Tekjutenging

Kerfið er byggt utan um reglur en sjaldnast fólk þó svo að það hjálpi til þegar allt er innan eðlilegra marka.  Um leið og einhver frávik eiga sér stað þá sýnir það sig hversu grimmilegt kerfið getur verið.  Ekkert tillit er tekið aðstæðna fólks, konur sem hafa löngum verið  heima og sinnt börnum og heimili og jafnvel síðar meir fötluðum eða veikum maka þurfa að hypja sig út á götuna þegar makinn fer inn á hjúkrunarheimili.

Þetta minnir mig á þegar ég var rukkuð til baka um umönnunarbætur hálfu ári eftir að fjölfötluð langveik dóttir mín lést, hún dó röngu megin við mánaðarmótin.  Mér var sýndur skilningur að því leiti að beðið var með rukkunina þar til ég var ekki lengur í sorg og skv. kerfinu átti ég að vera komin í lag hálfu ári eftir lát dóttur minnar.  Þessir aurar skiptu mig kannski ekki máli, en mér var hugsað til svipaðra í mínum aðstæðum sem höfðu ekki peninginn til að greiða bæturnar til baka.

Ætli kona Stefáns Schevings þurfi ekki að há grimmilega baráttu til að fá að hafa þó svo væri ekki nema helmingurinn af tekjum Stefáns til að halda áfram að reka þeirra heimili.

Ég segi nú bara, til hvers að safna aurum til elliáranna þegar kerfið rífur þá af manni í formi skatta, hækkunar á heilbrigðiskostnaði og til þess að standa straum af veru á hjúkrunarheimili. 


mbl.is Eiginkonurnar settar út á götu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Langir biðlistar eru eftir plássum á hjúkrunarheimilum. Flest eða öll hjúkrunarheimili skortir fé. Hver haldið þið að verði tekinn fyrstur inn, Jón sem var láglaunamaður alla starfsævi sína, eða séra Jón sem hefur verið hálaunaður um sína tíð og á sæmilega digra sjóði, sem gefa vel af sér? Nú skiptir engu máli hvar í röðinni hvor um sig er.

 Svona reglur um gjaldtöku eru ranglátar og leiða eingöngu til mismununar og spillingar. Þetta er óþverraskapur, sem verður að vinna gegn.

sleggjudómarinn (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 17:50

2 Smámynd: Ólöf de Bont

Við vitum að það er séra Jón sem fær fyrst inngöngu.  En ég trúi samt á að samfélagið byggi upp kærleiksríkt kerfi og að við sem finnum elli nálagst getum verið róleg með það að vera ekki á flæðiskeri stödd þegar heilsan bilar.

Ólöf de Bont, 16.3.2009 kl. 19:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband