Frú Vigdís

Mikið dáist ég að þessari konu.  Ég þekki hana ekki persónulega en það sem úr hennar munni og penna koma er viturlegt, skynsamlegt og heilandi.
mbl.is „ Særandi að vera sakaður um glannalegar athafnir “
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Sammála

Einar Örn Einarsson, 2.12.2008 kl. 11:40

2 identicon

Það er alveg á hreinu að maður ber miklu meiri virðingu fyrir henni, heldur en Ólafi Ragnari Grímssyni nokkurn tíman, og ekki síst núna.

   Þó að Ólafur og Dorrit séu á Bessastöðum þá er hún miklu meira forsetaefni en hann, og það á einnig við í dag!!

Jóhannes (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 11:59

3 identicon

Mikið er ég sammála þér Ólöf.

Svanborg Óskarsdóttir (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 12:14

4 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Sammála.

Rut Sumarliðadóttir, 2.12.2008 kl. 12:21

5 identicon

Hvern sjáið þið fyrir ykkur sem forseta okkar lands? Einhvern sem ekki hefur verið í pólitík, hjartahlýr og heiðarlegar. Ekki tækifærissinni, galgopi og falskur.

Maður þekkir ókostina betur en kostina, af fenginni reynslu undanfarinna 12 ára. Vildi óska að Vigdís hefði haldið áfram.

Soffía (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 12:23

6 Smámynd: Ólöf de Bont

Margur verður af aurum api.  Einhverntímann í fyrndinni var ljóshærður maður sem hélt uppi flaggi almúgans, hann fór á kostum og varð æ sýnilegri á göngum Alþingis.  Sá hinn sami klæddi sig í vandaðri jakkaföt og tók í hendina á kapitalismanum og hefur ekki sleppt henni síðan.  Ætli hann hafi ekki bara áttað sig á því að maður hugar bara að eigin ranni og horfi framhjá gömlu gildunum.  Frú Vigdís hefur ætíð séð sóma sinn í því að vera ærleg og heiðarleg.  Hún er eflaust ekki fátæk, enda þarf hún ekki vera það, en hún miðlar af reynslu sinni til þjóðarinnar.  Eiginlega er ég mest hrifin af hinum skrollmælta Bjarna sem hafði sóma sinn að hverfa af þingi eftir að upp komst um stríðni hans.

Ólöf de Bont, 2.12.2008 kl. 12:39

7 identicon

Vigdís er enn í hugum margra íslendinga hinn eini sanni forseti. Núverandi hefur misfarið með hið virðulega embætti. Verið handgenginn auðmönnum og gekk þeirra erinda með neitunarvaldi á fjölmiðlalög.

Vigdís er Íslands sómi sverð og skjölur um víða veröld. Ólafur Ragnar er ágætur til heimabrúks og má með hvítt höfuðfat gleðja fiskverkakonur með nærveru sinni. 

Magnús Guðmundsson (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 13:29

8 identicon

Vigdís er hafin yfir allan vafa og á hana felur ekki skuggi ,en Bónus forsetin farið hefur fé betra

ADOLF (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband