Friður

Þrátt fyrir að hún væri orðin fimmtíu og þriggja ára leit hún mjög vel út. Andlitið var unglegt og kringluleitt með stórum grænum augum sem horfðu draumkenndu augnaráði yfir hafið og út að sjóndeildarhringnum. Þykkt hárið krullaðist yfir háu enninu en hún hafði nýverið klippt það mjög stutt. Það var friður í hjarta hennar og hún var komin þangað í lífi sínu sem hún vildi eyða ævikvöldinu. Eirðarleysið sem hafði alltaf fylgt henni og þessi sársaukafulla óþreyja voru farin að víkja fyrir djúpri og ástríðufullri lífsgleði. Það var dásamlegt að vera til á þeim stað þar sem ekkert skyggði á. Sátt horfði hún niður á ítuvaxinn líkama sinn og brosti í huganum til konunnar í sem var orðin hennar besti vinur. Héðan í frá yrði allt eins og það átti alltaf að vera, lífsganga hennar var fullkomnuð og ekkert myndi koma henni á óvart lengur, hvorki sjúkdómar, fátækt, missir né öldrun. Hún átti nóg af öllu og lífið hafði kennt henni að þakklætið er besta tilfinning sem innra með manni getur bærst. Lífspúsl hennar var nánast fullklárað, einungis þriðjungur eftir og hvert púsl myndi rata á sinn stað á sínum tíma. Hún sigldi lífsfleyi sínu lipurlega á milli kóralrifa lífsins með aðstoð æðri máttar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Gleðilega Jólahátíð og takk fyrir skemmtilega bloggsamveru!!!!!  

Kveðja, Björn bóndi 

Sigurbjörn Friðriksson, 24.12.2008 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband