Sjálfslán...

Já takk, er þetta ekki einmitt gangur mála.  Það er enginn samhugur með almenningi sem þarf að lokum að borga brúsann fyrir nokkra útvalda siðspillinga.
mbl.is Sigurjón lánaði sjálfum sér fé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann skalf

Þungar drunur úr iðrum jarðar eins og einhver púki losað vind ærlega og hristi síðan til skorpuna.  Maður er hættur að kippa sér upp við hristinginn.  Vona bara að engir stórir komi í nótt meðan maður sefur.
mbl.is Skjálftinn mældist 4,7 stig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vextir

Vextir lagaðir að erlendum innlánsvöxtum.  Útlánsvextir verða ekki lagaðir að þeim erlendu og þar með ekki bara kominn rekstrartap banka og opinberra stofnana heldur verða heimilin enn verr sett því það borgar sig ekki lengur að spara til mögru áranna.

Þetta er áhugaverð staða að sjá hvernig þessi mál þróast!


mbl.is Ríkisbankarnir reknir með tapi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Illur Ástþór

Æi, góði jólasveinninn minn! - Ég má ekki til þess hugsa að þú stýrðir þjóðarskútunni.
mbl.is Ástþór illur út í RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Styrkir

Upp á borðið með þessa andskotans styrki.  Að sjálfsögðu þurfa stjórnmálamenn að kosta framboð sitt en það á þá að gera á heiðarlega mátann.  Þetta er nú meiri mellustandið á bæði fyrirtækjum og þingmönnum og menn eðlast sitt á hvað og halda framhjá meir en orð fá tjáð.

Hverjum á að treysta?  Fyrrverandi stjórn D og S hafa þegið styrki frá fyrirtækjum sem þeir nú vilja elta uppi og láta borga þann skaða sem þjóðin hefur hlotið af darraðadansi spilltra einstaklinga sem kalla sig hóp, fyrirtæki eða flokk....  samviska mín verður tærari eftir því sem meira kemur upp á pallborðið þegar mann draga frá tjöldin.


mbl.is Styrkirnir vegna tveggja prófkjara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Takk fyrir, búið!

Það þykir nú alltaf léttir þegar menn eru búnir að standa vertíð að slá saman lófum í hraustlegum takti og hrópa fagnandi "Takk fyrir, búið" og nú er bara fyllerí framundan.  Kannski er Gunnar bara feginn að þurfa ekki að standa vaktina næsta kjörtímabil þar sem byggja þarf upp á nýju á rústum síðustu stórna (tala um þær tvær á 2 árum)....... 

Ég hef aldrei verið eins óákveðin með mitt atkvæði eins og nú, en ég vona að það sem framundan sé hressi aðeins upp á landann og losi hann úr skuldaklafanum.  Að ekki verði landsflótti og að næg atvinna skapist á þessu ári til að halda fólki í andlegu heilbrigði.  Er ansi hrædd um að margir séu í lægð núna.


mbl.is Takk fyrir, búið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gengur það upp

Ætli dómstólar finni þessum málarekstri eitthvað að foráttu og dæmi bönkunum í hag?  Það er sorglegt hvernig komið er fyrir þjóðinni.

Fékk fréttir frá starfsmanni fyrirtækis í Hollandi sem ég verslaði lengi við, 13 sagt upp í fyrradag og kreppan er að hellast yfir þá þar.  Við vorum aðeins á undan. 

Það er mikill órói í heiminum þökk sé fjármálagræðgissnillingum.


mbl.is Lántakendur stefna og vilja lánum hnekkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heiður

Það hefur verið mikið um apa sem setið hafa á öxlum stjórnmálamanna sl. ár.  Þeir hafa hoppað á milli axla og hvatt menn áfram í því að sanka að sér og halda leyndu því sem í vasa rann.  Afhverju þurfti að hvíla leynd yfir því sem flokkar fengu í styrki frá hinum ýmsu fyrirtækjum nema um múturgreiðslur hafi verið að ráða.

Ég spyr mig, hvaða flokkur hefur ekki spillingu í sínum ranni?

Nú hef ég fullt leyfi til að ljúga, svíka, pretta og fela því þeir sem eiga að gefa fordæmi sýna mér og fleirum að hægt er að lifa tvöföldu lífi án þess að missa úr slag úr hjartslættinum.

Æi.....


mbl.is Heiður Sjálfstæðisflokksins ekki metinn til fjár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blah blah

Nú orðið sé ég allt í móðu þegar ég les um skilanefndir og deilur banka og auðjöfra sem nú eru orðnir fátækir-ari.  Þessum málum verður aldrei til lykta leitt og menn skýla sér á bak við hvern annan þó svo fréttamiðlar reyni að þyrla upp ryki.  Ég held það verði bara lítilmagninn sem eigi eftir að finna verst fyrir þessari erfiðustu kreppu síðan 1930.
mbl.is Kaupþing yfirtekur viðskiptaveldi Tchenguiz
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það logar

Mikið óskaplega hlýtur það að liggja þungt á þeim aðilum sem vita hver sannleikurinn er í þessu máli.  Fyrir mína hönd þá mun þessi flokkur ekki fá mitt atkvæði.  Það hefði kannski fengist hefðu menn stigið fram og sagt satt, því ekkert er betra en að fylgja flokki sem segir sannleika, leiðir fram sannleika og vinnur í sannleika.

Allt hið pólitíska líf á Íslandi er rotið og við lærum að rotna með.  Það er það sem unga fólkið er að fá í farteskið, ferill í falsi.


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn logar vegna styrkjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband