Brottförin

Við lögðumst upp í rúm með þig á milli okkar og þar yfirgafst þú mjög friðsældarlega þetta jarðlíf.  Pabbi þinn tók þig látna í fang sér og gekk með þig um gólf í hinsta sinn.  Fyrir utan herbergið hélt lífið áfram.  Börnin léku sér og sum þeirra grétu.  Öðru hvoru heyrðist glaðlegt skvaldur starfsfólksins.  Á hæðinni fyrir ofan voru iðnaðarmenn að bora og smíða.  Öll deildin iðaði af lífi.  Það var aðeins í herberginu þar sem andvana líkami þinn lá, að þögn og friður réði ríkjum.

 Ég hjálpaði til við að baða litla kroppinn þinn og klæddi þig í betri föt.  Þú varst friðsæl á svipinn og öll þjáning var horfin.  Eins og lítil postulínsbrúða lást þú þarna með kertaljós og rósir við dánarbeð þinn.  Föl fegurð þín var ekki af þessum heimi.

 Ég sakna þín enn 14 árum síðan, og þessi sorg er dýpri en sú sem efnahagshrunið hefur haft á líf mitt.  Ást mín til þín er endalaus og nær langt út fyrir endamörk alheimsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

http://www.youtube.com/watch?v=LRrVYvHyXAo

Þetta lag segir meira en mörg orð um sorgina og við notuðum í jarðarför Hróars litla. Veit að þú ert  menntuð í klassískum sögn en Enya svíkur engan. Bloggaði sjálf í nóvember um sorgina, 14-15 ár er afstætt þegar það kemur að sorginni. Hún tjaldar ekki til einnar nætur.

Rut Sumarliðadóttir, 15.2.2009 kl. 13:52

2 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 15.2.2009 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband