26.2.2009 | 18:23
Seðlabankafrumvarpið
Seðlabankafrumvarpið samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.2.2009 | 10:15
Einelti e. uppsögn
Ekki trúi ég að fólk hafi verið allsgáð þegar það ritar slíka rafræna tölvupósta til þeirra sem héldu vinnu sinni en þeir ekki. Ég sá enga ástæðu til að kasta skít í mína fyrrverandi samstarfsmenn sem héldu sinni vinnu, held að ekkert þeirra hafi átt þátt í því að mér var sagt upp. Að sjálfsögðu var ég ósátt við uppsögnina, hver ekki? En það þurfti að segja upp og ég var fyrst í röðinni vegna aldurs og kjaftsforugheita.
Maðurinn minn er enn velkominn á sinn gamla vinnustað og eru enn hlýleg samskipti á milli hans og fyrrverandi samstarfsmanna.
En reiðin og vanmátturinn tekur okkur oft á skrítnar slóðir og í öllu uppnáminu glötum við rökrænnri hugsun og leyfum gamminum að ráða.
Áreiti, reiði og hefndarhugur hittir aðeins mann sjálfan - það er mín reynsla forðum.
Reiðin brýst út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.2.2009 | 17:37
Hlutabætur
Framlengja ákvæði um hlutabætur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.2.2009 | 16:52
Gulur, rauður, grænn og blár
Halló, getur einhver sagt mér á einfaldri íslensku hvað er í gangi. Á bullið ekki að vera búið nú þegar ný ríkisstjórn hefur tekið við taumunum? Erum við að ríða haltum hesti? - afsakið orðbragðið en almúgagenið segir aðeins til sín núna.
Guði sé lof að fyrir löngu ákvað ég að taka bara einn dag í einu ... en stundum verða þeir tveir og nú er ég farin að skyggnast fram nokkra mánuði og farin að telja aurana í buddunni minni. Hvað skyldu þeir duga lengi handa atvinnulausum óvita?
Framsókn skekur ríkisstjórnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.2.2009 | 13:02
Ábyrgir og ekki ábyrgir
Ég myndi aldrei skamma gjaldkerann, bókarann, símatækninn eða hinn almenna starfsmann á gólfinu. Hins vegar hef ég tekið í minn sjóðsstjóra fyrir að vera ekki nægilega upplýsingavænn og að halda að sér upplýsingum á elleftu stundu, sem kom sér illa fyrir konu og hennar mann. Ég hef samt ekkert á móti þeirri manneskju persónulega, enda fallegur, vel máli farinn, kurteis og hefur allt til að bera til þess að maður treysti honum fyrir aurnum sínum. Veit ekki hvort ég hefði treyst Jóni með skít undir nöglunum og horstrimil niður að efri vör - en Jón hefði kannski verið varkárari og gefið greinarbetri upplýsingar um það sem var að gerast.
Áður en ég missti vinnuna görguðu stundum viðskiptavinir á mig, saklausa launþegann, ef eitthvað var ekki nógu gott eða hlutirnir fóru úrskeiðis og svo í kjölfarið komu skammir að ofan og stundum að neðan líka. Undir lokin var svo prumpað á mig.
Leita sér sálfræðihjálpar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.2.2009 | 13:57
Er ekki í lagi
Vilja að lánstími verði tvöfaldaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.2.2009 | 13:31
Nenni að að fréttatengja skrifin mín - það er bolludagur
21.2.2009 | 22:49
Haldið uppi
Almenningur blekktur, sérfræðingar ráðnir til að halda bréfum uppi. Er einhver siðfræði í þessu. Hversu margir komu að máli.
Hvort einhver verði látinn sæta ábyrgð veit ég ekki. Landið er fámennt og allir þekkja alla - er þetta ekki bara reiðarslagur sem gengur yfir okkur, rekur ungt fólk úr landi og kastar okkur langt aftur í fortíð? - Forvitnilegt að fylgjast með því hvað sérfræðingarnir gera og ríkisstjórnin.
Ég heyrði mann á mínum aldri tala um óttann við að missa vinnuna en gaf sjálfum sér þó það ímyndaða tækifæri að fara í nám yrði hann atvinnulaus. Jafnvel stórir strákar gráta núna.
Hlutabréfaverði var haldið uppi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.2.2009 | 17:45
Ynging
Nú veit ég afhverju margir álíta mig mörgum árum yngri en ég er - blessuð fitan. Svo hef ég líka nægan forða í kreppunni og drepst ekki þó svo að ég þurfi að minnka við mig matinn. Hef safnað í sarpinn síðan ég hætti að reykja 36 ára gömul.
Ég segi bara Feitt er Fallegt
Fitan yngir upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.2.2009 | 09:44
Gáttuð
Það er nú að koma berlega í ljós að þeir sem ýtt hafa á kreppubáruna séu vel menntaðir sérfræðingar sem voru í bindileikjum þ.e. hver var sniðugastur með bundið fyrir augun og með teninginn eina að vopni. Af aurum verður maður api og af völdum fúll í skapi.
Ætli menn læri nokkuð frekar nú en af öðrum kreppum sem hafa dunið yfir. Manísk bjartsýni er svo stutt undan og mönnum (homo sapiens þ.e. konur/karlar) líkar oflætið sem fylgir því að skjótast upp á bjartan stjörnuhiminn.
Dreymdi einmitt áðan að ballið væri aftur byrjað og núna væræu hraðfara hlaupastigar í verslunum og til þess að menn geti skotist fljótar á milli deilda voru mjúkir stökkpallar á milli hæða... eitt var þó skrýtið, það voru bara fáeinar vörur sem voru til sölu, allt hinn var uppbónað umhverfi.
Jafnvel sérfræðingar eru gáttaðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)