23.3.2009 | 13:16
Hagfelld
Hvað þýðir hagfelld? - Ég er svo rússuð af terpentínu eftir málun í morgun að heilinn á mér neitar að skilja þetta orð. Er ekki bara verið að segja okkur að við séum í vondum málum og stórskuldug? Vondu fréttirnar eru klæddar í falleg orð svo maður rjúki ekki bara sísona upp og verði brjálaður. Annars má ég vera ánægð, seldi málverk í kreppunni í morgun og ég sem er ekki þekktur málari, það kalla ég nú hagfellda gleði! Úps, fattaði allt í einu hvað maðurinn á við, það er þegar hagur landsins fellur - hagkerfisfall.
Hagfelld niðurstaða í augsýn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég hef ekkert verið að sniffa en skil þetta ekki samt.
Til hamingju með söluna, ekki slæmt í kreppunni!
Rut Sumarliðadóttir, 23.3.2009 kl. 13:22
Skilur einhver Steingrím? Svavar Gestsson formaður viðræðunefndar. Hvílík móðgun. Agnes mætti þjarma meira að þessum mönnum
Baldur (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 13:29
Ef hann væri með blátt bindi þá slyppi hann ekki svo billega frá þessu, því get ég lofað. Magnað hvað fjölmiðlar eru hlutdrægir -- jafnvel hinn svokallaði auðvaldsmiðill, Mogginn, virðist ekki hafa mikinn áhuga á að gagnrýna ríkjandi öfl nema þau séu hægrisinnuð :P
Þórarinn Sigurðsson, 23.3.2009 kl. 13:46
Já, ég tók líka eftir því hversu mikla trú Agnes hefur á Steingrími og Svavari, það sér það hver heilvita maður að svona hlutdræg fréttaumfjöllun er óásættanleg! Davíð blábindungur var kjöldregin af Agnesi við hvert tækifæri og svo er Steingrími klappað á bakið og því sem næst þökkuð vel unnin störf. Agnesi er sennilega Vinstri-Græn!
Bjorn Jonasson (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 14:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.