Gengur það upp

Ætli dómstólar finni þessum málarekstri eitthvað að foráttu og dæmi bönkunum í hag?  Það er sorglegt hvernig komið er fyrir þjóðinni.

Fékk fréttir frá starfsmanni fyrirtækis í Hollandi sem ég verslaði lengi við, 13 sagt upp í fyrradag og kreppan er að hellast yfir þá þar.  Við vorum aðeins á undan. 

Það er mikill órói í heiminum þökk sé fjármálagræðgissnillingum.


mbl.is Lántakendur stefna og vilja lánum hnekkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Láta reyna á það.. því þetta er jú ekkert annað en glæpur og þjófnaður að hækka lánin á þennan hátt, skuldari ber 100% ábyrgð, lánadrottinn 0% ábyrgð. Fjölskylda sem skuldaði 3 árslaun fyrir hrun, skuldar nú 4,5 árslaun, það er á sama tíma og húsnæðisverðið lækkar, og búið er að gjaldfella krónuna (50% launalækkun) fyrir utan þessar venjulegu launalækkanir sem koma til af minna starfshlutfalli o.s.frv. Allar forsendur eru brostnar fyrir þessum lánum. Einnig er glæpur að fólk getur ekki losað sig á nokkurn hátt, ekki einu sinni með gjaldþroti því það verður elt út yfir gröf og dauða.

Guðjón Atlason (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 08:44

2 identicon

Jú víst er það rétt að það kreppir að víða, en hvergi annarsstaðar eru húsnæðislán verðtryggð á sama hátt og hér. Forsendubresturinn er því meiri hér á landi en annarsstaðar.

Hanna (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 09:33

3 identicon

Við verðum að reyna ALLT .Annar góður lögmaður Jóhann H Hafstein hjá ERGO lögmönnum er með svona mál líka .

Kristín (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 10:16

4 Smámynd: Ólöf de Bont

Lán hér á Íslandi hafa alltaf verið á skjön við eðlilega vexti nema hjá okurlánurum.  Bankarnir hafa verið með okurvexti, en það hefur líka þýtt þar til nú að þeir sem áttu pening græddu meira á inneign en skuldum.  Þess vegna var fólki ráðlagt að taka lán út á húseign og fjárfesta í hlutabréfum, og við vitum hvernig fór.

Íslensk vinkona mín í Englandi segir að vextir séu nú komnir undir 1% og að hún finni varla fyrir kreppunni nema ef vera skyldi í matarkörfunni, en markaðir þar bjóða stöðugt upp á tilboð þannig að er ekki eins ofursprengt og á Íslandi.

Að sjálfsögðu að fara með þetta fyrir dómstóla í von um að réttlætið nái fram að ganga.

Ólöf de Bont, 16.4.2009 kl. 10:30

5 identicon

Vil bara benda á það að lækkun stýrivaxta niður í 1% eins og staðan er víðsvegar í Evrópu myndi þýða gríðarlegan flótta fjármagns frá landinu. Ástæðan er einföld, áhættan myndi vera allt of mikil við að halda fjármagni innan landsteinanna. Mikil sala á íslenskum krónum myndi að sjálfsögðu þýða frekari gjaldfellingu íslensku krónunnar, sem eins og var bent á þýðir í raun tekjuskerðingu fyrir almenning.

Bara eitthvað til að hugsa aðeins um.

Finnur (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 11:11

6 Smámynd: Ólöf de Bont

Alveg rétt athugað hjá þér Finnur.  Það er vítahringur sem er í gangi og virðist vera sem svo að við séum innikróuð í fjármagnsneti.  Einhverja miðjuleið þarf að fara til þess að allir sitji við sama borð.  Því miður er það svo að stór hluti landsmanna er gífurlega skuldsettur og erum við þá að tala um unga fólkið.  Leggur það ekki bara á flótta.  

Tekjuskerðin er nú þegar staðreynd, en það þarf að reyna að bjarga því sem hægt er.  Ekki kann ég leiðina enda engin fjármálasnillingur.  Kann að reka mitt eigið heimili og komast þokkalega af.  Nýt þess sem peninga bjóða uppá þegar nóg er af þeim og dreg saman seglin þegar herðir að.  En ég er ekki af yngri kynslóðinni og hef lært af þeim kreppum (minikreppum miðað við það sem nú er í gangi) sem hafa herjað á þjóðina með reglulegu millibili.

Ólöf de Bont, 16.4.2009 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband