Afskriftir

Verða allir þessi einstaklingar og fyrirtæki gjaldþrota? Eða eru þetta fólkið sem hefur skotið sínu undan?  Ætli það verði ekki Jón og Gunna sem þurfa að borga brúsann og horfa eftir sparnaðinum sínum í hít froðusnakkana sem urðu græðginni á vald!
mbl.is Afskrifa tæpa þúsund milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Því var lengi vel haldið fram af eigendum bankanna að þeir stæðu vel.

Eiginfjárstaða þeirra væri viðunandi og innan þeirra marka sem eftirlitsstofnanir

og stjórnvöld áskyldu. Handhafar ríkisvalds höfðu ekki uppi neinar efasemdir.

 

Viðskiptaráðherra og seðlabankastjórn voru svo grandalausir að þeir höfðu ekki

fyrir því að hittast og ræða um ástandið yfir kaffibolla.

 

Viðskiptaráðherra hefur sagt af sér, sem leiddi til falls ríkistjórnarinnar, stjórn og forstöðumaður Fjármálaeftirlitsins hafa sagt af sér, en tveir af þremur seðlabankastjórum virðast ætla að vígbúast upp í seðlabanka og fara hvergi.

 

Hér hefur viðgengist fjármálaástand sem er fordæmalaust. Og það er eðlileg krafa

almennings að þeir sem bera ábyrgð á því ástandi víki og sæti ábyrgð.

Ef  um refsiverða háttsemi er að ræða er það hlutverk saksóknara og dómstóla að skera úr um.

Þorsteinn H. Gunnarsson (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 10:54

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég er dauðþreitt á því hvernig fréttamenn tala í hálfkveðnum vísum. Almenningur á heimtingu á því að fá að vita hverjir þarna eiga í hlut og hvers vegna þetta er afskrifað en ekki annað.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 7.2.2009 kl. 18:07

3 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Fnykurinn magnast dag frá degi

Einar Örn Einarsson, 9.2.2009 kl. 04:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband