Söm hamingja

Ég er söm við mig.  Þrátt fyrir allt sem bjátað hefur á í mínu lífi, tilfinningahrun, barnahrun, efnahagslegt hrun þá hef ég ekki glatað hæfileikanum að hlægja og ands... hafi það að ég hlægji bara ekki meira núna þessa dagana þegar fallvaltleikinn er svona nálægur manni.  Ég komst nefninlega að því að peningar, eignir og endalausar utanlandsferði væru hvorki að gera mig hamingjusamari eða grennri og enn síður yngri.

Núna á ég hláturinn og ég hlæ eins og barn, skellihlæ og slæ á lærið á mér í hlátrasköllunum.  Á eftir fer ég í ómun á höfði og er drulluhrædd við innilokun, eina leiðin til að minnka óttann er að hlægja og þá hringi ég í vinkonu eða vin og hlæ.

En það er ekki hlægjandi að þegar gjaldþrot blasir við ungu fólki með fjölskyldu eða gömlu fólki sem hafa tapað sínu spariféi.  Það er ekki hlægjandi að heimsku (jú, menntað og gáfað fólk getur verið eðlislega heimskt á einhverju plani) stjórnarmanna sem lifa eins og apar í demantsskreyttu búri og halda að þeir eigi allan heiminn afþví þeir sjá ekki lengra en nef þeirra nær.  Það er ekki hlægjandi að eðlilegri manneskju sem breytist í háflvitann Jóakim Önd þegar peningarnir streyma til þeirra.

En, hahahaha... í dag hlæ ég að sjálfri mér og eigin ótta.


mbl.is Segir Íslendinga enn hamingjusama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Rut Sumarliðadóttir, 18.2.2009 kl. 11:13

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Það er gott að geta séð skoplegu hliðarnar á lífinu þó erfiðleikar steðji að.        

Það er líklega rétt, maður ætti að hlægja aðeins meira. 

Þorsteinn H. Gunnarsson, 19.2.2009 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband