22.12.2008 | 22:12
Mistök á mistök ofan
Það er svo auðvelt að biðjast afsökunar og halda áfram sama leiknum. Mér er skítsama þó svo ég tapi einhverju á áhættufjárfestingum í peningamarkaðssjóðum, ég tók þá áhættu vits vísandi um að tapið gæti orðið meiri en gróðinn. En mér er ekki skítsama um eldra fólk og fólk með einlæga trú á því að það sé verið að leiðbeina því í rétta átt, það á meira skilið en afsökunarbeiðni, það á að fá peningana sína til baka frá ríkisstjórninni sem ábyrgðist þessa banka en settu þá síðan á hausinn svo hún kæmist undan ábyrgðinni.
Hvernig er það að vera manneskja föst í vef lygarinnar? Ekki góð tilfinning að mínu mati, því lygar fæða af sér ótta. Hver hefur ekki einhverntímann logið og fundið fyrir þessari óþægilegu tilfinningu í iðrunum? Fáir held ég þó svo flestir beri fyrir sig 100% heiðarleika alltaf um alla eilífð.
Hvítflibbaglæponarnir eru hættulegri en þeir snöggklipptu og tattúveruðu, þá getur maður forðast en ekki manninn í hvítu skyrtunni með svarta bindið.
Leiðréttingu en ekki afsökun.
NBI og Landsvaki viðurkenna mistök | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég forðast manninn í jakkafötunum með bindið!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 23.12.2008 kl. 00:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.