14.12.2008 | 11:12
Brownie´s
Það er alltaf sama sagan. Fullorðnir krakkar að slást í sandkassa og arga síðan hver eigi stórasta hvað í heimi. Ég er mötuð af því sem ég les í blöðum og svo því sem gerist á eigin skinni í breytingum sem verða á þjóðfélagsháttum. Ég blómstra að hluta til í góðæri en það sækir líka að mér leiði og þungi. Þegar við (Íslendingar) verðum aftur eins og við vorum - þurftum að taka á honum stóra okkar - þá birtist tilgangurinn. Ég þarf að hafa fyrir því að njóta lífsins. Góðærið gerði mig gráðuga og feita.
Samt er það skelfilegt til þess að hugsa að skapgerðarbrestir eða von um völd, frama og frægð umbreyti fólki á þá vísu að það sparki í fámennara liðið, ég vil ekki segja minnimáttar því það erum við Íslendingar ekki. Allt þetta jakkaklædda fólk sem stýrir heiminum hugar mest að eigin velferð, en innan um eru þó alltaf heiðvirðir einstaklingar sem bera hag þjóða sinnar fyrir brjósti og rísa ofar þeim sem fela sig.
Þekki ekki Gordon Brown persónulega, en honum hefur örugglega verið stýrt af æðri hendi og sagt að taka í hnakkadrambið á víkingunum sem voru að leggja undir sig England að nýju og voru að endurgera atburðinn þegar norrænir víkingar herjuðu á Lindisfarne og hleyptu öllu þar í bál og brand.
Það er von mín að sem fæstir lendi á vonarvöl á þeim tímum sem nú eru framundan, en það er vissan að þeir féminni finna verst fyrir kreppunni.
Brown sparkaði í Íslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:14 | Facebook
Athugasemdir
Brownie´s eru marijúna kökur. Mjög góðar, enn ekki til að verða feitur af. Meira til að hafa gaman af,,
Óskar Arnórsson, 14.12.2008 kl. 11:27
Óskar, þær voru það ekki í gamla daga. Brownie´s rugluðu mann í ríminu. Hinar þessar sem þú ert að tala um voru bitrar á bragðið enda komst ég aldrei á lagið.
Ólöf de Bont, 14.12.2008 kl. 11:34
Góður pistill hjá þér.
Jóhannes Ragnarsson, 14.12.2008 kl. 12:28
Takk, við Ólsarar höfum kjaftinn fyrir neðan nefið og það breytist aldrei þótt maður sé brottfluttur. Bið að heilsa í þorpið.
Ólöf de Bont, 14.12.2008 kl. 12:55
Þú ert algjört æði Ólöf De Bont! Flott nafn og góður pistill..
Mig langaði bara að blanda orðum saman. Hef gaman af því. Ég varð snarruglaður af þessum kökum í Boston í USA.
Vissi ekki einu sinni að þetta voru "spacecakes" og varð alla vega undarlegri enn ég er núna!..hehe..ætla ekki að endutaka þetta kökuát..
Gordon Brown er kanski að éta þetta upp á hvern dag,,það útskýrir hegðun hans..kallgreyið...
Óskar Arnórsson, 14.12.2008 kl. 13:58
Óskar, takk fyrir hólið. Mér þótti Æði gott hér í den, sérstaklega kókosinn utan um það. Fínt að þú er laus úr viðjum fíknar, en mörg okkar komust þokkalega klakklaust frá grastímanum. Gangi þér vel í fatlaða geiranum.. við erum öll skökk meira og minna. Á sumum sést það utanborðs en hinir leyna því innra með sér.
Ólöf de Bont, 14.12.2008 kl. 14:21
hehehe..ég vissi að þú vars á "góðu línunni" ólöf!
Ég er með fíkn í tölvur, konur, peninga, gott líf, ferðalög, og allt mögulegt sem ekki gefur hausverk. Drakk síðast brennivín 1982.
Er að fara aftur á slönguveiðar. Náði minnin fyrstu Copru í gær á aðstoðar. Þær eru á bragðið eins og bestu nautalundir..
Óskar Arnórsson, 14.12.2008 kl. 15:02
Ég er eldri en þú... síðast hjá mér var vorið 79
Ólöf de Bont, 14.12.2008 kl. 15:37
Ég er 52 módell..þú getur ekki verið mikið eldri enn ég..af útliti að dæma. Annars bý ég í Thailandi og þar hefur fólk ekki hugmynd um hvenær það fæddist, hvenær það á afmæli, notar ekki klukkur eins og við, (ég er hættur að nota klukku) frekar eins og skartgrip.
Ertu af frönsku ættum?
Óskar Arnórsson, 14.12.2008 kl. 15:52
Árinu yngri en þú og fagnaði í gær. Gott hjá þér að búa í Thailandi þar sem lífsklukkan er á öðrum snúningi en á vestrænum slóðum. Nei, ég er ekki af frönskum ættum, nafnið kemur frá Hollandi og maðurinn minn fyrrverandi gaf mér það eins og tíðkaðist þar í landi og hef ég ekki skipt því út þótt ég sé í dag gift öðrum manni af íslensku bergi brotnu.
Njóttu lífsins í hitanum og rólegheitunum.
Ólöf de Bont (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 19:01
'eg geri það!..
Óskar Arnórsson, 14.12.2008 kl. 19:23
fámennara liðið, ég vil ekki segja minnimáttar því það erum við Íslendingar ekki.
Your so right...You guys rule the world.....or wish you did....Now pay your debts !!!
Eirikur , 15.12.2008 kl. 02:01
Eiríkur, ég skil ekki íslendinga sem tala ensku þegar um athugasemdir er að ræða. Ert þú búinn að borgar skuldirnar þínar?
Ólöf de Bont, 15.12.2008 kl. 10:47
Eyja til sölu á atlandshafi...var mín síðasta færsla. Það eru 3 mánuðir síðan ég hætti að greiða bönkum á Íslandi og það mun aldrei gerast!
Óskar Arnórsson, 15.12.2008 kl. 18:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.