Veikindi

Þó svo ég sé ekki sammála þeirri stefnu sem höfð er í ríkismálum í dag þá eiga Geir og Ingibjörg sem manneskjur samhyggð mína og ég óska þeim góðs bata og vona að þau taki sér þá hvíld sem þau þurfa á að halda.  Það fer ekki saman streitufullt líf og að berjast við alvarleg veikindi.  Ekki vil ég vera í þeirra sporum.
mbl.is Geir: Kosið í maí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Ekki ég. Finnst svolítið skrítið að bæði skuli verða veik á nánast sama tíma. tilviljun?

Rut Sumarliðadóttir, 23.1.2009 kl. 15:14

2 Smámynd: Hlédís

Einmitt, Rut - það veldur ónotum og vekur spurningar um tilviljanir.

Hlédís, 23.1.2009 kl. 15:51

3 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

já, segðu, eins og einhver sé að vinna á bak við tjöldin. Kannski er ég bara skrítin kerling, hver veit.

Rut Sumarliðadóttir, 23.1.2009 kl. 16:15

4 Smámynd: Ólöf de Bont

Rut,  stundum grípa Æðri Máttarvöld inní þegar nóg er komið.  Þekki það á eigin skinni þegar ég sjálf stoppa ekki þá tekur e-h annað við og stoppar mig.  Samt þau eiga samhyggð mína - sem stjórnmálamenn treysti ég þeim ekki en sem persónur þá eru þau fólk eins og ég með mannelgar tilfinningar. 

Þegar ég bað um veikindafrí í 2 mánuði í frí apríl í fyrra þá fékk ég reisupassann - fyrirtækið sem ég vann hjá kærði sig ekki um "gallaða" manneskju því það var taprekstur á henni.

Ólöf de Bont, 23.1.2009 kl. 16:27

5 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Já, svei mér þá.

 Þau eiga mína samúð líka sem manneskjur, svona veikt fólk á hins vegar að taka sér veikindafrí. Ekki í standi til að stjórna landinu.

Rut Sumarliðadóttir, 23.1.2009 kl. 17:08

6 Smámynd: Hlédís

Sammála síðustu ræðumönnum í öllu! Hef m. a. s. svipaða reynslu af vinnustað, og þú lýsir, Ólöf!   -  Rut, við erum sennilega allar skrýtnar kellingar - og ekkert að því ;)

Hlédís, 23.1.2009 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband