8.8.2009 | 10:50
Vaxtamunur
Ég labba með bakpoka í lágvöruverslun. Fer í strætó niður í bæ. Tek hverja krónu sem ég á og borga inn á höfuðstól íbúðarláns. Lita mitt gráa hár sjálf og fæ heimaklippingu. Læt mig ekki dreyma lengur um ferðir utanlands. Tek með mér samferðalinga þegar ég fer í mitt sumarfríi norður og næ þannig bensínkostnaðinum niður.
Læt mig ekki detta í hug að sparnaður færi mér eitthvað öryggi í náinni framtíð. Allt þetta í boði fárra "ógæfumanna" eins og Steingrímur J. sagði. Nú hefur tekið við vinstri stjórn og almenningur er kominn í stofufangelsi.
Ég ætla samt ekki að kvarta því ég hef það betra en þorri fólks á Íslandi.
Vaxtamunurinn eykst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:42 | Facebook
Athugasemdir
Þegar horft er yfirr hjólhýsa-fellihýsa-stórjéppa-mannfjölda ástandið á fiskidögum á Dalvík veltir maður fyrir sér...
Vafalaust hafa einhverjir á Íslandi það skítt...en hvaða útlendingur sem sér þúsundir jéppa, risahjólhýsa og annað í þessari almenninghátíð trúi því að hér sé kreppa. ?
Aldrei hefði mér dottið í hug að það væru til svona mörg hjólhýsi á Íslandi og ég fullyrði...enginn þeirra sem hér er kom með strætó.
Jón Ingi Cæsarsson, 8.8.2009 kl. 11:50
Jón, fólk er að lifa á leyfunum. Það er hægt að hafa það skítt í kastala. Margir af svo kölluðu ríkustu fólki heims hafa ekki átt boru fyrir rassinn á sér...
Ólöf de Bont, 8.8.2009 kl. 17:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.