Lögbrotin lán

Æi, ég er bara venjulegur borgari sem hef takmarkaða sýn inn í frumskóg lagaákvæða hvað má og má ekki.  Ég er samt viss um að þessir menn sofa rólegir og eru ekkert að velta sér upp úr hvað Jón og Gunna hafa mátt þola með þessum gjörningum þeirra.  Ég ætla að gera mitt til að fá það frá Kaupþingi sem þeir tóku frá mér eftir að hafa látið mig vegna misskilning starfsmanns hafa, þó ekki sé nema um 700.000 kr að ræða, en þær krónur muna mig  miklu þar sem ég er ein af þeim sem varð atvinnulaus á síðasta ári.

Siðblinda er ákveðinn sjúkdómur sem menn fæðast með eða læra og hlaða síðan í kringum sig skjaldborg af fólki sem ver það.

Hvað stór hluti almennings smitaðist af þessum vírus sl. ár?


mbl.is Lánin mögulega lögbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jónsdóttir

Það eru margir orðnir siðblindir og þó sérstaklega þeir sem efnast á braski með peninga almennings. Og á það vel við þá máltækið. Margur verður af aurum api

Guðrún Jónsdóttir, 25.1.2009 kl. 16:22

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Margur verður af aurum api, segir allt sem segja þarf.

Rut Sumarliðadóttir, 25.1.2009 kl. 19:00

3 identicon

Er einn af þeim sem á verðlaus hlutabréf í kaupþing eru engrir að hugsa um að kæra Ólaf fyrir að hlunnfara hluthafa var þetta ekki sakhæft í baugsmálinu þarf að koma saman almennum hluthöfum og kæra ólaf fyrir hlunnfara hluthafa

Bjarni P Magnússon (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 20:42

4 Smámynd: Ólöf de Bont

Það er nú ekki laust við að maður skoði aðeins eigin rann og kíki nú og hugleiði hvort maður sjálfur hefði orðið api af aurunum sem maður ætlaði að eignast? - Rak sjálf fyrirtæki í tæp 10 ár og þótti oft æði erfitt að halda rekstrinum gangandi, gekk víða á veggi sem kona með enga tengingu inn í klíkur. Náði þó að koma mér ágætlega fyrir, selja fyrirtækið, borga upp skuldir og ná að fjárfesta smá.  Fann á mér að hlutirnir voru ekki að ganga og fékk greitt úr sjóði hjá Kaupþingi eina fúlgu, en þar sem þeir sögðu að sjóðurinn hefði verið lokaður þurfum við hjónin að greiða bankanum til baka + dráttarvexti..... Það eru margir í miklu verri stöðu en ég, en það tekur í að margir komast létt frá spillingu, fjárdrætti og stuldi frá almenningi.

Ólöf de Bont, 25.1.2009 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband