Skattahækkanir

Ég á erfitt með að rifja upp sögu skattsins á Íslandi, hef gullfiskaminni hvað það varðar.  En eitt er víst, ef ég skoða til baka og reyni að rýna í sveiflunar sem hafa verið undanfarna áratugi, að skattarnir hækka.  Góðærið er að baki og nú tekur við að herða þarf sultarólina.  Ríkið þarf sitt til þess að standa undir einhversskonar velferðarkerfi og hver borgar brúsann? Almenningur, meðaltekjujóninn, hvað annað?

Ég finn til með þeim sem hafa í skjóli góðæris skuldsett sig uppfyrir haus, eignamyndun þeirra verður neikvæð og hætt er við að margar fjölskyldur rambi á barmi gjaldþrots og að þær sundrist fyrir vikið.  Það verður landsflótti hjá unga fólkinu. 

En svo blessast allt að lokum, það er seigla í þjóðinni eða ég vona það og góðir tímar munu koma aftur, spurning um bara hvenær.


mbl.is Hækki skatta og tvöfaldi vaxtabætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Er það ekki klárt að skattar hækki, held það, það er hins vegar með þetta þverskurðarskattadæmi að þeir sem hafa minnst finna mest fyrir slíkum hækkunum því prósentan er tekin af lágum launum. Munar um hvern þúsundkall. Það þarf að breyta þessu núna eða strax.

Enn og aftur vil ég vitna til þess þegar ég bjó í Noregi, þá borgaði ég 17% skatt af 170.000.- (fyrir 10 árum!) Þar er tekið inní dæmið aðstæður fólk, s.s. hversu mikið þú skuldar og þar af leiðandi þín skuldabyrði. Hversu mikið stendur eftir þega það hefur verið greitt. Þar var líka gert ráð fyrir því að ég var sjálfstæð móðir (eins og ein frænka mín kallar það) og því nánast ein um uppeldi og framfærslu dóttur minnar, hér á landi er greitt lágmarksmeðlag. Auk þessa fékk ég barnabætur, greiddar út mánaðarlega, sem voru hærri en meðlagið! 

Þeir sem fá mest eiga að borga mest.  Lágtekjufólk hefur allt of lengi þurft að borga sama hlutfall af tekjum og hátekjufólk.

Rut Sumarliðadóttir, 6.3.2009 kl. 12:29

2 Smámynd: Ólöf de Bont

Alveg sammála þér Rut, en við vitum hvernig kerfið hér hefur verið.  Vonum að það breytist með tilkomu nýrrar ríkisstjórnar.

Ólöf de Bont, 6.3.2009 kl. 12:42

3 identicon

Það er óhjákvæmilegt að skattar hækki.

Skattahækkun er niðurstaða af óráðsíu og stjórnlausu frjálshyggjubruðli hinna ríkustu á kostnað þjóðarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn ber ábyrgð á því, skattahækkanir eru Sjálfstæðismönnum að kenna, ekki þeim aðilum sem nú fara í ríkisstjórn og þurfa að bregðast við ástandinu.

Það er engin leið útúr þessu önnur en skattahækkun, meira að segja heimskustu frjálshyggjupostular sjá það

Sveinn (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 13:07

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Fáeinir einstakir skattar lækkuðu á tímabilinu.  Ekkert sem þú gast notfært þér samt.  Söluskattur af bókum til dæmis.  Það eru ég veit ekki hvað margir söluskattar í gangi, minnst 3 tel ég - af bókum, af sportvörum, af matvælum og af "öðru."  Allt mismunandi prósentur.

Það er verið að flækja kerfið fyrir okkur öllum, sem kostar.  Það mun kosta meira, spái ég, en það sem þeir ímynda sér að komi inn.

Sumir tala mikið um réttlæti og jafnræði.  Hvað er réttlátara og jafnara en að allir borgi bara sömu flötu prósentuna?  Þannig myndu þeir fátæki ljóslega borga minna en þeir ríku, en vera samt jafnréttháir þeim:

10% af 100.000 = 10.000

10% af 1000.000 = 100.000.

Eru ekki 100.000 meira en 10.000?  Samt sama hlutfall.

Með hærri sköttum er verið að þrengja að fólki svo það þarf þessar bætur.  Ef skattarnir lækkuðu þá þyrfti bæturnar síður.  Og enn síður ef vextirnir lækkuðu líka.  Þannig, með bara hnitmiðuðum lækkunum myndi Ríkið spara sér formúgu í skrifstofukostnaði og sóun á meðan það létti svolítið á fólkinu.

Ásgrímur Hartmannsson, 6.3.2009 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband