23.2.2009 | 13:02
Ábyrgir og ekki ábyrgir
Ég myndi aldrei skamma gjaldkerann, bókarann, símatækninn eða hinn almenna starfsmann á gólfinu. Hins vegar hef ég tekið í minn sjóðsstjóra fyrir að vera ekki nægilega upplýsingavænn og að halda að sér upplýsingum á elleftu stundu, sem kom sér illa fyrir konu og hennar mann. Ég hef samt ekkert á móti þeirri manneskju persónulega, enda fallegur, vel máli farinn, kurteis og hefur allt til að bera til þess að maður treysti honum fyrir aurnum sínum. Veit ekki hvort ég hefði treyst Jóni með skít undir nöglunum og horstrimil niður að efri vör - en Jón hefði kannski verið varkárari og gefið greinarbetri upplýsingar um það sem var að gerast.
Áður en ég missti vinnuna görguðu stundum viðskiptavinir á mig, saklausa launþegann, ef eitthvað var ekki nógu gott eða hlutirnir fóru úrskeiðis og svo í kjölfarið komu skammir að ofan og stundum að neðan líka. Undir lokin var svo prumpað á mig.
Leita sér sálfræðihjálpar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hið besta mál að menn fái áfallahjálp, held það séu svo miklu fleiri sem þyrftu slíkt.
Rut Sumarliðadóttir, 23.2.2009 kl. 13:41
Já, hið besta mál. Þetta er vafalaust líka gósentíð hjá sálfræðingum og öðrum sem veita áfallahjálp. Fólki er aldrei nægjanlega mikið hjálpað.
Ólöf de Bont, 23.2.2009 kl. 14:37
Þetta er mjög líkt og hermenn lýsa þegar þeir koma úr stríði. Þeir skjóta mann/menn úr hinu liðinu. Það var ekki honum að kenna, en hann gerði það nú samt! Svo kemur hin nagandi sektarkennd að hafa gert þetta. Sennilega eru "nokkrir" þjónustufulltrúar með svipaða líðan, vegna þess að þeir ráðlögðu fólki allskyns vitlausar fjárfestingar og nörruðu fé út úr fólki (að fyrirmælum yfirmanna), sem veldur því að fjöldi fólks missir aleiguna fyrir þeirra verknað!
albert (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 14:45
Maður lætur gjarnan leiða sig og tekur þátt í alls kyns vitleysu til þess eins að jeppafæða sig - úps, átti við brauðfæða sig. Ég hef ætíð hugsað að ég sé að stunda löglegt vændi þegar ég leigi mig í vinnu, nema það er ekki á dodo sviðinu.
Maður þarf að skjóta "óvininn" það vita menn alveg.
Ólöf de Bont, 23.2.2009 kl. 16:42
Nákvæmlega Ólöf
Guðrún Jónsdóttir, 23.2.2009 kl. 19:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.