Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Samrunaslit

Þá er það komið á hreint, það er til lýðræði á Íslandi og við erum að hörfa frá því að verða einokunarhagsmunum að bráð.  Fréttir hefðu verið mataðar okkur eftir hentugleika þeirra sem stýra landinu.  Við hefðum ekki fengið fréttir af þeirri stöðu sem landið er í núna, en það hefði verið erfiðara að útiloka aðgengi að erlendum fréttamiðlum.  Ég fagna þessari ákvörðun og tel hana hina einu réttu.  Fréttamiðlar eiga ekki að vera í eigu eins og sama aðila.  Það er okkur nauðsynlegt að geta rýnt í mismunandir skoðanir manna, pólitískra eður ei.  Mig hryllir við þeirri stöðu sem við hefðum endað í að lokum rúin því frelsi að fá vitneskju um það sem er réttilega að gerast í heiminum, eða því sem næst og ekki fengið að hafa áhrif á stöðu mála með skoðunum okkar og valfrelsi.

Eitt verðum við þó víst að sætta okkur við, það eru alltaf fullt af einstaklingum sem vilja ráða öllu.


mbl.is Samruni Árvakurs og Fréttablaðsins ógiltur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föst

Sú stefna sem hefur verið viðhöfð síðastliðna áratugi í verðbótarmálum er skelfileg og beinist eingöngu að því að gera ríka ríkari og fátæka fátækari.  Ef svona heldur áfram þá eignast lífeyrissjóðir og bankar stærstan hluta af íbúðum sem er svo ekki hægt að áframleigja nema með okurleigu eða þá að íbúðirnar standa tómar vegna þess að ungt fólk flyst búferlum til útlanda.

Maður sjálfur bjó þröngt sem barn, fimm manna fjölskylda í 2ja herbergja íbúð en það átti bara við svo stóran hóp fólks, svo mér finnst það ekki drepa neinn þó svo börn deili herbergi, en að sjá lán hækka á móti eignarlækkun er skelfileg.  Það er eins og að stíga í kviksyndi, það er ekki hægt að komast upp úr því.

Því fyrr sem verðtrygging er afnumin því betra.  En það eru margir sem eru ekki sammála lækkun verðtryggingar t.d. lífeyrissjóðir og  bankar, verðtryggingin heldur þeim að hluta til gangandi.


mbl.is Föst í of lítilli íbúð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skapshöfn

Það er engin manneskja skaplaus, surmir hafa meira meðan aðrir eru frá fæðingu tempraðri.   Það þarf skapsmikla menn og konur til að stýra þjóðinni, það hefur sýnt sig og sannað í gegnum aldirnar hvar sem á er litið í heiminum.  Við höfum einnig séð að þeir sem hafa stýrt þjóðum hafa misst tökin á skapi sínu og í ofurmennsku sinni ekki ráðið við sjálfa sig og lent á stað sjálfshyggju og dýrkunnar.  Enn og aftur, ritari þessa bloggs þekkir ekki til ÓRG eða OD persónulega, hef aldrei átt við þá orðræður, hvað þá tekið í hendina á þeim, en eitt er víst, mennirnir eru umdeildir og virðast með skapi sínu og þeim sem þeir flokka í kringum sig komið lítilli þjóð á kortið hvað varðar bræði og frekju.  Þetta minnir mig dulítið á einræðisherra í Afríku eða þá annarsstaðar í heiminum, það er sá freki og stóri sem ræður með hjörð sinni.

Værum við ekki með alla þessa skapgerðarbresti og kynnum við að gefa eftir og stíga úr stól þá mætti kannski segja að þjóðarskútan sigldi eftir öðrum seglum en hún gerir í dag.

Erum við kannski ekki oft djúpt sokkinn til þess að geta risið á fætur aftur og bætt um betur, eða munu þessir menn fylgja rödd þjóðarinnar og bjóða öðrum stólinn sinn.  Þeir hafa setið lengi og lifa ekki við sult og seyru.

En vafalaust eins og allar aðrar manneskjur þá eru þeir góðir í kjarna sínum, þeirra kjarni splundraðist bara í aðra átt en margra annarra.

Sjálf er ég ekki laus við bresti, frekju og sjálfshyggju.  Ég hef bara vit á því að flækja ekki of mörgum með í minni eigin skapsfýlu.


mbl.is Skapstóri forsetinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Davíð og Jóhanna

Þetta er orðinn pínu farsi.  Tippatog um fólk og stöðu þess.  Nær var að ganga til verka og laga það sem þarf að laga og einn karl í banka ætti ekki að stoppa allt streymið.  Hann er nú þrjóskur og sjálfum sér samkvæmur hann Davíð, en það er Jóhanna líka.  Vonandi stöðvast samt þetta einvígi og að endurreisn hefjist hér hið fyrsta.
mbl.is Lýsir miklum vonbrigðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afskriftir

Verða allir þessi einstaklingar og fyrirtæki gjaldþrota? Eða eru þetta fólkið sem hefur skotið sínu undan?  Ætli það verði ekki Jón og Gunna sem þurfa að borga brúsann og horfa eftir sparnaðinum sínum í hít froðusnakkana sem urðu græðginni á vald!
mbl.is Afskrifa tæpa þúsund milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nornaveiðar

Verð að segja að ég átta mig ekki alveg á því sem Kjartan skrifar.  Er Kjartan ekki bara ágætis maður í sínum eigin bakgarði?  Er maður oftast ekki góður heima hjá sér og í vinarboðum? - Það er nú aldeilis búið að ganga á í pólitíkinni undanfarin ár, sem hafa verið bæði góð og vond.  Hreinsanir og ofsóknari hafa viðgengist í hinum pólitíska heimi frá aldaröðli og hafa menn og flokkar ekki farið varhluta af því hér heima.  Símar hleraðir og menn ofsóttir ekki fyrir svo löngu síðan. 

Það er verið að segja kerfinu stríð á hendur, kerfi sem hefur komið heilli þjóð á klakann og því miður þá eru oftast fólk á bak við kerfið og ætíð einn sem trónir hæst í valdapýramídanum.  Þeir menn verða að taka höggið þegar kerfi hrynur og skilur eftir sig sviðna jörð.

Hvað eru það margir meðal almúgans sem þurfa að súpa seyðið af framgöngu fárra sem skiptu með sér auðlindum landsins, ætli þeir séu ekki taldir í þúsundum.  Ekki heyri ég skrifað eða sagt um þá að þeir séu ofsóttir.  Ofsóknirnar á hendur því fólki er að það stendur frammi fyrir því að standa uppi húsnæðislaust, margir hafa misst vinnuna og enn fleiri sparnaðinn til mögru áranna. 

Ég kaus Sjálfstæðisflokkinn síðast í fyrsta sinn á mínum kjöraldursrétti, vildi gefa þessum bláa flokki tækifæri og vera ekki fordómafull í garð kapitalismans.  Afhverju? Jú, í einfeldni minni trúði ég á mátt þess ríkidæmis sem við bjuggum við, það höfðu nánast allir nóg og mig óraði aldrei fyrir því að það færi sem fór.  Ég hef enga fordóma gagnvart persónum þessa flokks og mér finnst Þorgerður flott kona, Björn er Björn, Geir er varkár og svo mætti lengi telja.  Steingrímur kemur ætíð fyrir sjónir sem gargandi sköllótt ljón, en ég þekki ekki hjartalag hans.  Sama má um Ögmund segja þegar hann skakktalar um hitt og þetta.  Jóhanna er kjarnyrt kona sem hefur aldrei gefist upp en ég ætla henni ekki það að vilja refsa bara til að refsa, það er verið að kalla fólk til ábyrgðar.

Ég þarf að bera ábyrgð á gjörðum mínum og ef ég ríf kjaft í vinnunni þá er ég rekin.  Ef ég borga ekki skuldir mínar þá eru eignirnar teknar.  Ef ég geymi sparnaðinn minn í bankanum þá étur bankinn hann upp hvort heldur ég væli eða skæli.

Mér finnst sjálfsagt að skoða það sem úrskeiðis fór, að sannleikurinn komi upp á yfirborðið, að menn viðurkenni mistök sín (menn verða meiri fyrir það) og að menn óttist ekki að þeirra bakgarður verði skoðaður.

Kjartan er vel gefinn ríkur maður og örugglega með allt sitt á hreinu.


mbl.is Pólitískar hreinsanir og ofsóknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leið mig ei í freistni

Ég veit ekki hvort ég hefði nýtt mér þessa leið hefði ég átt næga peninga og enn verið að reka fyrirtæki.  Það er ótrúlegt hvað græðgin og sjálfshyggjan getur sótt mann heim og reynt að blinda mann.  Það eru alls staðar freistinga t.d. borga ekki vsk af iðnaðarvinnu, reyna að fá sem bestan skattafslátt og fara með peningana sína til skattaparadísa og þannig komast hjá því að byggja upp land þar sem hægt er að enda ævidagana í þeirri vissu að vel væri fyrir manni séð.  Það er nú þannig að allt kemur í hausinn á manni sem maður gerir.

Ég komst aldrei svo langt að geta komið mínum peningum út úr landi enda fékk ég enga hjálp eða aðstoð við það frá bankastarfsmönnum, það er frekar að peningar sem ég treysti banka fyrir rýrnuðu eða týndust og ekkert af þeim kemur til baka. 

Það eru margir í sömu sporum og ég að þurfa að hefja upp á nýtt sparnað til að geta auðveldað mér að lifa áhyggjulausu lífi sem gamalmenni.  Ég veit ekki hverjum ég á að þakka fyrir þá aðstoð.  Kannski má ég bara vera fegin að þurfa að byrja streðið upp á nýtt gigtveik og gömul eins og ég er í dag.  En, ég lifi bara fyrir daginn í dag.  Ég gæti verið dauð úr kulda á morgun.

Bankar á Íslandi hafa farið óvarlega með fé íslensks almennings meðan topparnir fengu allar þær ráðleggingar sem nauðsynlegar voru til þess að þeir þyrftu ekki að greiða skatta.  Ef enginn borgar skatta verður landið óbyggð hrjóstrug eyja í Atlandshafi þar sem fé og fuglar una sínu en mannfólkið fer landflóttaleiðina.


mbl.is Grunur um brot bankastarfsmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Baugur

Baugsmenn ætlast þó ekki til að landsmenn taki að sér að greiða fyrir sukkið sem þeir eru búnir að koma sér í á erlendri grund?  Við eigum nóg með það sem gerðist með hruni bankanna.  Jón Ásgeir og fleiri eru að ég held skítsama þó svo einhverjar 300.000 hræður lendi aftur í sauðsskónum og hafi varla að bíta og brenna. Skyldi  það nokkuð koma við kaunin á þeim þó svo Hagar fari á hausinn og dragi með sér nokkrar verslanakeðjur til heljar, þetta hefur hvort eð er verið hálfgert pókerspil hjá þeim sem hefur verið fjármagnað með íslenskum bönkum.  Ég veit að maður á ekki að vera að veitast að persónum, og það geri ég ekki beint, ég veitist að gjörðum þessara manna og þeim ógöngum sem þeir hafa komið þjóðinni í.  Ætli þessir menn hafi ekki komið sínum aurum vel fyrir þannig að þeir þurfi ekki að minnka lífsstandard sinn? -

Ég finn til með sukkurunum því eðli lögmálsins er að maður uppsker eins og maður sáir, jafnvel hinir siðblindu þurfa að lokum að narta í eigið rassgat.


mbl.is Glitnir gjaldfellir lán Baugs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sandkassaleikur

Það tekur í hausinn á manni þegar krakkaskrattar eru að rífast í sandkassa, ekki síst ef kassinn er með þaki sem rifnar af.  Ég var búin að gleyma mínum eigin fráhvarfseinkennum en ég held að þau séu að rifjast upp hjá mér núna.  Myndarlegur hópur á Alþingi, man ekki eftir svona mörgum í salnum áður og flestir með fúlan svip nema elsku Steingrímur sem glotti út í annað, loksins búinn að fá óskum sínum uppfyllt.

Væri bara hægt að fá alveg nýtt Alþingi nýþvegið upp úr Ajaxi..... við sitjum í fúlum grautarpotti af úldnu slátri.


mbl.is Mögnuð fráhvarfseinkenni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú gengur fram af mér

Á nú að fara að passa upp á að Baugsmenn haldi eigum sínum út á Bretlandseyjum.  Eru menn og þjóð orðin vita vitlaus?  Ég hef ekki heyrt annan eins andskota, fyrirgefið orðbragðið.  Kaffið sem ég er rétt í þessu að drekka eftir langan morgunsvefn bragðast allt í einu eins og biturt eitur.

Engar eignir á Íslandi en ef ég les rétt öll fjármögnun héðan.  Nú fer Landsbankinn aftur á sinn feita boss og almennir sparifjáreigendur fjármagna sukkið hans Jóns Ásgeirs.  Fjandinn hafi þetta ástand en ég óska engu fólki fjandans til.

Hvar er siðferðisvitund þessa fólks.  Er hægt að loka gjörsamlega á öll tengsl við samborgara sína og blóðmjólka þá meðan maður siglir um á lystisnekkju við strendur Cayman eyja.

 


mbl.is Baugur í greiðslustöðvun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband