Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Ójöfn dreifing

Er þetta ekki bara bóla sem þornar upp og hverfur að loknum kosningum.  Ég er ekki að sjá að íslenskt hagkerfi þoli slíkar afskriftir.  Ég hefði ekkert á móti að fá 4 milljónir til að lækka íbúðarlánin mín en ég þori ekki að láta mig dreyma um afskriftir húsnæðisskulda.

Einhver sagði hvort það væri ekki bara best að núverandi kynslóð tæki skellinn í staðin fyrir komandi kynslóð! - Kannski verður sú kynslóð flutt úr landi með foreldrum sínum sem ekki ná að greiða niður gífurlegar húsnæðisskuldir. 

Skil eiginlega ekki hvernig hægt er að lána 70 milljónir til íbúðarkaupa, en það var víst gert og nú súpa menn seiðið af þeim fjárfestingum.

 


mbl.is Ójöfn dreifing skulda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ómaklega að vegið

Ég er enn að melta með mér ræðu Davíðs Oddsonar - Black Adder - ég er farin að halda að Sjálfstæðisflokkurinn sé kómískur flokkur og skil ekki hvers vegna ég hallaði mér að honum eitt kjörtímabilið, en mér fannst sumt fólk gott innan hans.  Nú bara veit ég ekki.  Það stendur enginn upp og mótmælir vitleysunni sem veltur upp úr mönnum þarna innanbúðar.  Ég er ekki að dæma allt innarbúðarfólk, margir sem eru flokksbundnir eru gott fólk og hefur æruna í lagi.  En ég er farin að halda að einhver smitsjúkdómur hrjái forystuna.


mbl.is Geir: Ómaklegt hjá Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ræðva Davíðssonar

Það fer ekki á milli mála að maðurinn er ræðusnillingur.  Uppistandari af bestu gerð.  Hnyttinn og fyndinn á kostnað annarra.  Eftir því sem ég hlustaði lengur á ræðuna því vandræðalegri varð ég.  En svona er þetta, við veljum okkur leiðtoga sem kunna að tala og klöppum í takt við óráðssíuna sem út úr slíkum mönnum kemur.  Það er nefninlega svo að jafnvel hið gáfaðasta fólk sleppur ekki við röskunina sem kemur okkur á hausinn.

Það er ekki konungsveldi á Íslandi en við eigum sjálfskipaða konunga líkt og Jörund hundadagakonung - ég veit ekki hvað mér á að finnast en tilfinningin er ekki góð.


mbl.is Víkingar með Samfylkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það slitna ættarbönd

Það er ekki bara í BNA sem lík finnast á heimili sínu mörgum árum eftir andlát viðkomandi.  Fjölskyldubönd rofna og enginn vill rjúfa þrjóskumúrinn og rétta úr sáttarhönd.  Við erum að verða meir og meir ein -
mbl.is Fannst látin eftir sjö ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umskurður vs umskurn

Ágústínus keisari og á undan honum Sókrates töldu konur óæðri verur vegna þess að kynfæri þeirra væru inn í líkamanum en ekki utan á honum líkt og hjá karlmönnum -

Nú erum við konur þær sem sýkja menn af kynsjúkdómum vegna óhreinleika okkar og að því leiti enn óhreinar í sumum hlutum heimsins og erum nú víst að ríða á vaðið í hinum vestræna heimi ef marka má rannsóknir hjá John Hopkins stöðinni.

Við erum svo brengluð og föst í eigin ranni.  Ég bara spyr, hví eru ekki bara framleiddar þéttar plastpíkur eða mjúk plastríðingarryksuga (eins og sagt var í fréttum í gær eða fyrradag um mann sem var ákærður fyrir að hafa haft mök við ryksugu á þvottastöð).... uppistaðan í þeim smitar ekki karlmann nema þeir sjálfir hafi margir mök við sömu plast/ryksugupíkuna.

 Afsakið orðbragðið í mér en gamli Ólsarinn vaknaði til lífsins við þessa frétt.  Ég tek það fram að ég er með miðlungsmenntun og gæti haft rangt fyrir mér varðandi kenningar ofangreindra manna en hana hef ég frá mér eldri konu sem sat lengi í guðfræði í HÍ og þekkir sögu kirkjufeðranna og heimspekinga betur en ég.  Ég ætla svo að bæta úr þessu með því að lesa sögu forfeðra okkar næsta haust við HÍ


mbl.is Bandaríkjamenn með umskurn á heilanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lögin

Allir sem eru orðnir fullorðnir og hafa fylgst með vita að það eru lögin sem ráða, ekki heiðarleg hegðun til að sporna við alvarlegum glæp.  Hafi menn á sínum snærum fullt af löglærðum einstaklingum þá má komast langt í því að fara í kringum lögin og eiginlega fremja lögbrot.  Kjafti svo einhver ærleg manneskja sá má sú hin sama dæmast til bótagreiðslu.

Við þekkjum þetta úr okkar eigin þjóðlífi. 

Heiðarleiki er eitthvað sem er að verða fabula.


mbl.is Dæmdur eftir að hafa sagt til barnaníðings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evran

Það kemur að því fyrr eða síðar að við verðum að skipta um gjaldmiðil.  Krónan hefur verið hlekkur í gegnum áratugi síðust ára og kannski ekki nema nokkur ár þar sem okkar gjaldmiðill hefur reynst okkur jákvæður.  Núna erum við komin í þá stöðu að það vill enginn krónuna okkar, enda skrípið verðlaust með öllu.  Þar sem ég er ekkert sérlega vel að mér um innst innviði íslensks hagkerfis þá ætla ég ekki að fara hér með einhverjar rökfærslur hvers vegna.  Mér bara finnst að við getum ekki haldið áfram með verðbólguna á fullu, aukna skuldasöfnun vegna verðbóta og fangelsun gjaldmiðils okkar.

En að allt öðru.  Sú gamla ætlar að henda inn umsókn í Listaháskóla Íslands og finna á eigin skinni hvernig það er að vera hent út á götuna vegna aldurs og þráhyggju í fagurfræðilega miðla.  Núna mynda ég allt sem er frábrugðið og almennt talið ljótt, þar með talin íslenska krónan, og kem því fyrir á hringlóttum diski sem límdur er inn í ferilmöppu.

Ég neita að vera útrunninn heldur sé  mig sem ost sem verður betri eftir því sem hann er eldri.


mbl.is Evran komi í stað krónunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reður

Það er allavega eitthvað skemmtilegt til í honum heimi.  Risareður á þaki ekki ólíkt Smáralindinni.  Kemur manni til að gleyma kreppunni í 5 sekúndur.
mbl.is Málaði risavaxið reðurtákn á hús foreldranna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sofandaháttur

Það er voða margt að koma upp á yfirborðið.  Enginn tekur á sig skömmina og hver vísar á annan.  Sofandaháttur í bland við gífurlega græðgi og hagsmunatengsla hafa komið okkar góða landi nánast á vonarvöl. 

Ég held að það þýði ekkert að vera að róta í því gamla, það er einfaldlega kominn tími til að rífa sig upp af rassgatinu og koma hlutunum í lag.  Geri mér alveg grein fyrir að það tekur tíma. 

En sofandahátturinn er ótrúlegur og undanskotin gífurleg.  Var síðasta stjórn ekki ábyrgð fyrir þjóðarskútunni?  Eða voru þessu greindu menn eðlislega heimskir?


mbl.is Gátu sparað 444 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Handaþvottur

Ég þvæ hendur mínar og geng á burt.  Könnumst við ekki við þetta úr eldgömlum sögnum?
mbl.is Lentu í höndunum á ævintýramönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband