeirra sem eiga erfitt með að lifa daglegu lífi án tilkomu einhverrar vímu.  Þetta er ekki hann illa greindi Jón eða ruglaða Gunna sem skipuleggja starfsemina, þau eru bara burðardýrin sem taka á sig fangelsisdómana.

Glæpastarfsemin er þaulskipulögð af vel gefnu, vel menntuðu fólki sem sjálft kemur ekki nálægt noktun þessara efna þ.e. ef ég hef getið rétt í eyðurnar.

Ég þakka fyrir að hafa ekki snert sopa af vínanda í tæp 30 ár, ekki fengið mér í haus og ekki lagst út í skipulagðan innflutning eins og ég veit að sumir edrú vel gefnir skammlausir fíklar hafa gert.


mbl.is Fíkniefnahagnaði ráðstafað hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Finnbogason

Vegna sögunnar ætti okkur að vera ljóst að það verður aldrei komið í veg fyrir þennan fjanda, afsakið orðbragðið. Við verðum að snúa okkur að öðrum lausnum en auka eftirlit til að draga úr neikvæðum áhrifum fíkniefna á samfélagið.

Leyfa sölu og auka forvarnir er eina vitið, að mínu mati.

Jón Finnbogason, 17.2.2009 kl. 12:33

2 Smámynd: Zaraþústra

Afnema bara lögbannið.  Það gerði gæfumuninn að afnema áfengisbannið, það sama gildir um önnur fíkniefni: þú losnar við mest alla skipulagða glæpastarfssemi enda er hún oftast fjármögnuð með fíkniefnasölu eða snýst um hana, það verður haft eftirlit með efnunum sem eru seld og þá veit fólk að það er að taka inn alsælu en ekki eitthvað bland í poka þegar það kaupir sér E-töflu, það væri hægt að skattleggja efnin og þannig hagnast af þeim hundruð milljónum sem menn eru að velta í þessum viðskiptum.  Fikniefnavandinn er heilbrigðisvandamál ekki löggæsluvandmamál.

Zaraþústra, 17.2.2009 kl. 12:45

3 identicon

Vændi er komið til að vera á íslandi það er staðreynd að menn sem fara erlendis 

kynnast konum í Tælandi  (Phuket sem er bara 1 stór vændisstaður ) sem selja sig og koma með þær hingað 

þar sem þær giftast karlinum enn samt halda þær áfram í vændi

auk þess eru þetta oftast konur með krakka sem engin vill í Tælandi

síðan hefur sama lið verið að flytja inn ættingja sem eru ekkert skyldir þeim 

gegn greiðslu og ekkert er gert . auk þess hafa karlmenn og konur frá 

Asíu enn verið gift þegar það giftir sig á íslandi með aðstoð túlka sem þýða pappíra 

rangt gegn greiðslu . þá er komin upp sú staða sem Tvíkvæmni og er næstum

orðin lögleg á íslandi vegna þessara atburða .

annars er hægt að laga þetta með aðstoð túlka frá öðru landi sem eru ekki að

falsa opinbera pappíra

TraderX (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 15:58

4 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Það mundi skerða tekjur glæpasamtaka um sirka 50-60% að lögleiða fíkniefni og þau mundu flest öll hrynja,gengum mundi fækka gífurlega því þau gætu varla hagnast nema á vopnasölu og innbrotum sem er bara smotterí á móti fíkniefnagróðanum.

Alexander Kristófer Gústafsson, 17.2.2009 kl. 17:37

5 Smámynd: Hlédís

Sammála, Alexander! Hef lengi talið líklegast að áróður um síherta löggjöf gegn fíkniefnum séu fjármagnaður með fíkniefnagróða.  Rökrétt ályktun, þar sem seljendur "hörðustu" efnanna græða mest á banni. Við þekkjum kenningu um að slíkir "Barónar" standi að baki aðförinni að Kristjaníu í Köben.

Hlédís, 17.2.2009 kl. 23:06

6 Smámynd: Ólöf de Bont

Samála Hlédísi og Alexander.

Ólöf de Bont, 18.2.2009 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband