1.4.2009 | 09:20
Sjóðir að tæmast
Það setur að manni hrylling að hugsa til þess sem framundan er. Sjóðir atvinnutryggingasjóðs tæmast um áramót n.k. og þá verða vafalaust enn 15 þúsund manns atvinnulausir. Íslenska þjóðarbúið er orðið skuldsettara en bankakerfið var áður en það hrundi. Hvað þýðir það fyrir okkur hinn almenna borgara? Förum við heil hundrað ár aftur í tímann þegar sultur og seyra herjaði á fólk og lítið var að bíta og brenna. Ætli við sitjum uppi með aðeins eldri borgara hér þar sem unga fólkið reynir að flýja land til þess að eignast betri framtíð? Sé sú framtíð betri í öðrum löndum þar sem kreppan er að byrja sitt blómstur.
Hverju lofa stjórnmálaflokkarnir núna? Það eru bara þrjár vikur til kosninga.
![]() |
Tveir milljarðar í bætur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég hef ákveðið að vera raunsær og lofa engu nema því að vinna af heilindum að þeim málefnum sem mér eru falin. Töfralausnir er ekki að finna í þessu árferði þrátt fyrir fagurgala gömlu flokkanna, og á meðan Evrópa brennur koma bjargráðin ekki þaðan heldur. Staðreyndin er einfaldlega sú að efnahagsvandinn er gríðarlega umfangsmikill, og öll loforð um undraskjótan bata eru því ekki bara upp í ermina heldur buxnaskálmarnar líka. Eina leiðin út úr storminum er með sameiginlegu þjóðarátaki, og að því hef ég áhuga að starfa, af heilindum umfram allt.
Höfundur er fulltrúi í málefnahópi og formaður Stuðningsmannafélags L-listans.
X - L
Guðmundur Ásgeirsson, 1.4.2009 kl. 11:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.