Evran

Það kemur að því fyrr eða síðar að við verðum að skipta um gjaldmiðil.  Krónan hefur verið hlekkur í gegnum áratugi síðust ára og kannski ekki nema nokkur ár þar sem okkar gjaldmiðill hefur reynst okkur jákvæður.  Núna erum við komin í þá stöðu að það vill enginn krónuna okkar, enda skrípið verðlaust með öllu.  Þar sem ég er ekkert sérlega vel að mér um innst innviði íslensks hagkerfis þá ætla ég ekki að fara hér með einhverjar rökfærslur hvers vegna.  Mér bara finnst að við getum ekki haldið áfram með verðbólguna á fullu, aukna skuldasöfnun vegna verðbóta og fangelsun gjaldmiðils okkar.

En að allt öðru.  Sú gamla ætlar að henda inn umsókn í Listaháskóla Íslands og finna á eigin skinni hvernig það er að vera hent út á götuna vegna aldurs og þráhyggju í fagurfræðilega miðla.  Núna mynda ég allt sem er frábrugðið og almennt talið ljótt, þar með talin íslenska krónan, og kem því fyrir á hringlóttum diski sem límdur er inn í ferilmöppu.

Ég neita að vera útrunninn heldur sé  mig sem ost sem verður betri eftir því sem hann er eldri.


mbl.is Evran komi í stað krónunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

gangi þér vel með umsóknina, sjáumst á morgun, ég hlakka til.

Rut Sumarliðadóttir, 26.3.2009 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband