Andlaus

Ég hef um ekkert að skrifa, en skrifa samt.  Þversagnarkennt, ekki satt? Pólitík og það sem er í gangi er ekki að ná inn fyrir skelina og mér finnst eins og maður sé stöðugt að lemja hausnum utan í vegginn, lítið sem ekkert breytist þó svo maður gargi hátt og mikið.  ´

Jólin framundan.  Búin að skrifa jólakortin, senda pakka út á land.  Pakkar barnabarnanna tilbúnir og dóttirin fær sitt líka í litlum flötum pakka.  Tengdakærastasonurinn (þau eru par) fær eitthvað smávegis, svona til að halda honum góðum og lokka hann til þess að líka vel við tengdó, því við "tengdamæður "þykjum jú hræðilegt fyrirbæri.

Ég er þreytt eftir 20 eininga önn, það kom í ljós þegar ég sótti einkunnir mínar og verkin úr myndlistinni.  Leirstyttan mín sprakk í brennslu og nú á ég bara myndir og brotin af þessu fyrsta leirverki mínu.  En voila, ég lími bara saman brotin.

Desembermánuður, ekki alveg minn uppáhaldsmánuður.  Ég verð alltaf smá döpur þegar jólin nálgast.  Mig langar svo mikið til að vera glöð.  Langar til að hafa alla ánægða í kringum mig og verð sorgmædd þegar maður skynjar einsemdina og vanmáttinn í kringum sig.   En það er ekki mitt að hafa áhyggjur af lífi annarra, það hjálpar engum.  Samt þegar jólin eru gengin í garð og sest er að jólaborði áður en gjafir eru opnaðar þá fer um mig ánægjuhrollur, spennan er að baki og nú er bara að njóta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband