8.12.2008 | 18:38
Ekki leiðin
Þetta er að mínu mati ekki leiðin til að ná fram tilgangi sínum, allra síst ef mótmælendur þurfa að hylja andlit sín. Maður á að geta staðið sem andlit á bak við skoðanir sínar. Ég sjálf er ekkert hress með ástand mála í þjóðfélaginu í dag hér heim eða þá hvar annarsstaðar í heiminum. Stríð elur af sér stríð.
Skoðun mín er samt sú að þeir sem ábyrgir eru fyrir því hvernig komið er fyrir þjóðina þurfi að svara til saka og taka afleiðingum gjörða sinna.
Siv: Vildi helst hlaupa í felur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hópur iðjuleysingja og aumingja. Taka á hart á svona liði, félagslegu úrhraki sem talar ekki fyrir hönd hinnar vinnandi stéttar. Svona vanvirða og glæpir eiga ekki að líðast og tek ég hatt minn ofan fyrir lögreglu. Kæmi ekki á óvart þó svo meirihluti þessa pakks hafi verið undir áhrifum vímuefna, fullyrði það ekki en kæmi alls ekki á óvart.
Baldur (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 19:04
Nei, ekki alveg svona harða dóma Baldur. Þetta er ungt fólk sem er eins og kýr á vorin, þær skvetta úr klaufunum. Eigum við ekki öll eitthvað í pokahorninu frá því í gamla daga? Ég á slíkar minningar um mótmæli, en huldi ekki andlit og var ekki í vímu þá stundina. Svo er líka alið á þessu í tölvuleikjum og hafa greyin nú loksins komið sér út úr kytrum sínum og fá útrás fyrir hormónaflæðið.... viva la Bónus.
Ólöf de Bont, 8.12.2008 kl. 19:12
Á ekki svona minningar. Byrjaði snemma að vinna með föður minum og lærði gildi vinnu. Þessi hópur hefur ekki migið í saltan sjó, er ekki í okkar umboði. Þeirra sem byggðu upp þetta frábæra land með vinnu og krafti. Anarkistar hafa alltaf verið eins, vonum að þetta þroskist af þessum börnum. Mitt mottó er samt þanni að "aumingjar ala af sér aumingja", lesið úr því það sem þið viljið. Það fýkur í mig þegar ég sé svona. Ástandið, mótmælin hafa rétt á sér en friðsöm og fjölmenn. Ekki smánarlegur hópur fólks að gera skemmdarverk og haga sér eins og óvitar. Slíkt viljum við ekki.
Baldur (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 19:19
Mér heyrist nú þú vera bara einn mesti auminginn sem ætlar að leggja orð í belg í dag Baldur.... Kæmi mér ekki á óvart þótt þú værir heima hjá þér alla daga, þar sem þú værir svo hræddur við allt uppdópaða líðinn sem gengur um götur borgarinnar....
Fannar (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 19:21
Kenndi pabbi þér þinn líka að ef þér er sendur reikningur fyrir eitthvað sem einhver annar keypti.. þá borgar þú bara og segir ekkert.
Fannar (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 19:24
Hó hó.... þegar ég var ung var ég algert letiblóð og dýfði varla fingri í saltan sjó þrátt fyrir að hafa alist upp í sjávarþorpi. Ég fór í gegnum mótþróaskeið, uppreisnarskeið og gerði allt bandvitlaust. Svo gerðist allt í einu eitthvað: Ég gerðist ábyrg þannig að ekki ól móðir mín af sér aumingja, blessuð sé minning hennar, og komst til álna og er bara gasalega góður þjóðfélagsþegn. Baldur, við erum stundum baldin kallinn minn - þessir krakkar horfa til baka og glotta út í annað þegar þau hugsa um kjánaskapinn sem þau gerðust sek um. Mig grunar samt að einhverjir vel upp aldir vinnuglaðir og gáfaðir einstaklingar standi að baki þessu lýskrumi og hvetji unmennin áfram... eins og ætíð hefur gerst í sögunni.
Nú ætla ég að fara að míga í saltan sjó...
Ólöf de Bont, 8.12.2008 kl. 19:44
Heyr,heyr
Sá gamli kenndi mer að standa við skuldbindingar. Borga mínar skuldi og er ábyrgur minum gjörðum. Við kusum þetta fólk til valda, tókum þessi erlendu lán, yfirdrætti og enginn neyddi fólk til þess. Tek fram að ég hef ekki tekið þátt í þessum neyslufyllerís gjörning, safnaði og fór ábyrgt með aurinn. Ólöf þú ert klárlega ekki aumingi, vonandi að þú hafir ekki lesið það út.
Baldur (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 20:09
Nei, nei, ég er ekki aumingi en hefði getað orðið það. Ég get verið sammála þér um að við erum samábyrg á stöðu mála í þjóðfélaginu, bæði ég, þú og aðrir. Mér finnst það frábært hvað þú hefur fengið gott vegarnesti út í lífið frá þeim gamla. En stundum koma upp aðstæður þar sem fólk er lokkað út í einhverja vitleysu og hver vill ekki hafa það gott Baldur? Ég er lágstéttamanneskja og allt mitt fólk aftur í aldur hefur verið það... við migum flest í sjó, en ég ein reyndi allt hvað gat að komast hjá því að vinna í slorinu, hundlöt eins og vildi ekkert nema bókargarminn.
Við skulum ekki vera reið.... en ef við verðum það, þá tökum við bara fram golfkylfurnar og berjum á blessaðans liðinu sem er okkur til ama en ég hætti líka að vera ofbeldisfull þegar ég fullorðnaðist og þyrfti að rifja upp taktana.
Ólöf de Bont, 8.12.2008 kl. 20:43
Skoðun mín er samt sú að þeir sem ábyrgir eru fyrir því hvernig komið er fyrir þjóðina þurfi að svara til saka og taka afleiðingum gjörða sinna.
Jæja ólöf Þú hefur skoðun á hvað sé ekki leiðin endilega vertu nú fyrirmynd og segðu okkur hver leiðin er til að ná því markmiði sem þú ert sammála okkur um.
Johann Trast Palmason, 8.12.2008 kl. 21:35
Fyrst er að skoða aðkomu stjórnmálamanna að bankahruninu, hver vissi hvað og hver ekki. Síðan að spyrja strákana sem fóru í útrás hvað þeir voru eiginlega að hugsa og hvernig þeim tókst að keyra bankana í kaf. Reynist þeir sekir um græðgi, leynd og misnotkun þá ber að refsa þeim á sama hátt og mér yrði refsað ef ég myndi koma heilu bákni á hausinn.
Mér þætti leitt ef þeir fengu sömu meðhöndlun og Vestmanneyjar Árni, refsingin yrðir að vera sú að þeir kæmu allir með peninga til baka og lofuðu að gera aldrei svona aftur.
En Jóhann Þröstur, ég tók líka þátt í sukkinu, keypti bréf í sjóðum og hlakkaði til að græða... nú tek ég afleiðingarnar af því. Ég gleymdi bara einu, trassaði að koma peningunum til Jersey.
Ólöf de Bont (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 22:34
Heyr, heyr.
Rut Sumarliðadóttir, 8.12.2008 kl. 23:01
Kreppan hefur ekki skollið nærri því eins illa á Grikkjum en samt er þar boðað sólarhrings alsherjar verkfall.
http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item240964/
Hvernig ætli Góðborgararnir þar bloggi núna?
Fólkið var edrú og þó það komi ykkur ekkert við þá reka þau farsælt þjónustufyrirtæki með hagnaði og eru flest með háskólapróf. Þau leggja svo sannarlega samfélaginu lið og eiga ekki skilið að láta tala svona niður til sín.
p.s
Baldur þú ert svo fullur af mannhatri, það nær engri átt.
Elvar Geir Sævarsson (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 03:35
Má til með að segja Baldri frá gömlum manni sem ég þekkti, hann var fæddur fyrir aldarmótin 1900 og hans ráð við öllu var:"senda þetta pakk á togara". var að velta fyrir mér hvort Baldur hefði þekkt hann líka, sama hugmyndafræði....
Rut Sumarliðadóttir, 9.12.2008 kl. 11:46
Það var mikið um pakkið hér í den :-) en það eru margri Baldar þarna úti.
Ólöf de Bont, 11.12.2008 kl. 11:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.