Út á þekju

Maður á ekki að blóta á opinberum vettvangi, á ekki að skrifa helv... og fok... þetta eða hitt.  Ég fæ hræðslukast þegar ég heyri fólk tala um að það eigi ekki fyrir nauðsynjum, geti ekki greitt leiguna og óttist að lenda á götunni.  Er þetta Ísland árið 2009.  Í fyrra vorum við hamingjusamasta, ríkasta og minnst skuldsettasta land á jarðríki ..  Ég veit ekki hversu vel 90 daga stjórn tekst að afstýra þeim hörmungum sem síðasta stjórn stóð fyrir (núverandi ríkisstjórn er stór hluti af síðustu ríkisstjórn).  Einhver kona sagði í Kastljósi um daginn að þegar hún fylgdist með Alþingi þá hefði hún séð fyrir sér krakka í sandkassaleik.  Það eru semsagt fullorðnu börnin sem sjá ekki lengra en nef sitt sem sigla þjóðarskútunni í strand.  Hananú.... og ég gala.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband