Of feit eða ekki of feit!

Ég las skemmtilegt blogg hjá henni Jónu jonaa.blog.is, en hún er snilldarpenni og kann að gera góðlátlegt grín að sjálfri sér og sínum okkur hinum sem lesum bloggið til skemmtunar.  Ég sjálf staldra oft við hennar færslur og fara um hausinn á mér margar hugsanir.

Í dag  var inntakið fita, ekki steikingarfita, heldur fitan sem sest utan á okkur.  Það er fita út um allt og á eftir að verða einn meiri fita þegar hátíðarhöldum líkur.  Líkamsræktarstöðvarnar verða sennilega einu fyrirtækin sem ná einhverjum hagnaði inn í janúarmánuði, nema þjóðin taki sig í gegn og grenni sig í kreppunni.

Ég er svo heppin að hafa utan á mér ein 20 aukakíló og reiknast mér til að hún dugi mér út krepputímabilið.  Aukafituna nota ég til að hlýja eiginmanninum á köldum vetrarnóttum.  Rassinn á mér en það þokkalega bólstraður að ég finn ekki fyrir stólgarminum sem ég sit löngum á við endurskriftir á glósum.  Svo er aukafitan líka hin ágætasta inflúensubólusetning, því ég fæ varla eina einustu pest. ´

Það sem gerist í kreppunni mér til skeflingar er að Rubens formið á líkama mínum er að breytast.  Mjúku línurnar eru að gefa eftir og húðin sígur aðeins niður á við.  Ég fæ líka ákveðnari og kvenskörungslegri svip á andlitið þar sem fitan fer fyrst þaðan.  Ég verð beinaber og viðbeinið fer að sýna sig og skagar stolt yfir rýrnandi barmi mínum.  Ef svona heldur áfram þá verður lítið fyrir ormana að naga þegar sál mín yfirgefur beinaberan líkamann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Uss, kona ekki einu sinni segja frá þessu. Ég öfugt við þig fékk brjóst þegar ég fór á breytingaraldurinn, var flöt eins og spýta fram að því.

Gravity gets you in the end

Rut Sumarliðadóttir, 2.12.2008 kl. 15:45

2 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

ég er með ónýtt rófubein til margra ára en fann aldrei fyrir því að ráði fyrr en mörin lak af, sárvantar púðann til að styðja við :(

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 2.12.2008 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband