Hægagangur

Verð að ljóstra því upp að maðurinn minn er aðeins að þræða útsölurnar.  Hann sem þolir ekki verslanir.  Ég bý mig undir miklar breytingar á næsta ári, bæði í verslun, rekstri fyrirtækja, heimilishögum fólks og því miður held ég að mikið verði um skilnaði og landflótta.
mbl.is Neytendur fara sér hægt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég er sammála þér Ólöf og óttast sömu hluti og þú.

Hins vegar er ég ekki viss um að landflóttinn verði svo mikill, því ástandið á eftir að versna erlendis og því enga vinnu að hafa þar heldur.

Mín von er leiðtogar stærstu og öflugustu ríkja heims takist að koma sér saman um aðgerðir, sem leiða heimsbyggðina úr þeim ógöngum, sem hún er komin í.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 27.12.2008 kl. 13:03

2 Smámynd: Ólöf de Bont

Veistu Guðbjörn, ég hef lifað svo miklu verri tíma en þessa sem nú eru að ganga yfir þannig að ég hef notið þjálfun í erfiðleikum á sama hátt og söngvari þjálfast í að nota líkamann í söngnum.  Það sem rífur verst í er það sem unga fólkið á eftir að ganga í gegnum, þeir sem ekki hafa þurft að spara við sig aurinn og getað gert allt.... þeir þurfa nú að þjálfast í því að taka á og lifa kreppu af.   Það sem upp kemur fer niður og það sem kemur niður fer upp.  Við lifum í hringrás.

Ólöf de Bont, 27.12.2008 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband