Sex ástæður

Einu sinni flutti ég til útlanda.  Grasið var grænna þar og túlípanarnir uxu í þúsundatali í áburðarríkum eitruðum jarðvegi.  Þar sem ég bjó var hús við hús svo langt sem augað eygði.  Gluggar voru galopnir og engin gluggatjöld enda ekkert til að fela, eða svo langt sem ytri stofu náði.  Skíturinn sem var í bakherbergjum skipti engu máli svo lengi sem framhliðin var hrein.  Mannmergðin var mikil og týndi maður einstaklings einkennum sínum og féll inn í hópinn.  Vinaheimsóknir voru planaðar út frá dagbókinni.  Það tók ca. klukkuktíma að keyra 30km á háannatíma og var maður nær kafnaður úr koltvíoxíði. 

Félagskerfið var gott og voru þeir sem þáðu bætur vel settir á þeim tíma.  Vel menntaðir einstaklingar gátu ekki fengið starf við sitt hæfi og mátti lesa um heimspekinga sem fóru í blessaða öskuna eða lentu á "bijstand" þ.e. atvinnuleysisbótunum. 

Ég var þarna í sjö ár og alltaf leitaði hugurinn heim.  Hreina loftið, víðáttan, fuglasöngurinn, fámennið og það að vera einstaklingur og vera metin skv. því.  Ég þráði einfaldan íslenskan mat, soðnar kartöflur og fisk og ég fann jafnvel lykt af blóðmörnum langa leið.

Svo flutti ég heim fyrir 20 árum síðan og hef haft það gott og miklu betra en þarna úti.  Ég fékk að takast á við lífið og það var fjör og læti.  Að sjálfsögðu þurfti ég að hafa fyrir mínu, komast af og læra að bjarga mér miðað við breytilegar aðstæður, en það tókst.

Núna, mitt í kreppunni spyr ég mig hvort ég vilji flytja úr landi! Jú, nei, jú, nei... ég velti því fram og til baka hvort grasið sé enn grænt þarna á meginlandinu?  Hvort það verði búið að mér betur en hér heima. Hvort einstaklingurinn í mér fái að blómstra.  Æi nei, held ekki.... ég vil frekar vera hér í fámenninu en í yfirfullri borg á flatri erlendri grundu.  Ekki það að ég gæti ekki bjargað mér, tala þó nokkur mörg tungumál og er seig, en Ísland heillar og ég er tilbúin í slaginn við kreppuna og kannski uppbygginguna komi hún fljótt.

Vil ég fara úr öskunni í eldinn?  Held að Evrópa eða USA séu jafn mikið á barmi kreppu og við hér heima.

 


mbl.is 6 ástæður til að flytja til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Manstu þegar við svindluðum okkur í strætó? Það var alla vega gott að sækja ykkur heim. Takk fyrir mig.

Rut Sumarliðadóttir, 6.3.2009 kl. 13:03

2 Smámynd: Ólöf de Bont

Gvuð.... var það í Flatlandi?  Eða var það hér heima.  Heilinn á mér vegna ákveðins sjúkdóms er að reyna að gleyma mörgu af því liðna.  Það var margt sem gerðist á bak við luktar dyr sem umheimurinn vissi lítið eða ekkert af.  Fólk lét glepjast af opnum gluggjatjöldum.  En svo ég vaði nú í annað, hver segið að þjáð manneskja megi ekki hlægja eða gantast

Ólöf de Bont, 6.3.2009 kl. 13:27

3 Smámynd: Ólöf de Bont

Rut mín, tek það fram að ég sat ekki í opnum glugga í Flatlandi, bara svo það sé á hreinu

Ólöf de Bont, 6.3.2009 kl. 13:29

4 identicon

666 ástæður til að flytja héðan

grettir (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 15:26

5 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Haha, já Flatlandi. Nei, sá þig ekki í rauða hverfinu þegar við Siggi fórum þangað! Þú varst að vinna með gamlingjunum en ekki á þann hátt!!

Ef einhver hefur virkilega þörf á húmor það er það einmitt þeir sem eru þjáðir! Ég brosi hringinn við hvert tækifæri.

Rut Sumarliðadóttir, 6.3.2009 kl. 16:00

6 Smámynd: Ólöf de Bont

Rut mín, svo ég uppvísi þig um þjónustustuðul fyrir elli- og örorkuþiggendjur í Flatlandi þá var nú boðið upp á DoDo þjónust af sérhæfðum.  En ég var ekki búin að skólast það vel til að getað veitt þá þjónustu.   Maður er núna orðin of sigin til að vera gjaldgeng í þau störf núna

Ólöf de Bont, 6.3.2009 kl. 16:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband