Glundroði

Það ríkir glundroði á Alþingi í dag.  Glundroði sem er tilkomin vegna glýgju og blindu ríkisstjórnar og kannski líka stjórnarandstöðu (hafa þeir spyrnt verulega á móti?) í hruni bankanna í bland við erfiða kreppu á Alþjóðamörkuðum.  Við kjósum okkur fólk til að stýra landinu og hlustum á faguryrði þeirra og loforð áður en til kosninga kemur, við trúm því statt og stöðugt að þau munu stýra fleyinu á lygnum sjó og bregðast við af ábyrgð þegar á ólgusjó er komið.  En eins og við sjáum þá hafa margir innan ríkisstjórnarinnar tekið sjóveiki og eru engan veginn færir um að vera heiðarlegir og koma með það upp á yfirborðið það sem virkilega gerðist á milli ríkisstjórnar, bankastjóra Seðlabankans og útrásarvíkinganna.  Það er skömmin í þessu öllu að þegja sannleikann í hel.  Ég vil ekki lasta Ingibjörgu í hennar veikindum en menn verða að taka skref til baka og láta aðra um stjórnina herji alvarleg veikindi að manni.  Hefur hún þrek til að stýra flokknum sínum í gegnum aðrar kosningar? Ég treysti ekki Össuri því hinn opinberi maður (þekki hann ekki persónulega) virðist sleipur sem áll og ætlar að sitja á þingi sem ráðherra hvað sem kostar.  Það eru svona menn sem hafa úthrópað að satt ætti að segja en þegja svo og víkja undan þegar sannleikans er krafist.  Ég treysti nánast engum flokki lengur, Ögmundur og Steingrímur eru þekktir fyrir að öskra og ég veit ekki hvort þeir geti hætt því komist þeir í ráðherra stól....  Kannski á að kjósa þjóðarstjórn eða hreinlega kjósa fólk, en það væri kannski líka hrein fásinna.  Verð að viðurkenna vanmátt minn í því að geta yfirhöfðuð treyst einhverjum núna.  Mér er óglatt.
mbl.is „Allt kemur til greina"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Maður kemur í manns stað. Líka í SF.

Rut Sumarliðadóttir, 23.1.2009 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband