Skapshöfn

Það er engin manneskja skaplaus, surmir hafa meira meðan aðrir eru frá fæðingu tempraðri.   Það þarf skapsmikla menn og konur til að stýra þjóðinni, það hefur sýnt sig og sannað í gegnum aldirnar hvar sem á er litið í heiminum.  Við höfum einnig séð að þeir sem hafa stýrt þjóðum hafa misst tökin á skapi sínu og í ofurmennsku sinni ekki ráðið við sjálfa sig og lent á stað sjálfshyggju og dýrkunnar.  Enn og aftur, ritari þessa bloggs þekkir ekki til ÓRG eða OD persónulega, hef aldrei átt við þá orðræður, hvað þá tekið í hendina á þeim, en eitt er víst, mennirnir eru umdeildir og virðast með skapi sínu og þeim sem þeir flokka í kringum sig komið lítilli þjóð á kortið hvað varðar bræði og frekju.  Þetta minnir mig dulítið á einræðisherra í Afríku eða þá annarsstaðar í heiminum, það er sá freki og stóri sem ræður með hjörð sinni.

Værum við ekki með alla þessa skapgerðarbresti og kynnum við að gefa eftir og stíga úr stól þá mætti kannski segja að þjóðarskútan sigldi eftir öðrum seglum en hún gerir í dag.

Erum við kannski ekki oft djúpt sokkinn til þess að geta risið á fætur aftur og bætt um betur, eða munu þessir menn fylgja rödd þjóðarinnar og bjóða öðrum stólinn sinn.  Þeir hafa setið lengi og lifa ekki við sult og seyru.

En vafalaust eins og allar aðrar manneskjur þá eru þeir góðir í kjarna sínum, þeirra kjarni splundraðist bara í aðra átt en margra annarra.

Sjálf er ég ekki laus við bresti, frekju og sjálfshyggju.  Ég hef bara vit á því að flækja ekki of mörgum með í minni eigin skapsfýlu.


mbl.is Skapstóri forsetinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband