14.1.2009 | 10:56
Mansal
Það er svo margt öfugsnúið í henni veröld. Í árþúsundir hefur mansal verið stundað. Karlar giftast stúlkubörnum sem þeim er gefið af fjölskyldu hennar. Þar sem fjölveri er stundað giftist kona mörgum bræðrum í senn. Við höfum aðeins hagrætt þessu hér á Vesturlöndum, að ég held, og einu kaupin sem fara fram á eyrinni eru kaup á vændi og eru kaupin aðeins tímabundi frá 5 mínútum upp í klukkutíma eða lengur eftir fjárgetu kaupanda.
Ég held að það sé ekki langt síðan hér á okkar blessaða Íslandi að þegar konur kvæntust að þær urðu að eign eiginmannsins, man sjálf eftir því í þorpinu mínu að sumir menn bönnuðu konunum sínum að vinna úti - hver ástæðan að baki var veit ég ekki, nema að menn höfðu yfirráðarétt yfir konum og gátu þær sig hvergi hreyft af ótta við fjárhagsafkomu sína og barnanna.
Fólkið í heiminum er ekki alltaf gott, en ég held að það eigi bara við um örhluta mannfólksins, restin er með gott hjartalag. Svo elur alkahólisminn og fíknin af sér alls konar ósóma sé hann virkur.
Seldi fjórtán ára dóttur sína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Nei, eins ótrúlegt að það er það er mansal enn til. Þvílíkur viðbjóður.
Rut Sumarliðadóttir, 14.1.2009 kl. 12:52
Erum við mannfólkið ekki vont og siðlaust - eða fylgjum við bara hefðum? Ég hristi hausinn og lít í eigin barm til að kanna eigin illsku eða sjálfsréttlætingu yfir eigin göllum. Finn ég eitthvað vont í sjálfri mér? Eða þarf ég hjálp til að skjá skekkjuna sem býr í mínu eigin siðferði?
Ólöf de Bont, 14.1.2009 kl. 13:22
Þetta er líka iðkað í kristnum samfélögum ekki síður en íslömskum (og efalaust fleiri), því er bara haldið leyndu eða amk leyndara en áður fyrr. Benda má á að María var gefin Jósef föðurbróður sínum 12 ára gömul.
Björgvin R. Leifsson, 14.1.2009 kl. 13:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.