5.3.2009 | 11:26
Jahérna!
Er það furða að fólk leggist í þunglyndi og að ýmis veikindi sæki á það þegar það hefur þurft að búa við kvíða og spennu um hvort það haldi atvinnu sinni? Sá sem sagt er upp vinnu á kannski erfitt með að sinna sínum verkefnum, að horfast í augu við vinnufélaga sína eftir að hafa fengið uppsögn. Það er mín skoðun að þegar fólki hefur verið sagt upp að þeim sé gert að hætta strax og fá uppsögn greidda, það myndi jafnvel koma í veg fyrir að fólk skráði sig veikt vegna áfallaröskunar.
Það að ætla að fólk gangi svo langt að meiða sig eða búa til slys til að auka rétt sinn er út í hött og ætti háttvirtur læknir að taka aðeins varlegra til orða.
Það er ömurlegt að vera hent út á götuna eftir margra ára starf, vera komin á ákveðin aldur og vera af hinu kyninu. Uppsögnum er líka framfylgt þannig oft á tíðum að sá sem er sagt upp fær engan tíma til að átta sig á því hvað framundan sé, né heldur er skýring á því hvers vegna "ég" frekar en hinn.
Það er úr vöndu að ráða. Ég fór í veikindafrí þegar mér var sagt upp störfum enda búin að biðja um það áður en mér var sagt upp..... svo það má alveg hnýta í mig. Þeir voru samt ekki alvondir sem sögðu mér upp í samdrætti, það var ekkert annað í stöðunni hjá fyrirtækinu vegna samdráttar og því miður var ég ekki ein um að vera sagt upp.
Tíðari veikindi - Fleiri slys | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Held að áhyggufullt og kvíðið fólk sé frekar hætt á slysum en þeim sem eru það ekki, gefur eiginlega auga leið.
Rut Sumarliðadóttir, 5.3.2009 kl. 12:16
Þetta er alveg með ólíkindum ! Dettur einhverjum í hug að fólk sé að leika sér að því að vera veikt?
Finnst þessi frétt mjög einkennileg og þetta fyrirtæki reyndar líka. Hvað ætla þeir svo að gera við þessar upplýsingar seinna? Selja þær í einhvern gagnagrunn? Kærir fólk sig um að búa í þjóðfélagi þar sem hið "alsjáandi" auga fylgist með okkur frá a-ö????
Ína (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 13:09
Stóri bróðir er að verða að veruleika og allt sem við segjum og skrifum fer á rafrænan veraldarvef, en við eigum þó enn hugsanir okkar þó svo að í gangi sé nú tilraunir með ljósnema sem fanga hugsanir.
Ólöf de Bont, 5.3.2009 kl. 14:08
"Dettur einhverjum í hug að fólk sé að leika sér að því að vera veikt?" Ég skal ekki um það segja en dettur einhverjum í hug að fólk leiki sér að því að verða fyrir slysi til að fá meiri sjúkrabætur eða í lengri tíma? Hvernig fer maður að því að lenda í slysi í gróðaskyni? Detta kannski ofan af húsþaki? Spyr sá sem ekki veit.
corvus corax, 5.3.2009 kl. 18:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.