Kostnaður

Þetta kemur mér ekki á óvart.  Það voru allir að spila stórt og slá um sig og því ekki að fá dýrustu ráðgjöfina.  Ekkert ólíkt því þegar að fólk horfir á það sem dýrast er á matseðlinum og kaupir það því það gefur til kynna mikilvægi þess.  Vorum við ekki stærst, best og hamingjusömust?

Menn glötuðu sér í spillingunni og voru með bundið fyrir augun svo þeir sæu ekki ósómann sem þeir voru staddir í, ég held að þeir hafi líka klæðst gullstígvélum til að finna ekki fyrir aurnum sem þeir stóðu í.

Nú er bara að biðja og bíða og sjá til hvert stefnir.  Ég er vanmáttug í þessum aðstæðum.


mbl.is Ráðgjöf kostaði milljarð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband