Dansað

Þarna er elsku móðurbróður minn að dansa.  Hann er ekkert að láta krepputal trufla sig og man tímanna tvenna.  Dansfélagann man ég ekki eftir.  Hvert skyldi áramótaheit margra verða í ár?  Ég ætla að reyna að vera þakklát fyrir að vera á lífi, hafa nóg af hafragraut og kjöti öðruhvoru og biðja um að þjóðin þrauki og að unga fólkið gefist ekki upp.
mbl.is Gömul en létt á fæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rakst á síðuna þína og fannst ég kannast við þig ég er systir Jónsa,mannstu eftir mér ?

Kveðja Solla P.

sólveig Pétursdóttir (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 12:31

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæl Ólöf. Skemmtileg frétt frá Ólafsvík. Mikið gleðifólk þar  Áramótaheitin verða nokkur hjá mér að vanda og er verið að vinna í þeim. Eitt er að stunda dansinn reglulega í Danshöllinni eins og á síðasta ári. kveðja til þín Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 27.12.2008 kl. 12:45

3 Smámynd: Ólöf de Bont

Elsku Solla, hausinn á mér er orðinn svo grár og minnið ekki mikið, þú verður að hressa upp á minnið á mér aðeins betur og ég er viss um að minnið batnar við það.

Kolbrún, maður fær nú bara fiðring í fæturnar og það fer hiti um hjartað þegar maður hugsar til baka og man að fólk gat hlegið, brosað og gert sér dagamun þrátt fyrir skort og fátækt.  Fólk hreinlega skuldaði minna hér áður - þetta segi ég í framhaldi þess að ég er að hlusta á konur á ÍNN tala um skuldafangelsin og fleira.  Ég ætla ekki að taka upp hanskann fyrir þá sem komu þjóðinni á hausinn, en við erum ætíð ábyrg fyrir okkar lífi og ég ætla að brosa þrátt fyrir allar þær breytingar sem hafa orðið á mínu lífi á þessu ári.  Ég verð að skoða þetta með danshöllina e. áramót  Kærleikskveðjur. Ólöf

Ólöf de Bont, 27.12.2008 kl. 12:54

4 identicon

Jamm ég á 3 bræður Jónsa, Sigga og Sigfús og mig minnir að þú hafir búið í íbúð með þeim var það ekki fyrir ofan einhverja málningarbúð kannski á Grensársvegi eða ???

Fyrrverandi mágkona var þar líka kölluð Ninna........ertu einhverju nær?

sólveig Pétursdóttir (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 17:30

5 Smámynd: Ólöf de Bont

Sólveig, elsku kæra ..... já ég man eftir honum Jónsa mínum.  Hann á enn hluta í hjarta mínu og þið öll.  Góðar minningar úr sveitinni í Borgarfirðinum. 

Ólöf de Bont, 28.12.2008 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband