Föst

Sú stefna sem hefur verið viðhöfð síðastliðna áratugi í verðbótarmálum er skelfileg og beinist eingöngu að því að gera ríka ríkari og fátæka fátækari.  Ef svona heldur áfram þá eignast lífeyrissjóðir og bankar stærstan hluta af íbúðum sem er svo ekki hægt að áframleigja nema með okurleigu eða þá að íbúðirnar standa tómar vegna þess að ungt fólk flyst búferlum til útlanda.

Maður sjálfur bjó þröngt sem barn, fimm manna fjölskylda í 2ja herbergja íbúð en það átti bara við svo stóran hóp fólks, svo mér finnst það ekki drepa neinn þó svo börn deili herbergi, en að sjá lán hækka á móti eignarlækkun er skelfileg.  Það er eins og að stíga í kviksyndi, það er ekki hægt að komast upp úr því.

Því fyrr sem verðtrygging er afnumin því betra.  En það eru margir sem eru ekki sammála lækkun verðtryggingar t.d. lífeyrissjóðir og  bankar, verðtryggingin heldur þeim að hluta til gangandi.


mbl.is Föst í of lítilli íbúð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þér það drepur engan að búa þröngt, sjálf er ég í 80fm og við erum 4 í heimili. Maður verður bara að gera gott úr því sem maður hefur ekki satt?

En lánin eru að drepa alla það er alveg satt.

kv Inga

Inga Hrönn sverrisdóttir (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 13:37

2 identicon

Gerði mér það til gamans að slá inn hvað það vextir af óverðtryggðu láni þyrftu að vera hár miðað við 13.700.000. láni til 40.ára: Verðtryggða lánið ber 4.7% vexti svo reiknaði ég að verðbólgan´yrði að jafnað 5.5% sem ég tel vera nokkuð mikla bjartsýni á Íslandi í nánustu framtíð..

Enn niðurstaðan er þessi vexti á óverðtryggðu láni miða við þessa forsendur þyrfti að vera 23.5 %

Sem eru taldi OKUR vextir í öllum siðmenntuðum ríkjum

gaui (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 15:12

3 Smámynd: Hlédís

Nógu oft er búið að syna hve óskaplega miklu hærri upphæð er greidd af 30-40 ára verðtryggðu láni hérlendis en af jafnháu óverðtryggðu í nágrannaríkjum. Ég spyr sem fyrr: Eru lánastofnanir og ræningjar Íslands þegar komnir með haustak á nýrri ríkisstjórn? Afnám verðtyggingar virðist þegar orðið tabú  í staðinn koma klaufalegar tilraunir til að lengja í hengingaról fórnarlambanna sem rænd eru - það er kallað að "AÐLAGA fólkið"  lánunum! Hvað er á seyði? 

Hlédís, 12.2.2009 kl. 16:46

4 Smámynd: Ólöf de Bont

Ég sjálf bjó lengi erlendis en kaus að koma heim vegna landsins og fámennisins.  þar sem ég bjó voru lán á íbúðum viðráðanleg og tók það ca. 10-15 ár að greiða upp íbúðarkaup (við erum að tala um fyrir 23 árum síðan).  Fjárhagslega var lífið tiltölulega einfaldara og kröfur til lífsgæða minni en það sem þekkist hér heima.  Landið mitt kallaði þó á mig og hér sit ég föst í minni íbúð og atvinnulaus, hef það þó ekki slæmt miðað við marga aðra því mér lærðist að spara og skulda ekki of mikið meðan ég bjó erlendis.

Vextir eru hengingaról fyrir íslenskan almenning og ég veit ekki hvort ný ríkisstjórn nái að snúa blaðinu við.

Ekki hlakka ég til elliáranna er svona heldur áfram, það verða ekki til peningar til að halda uppi velferðarkerfi og gamlingjar munu þurfa að búa við sult og seyru þar sem unga fólkið mun vafalaust flýja land.

Ólöf de Bont, 12.2.2009 kl. 17:20

5 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Það þarf að afnema þennan ósóma sem er að koma öllum á hausinn. Og afskrifa hluta af skuldum fólk vegna íbúðakaupa. Koma svo.

Rut Sumarliðadóttir, 13.2.2009 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband