3.12.2008 | 10:26
Mjúkhenti presturinn
Jæja, séra minn. Þú mátt ekki faðma né kyssa sóknarbörnin þín og allra síst máttu segja að ung stúlka sé falleg og þú skotinn í henni. Fyrir það verður þú borinn sökum og færður fyrir Héraðsdóm. Öll faðmlög og allar strokur eru bannaðar og á með lögum að grýta alla karlmenn sem það gera og helst opinberlega eins og þegar ungar stúlkur í Sómalíu eru grafnar upp að höfði og grýttar fyrir þær sakir einar að hafa verið nauðgað.
Ég man eftir þessum umræðum fyrir rúmum 20 árum síðan þegar ég bjó í Hollandi, þá reið yfir holskelfa af ásökunum um kynferðislega áreitni á stúlkubörnum en lítið var rætt um áreitnina sem ungir drengir verða fyrir. Umræðan komst á það hátt stig að feður, bræður, afar og frændur treystu sér ekki til þess að faðma stúlkubörnin af ótta við að verða ákærðir fyrir kynferðisbrot. Það voru ýkja margir saklausir sem fengu að líða fyrir perraskap brotamannana. Þetta hafði þau áhrif á mig á þeim tíma og situr enn í mér að ég á erfitt með að skilja stúlkubarn eftir í umsjá fullorðins karlmanns og þar með frem ég glæp gagnvart karlkyninu.
Auðvitað, ég man eftir mönnum sem klipu í mig þegar ég var um 12 ára gömul, sem slefuðu í eyra mér og vildu fá mann með sér afsíðis. Þetta voru mennirnir sem pukruðust í laumi og létu aldrei ná sér. En það voru margar sterkar og hlýjar karlmannshendur sem klöppuðu mér á vanga eða struku axlir af kærleika og jafnvel í dag þá get ég átt það til að lauma hendi minn í heitan hramm sem styrkir mig á erfiðri stundu.
Ég ætla ekki að kasta steinum að séra Gunnari, ég var ekki á staðnum og hef ekki hugmynd um hvað gerðist þennan umrædda tíma, en ég bið fólk um að staldra við áður en dómar fella og fara ekki út í nornaveiðar.
Ég tek undir með einni sem bloggaði um þessa frétt, varið stúlkubörn um faðmlög, kjass og leik með karlmönnum þar til að jafnvel augnráðið eitt nægir til að dæma menn.
Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisbrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:21 | Facebook
Athugasemdir
Mikið er gott að lesa svona pistil eftir alla dómhörkuna og fullyrðingarnar sem glymja í blogginu víða vega.
Hlédís, 3.12.2008 kl. 10:43
Ég er sammála þér með að margir karlmenn þora ekki lengur að sýna blíðuhót vegna þess að þeir eru hræddir um að þeir verði stimplað sem barnaperrar og það er hörmulegt. Það er auðvitað ekki verið að tala um það.
Presturinn fór afsíðið með þessar stúlkur, ef þetta eru vingjarnleg faðmlög, hvers vegna þurfa þau að fara fram fyrir luktum dyrum? Ég trúi stúlkunum þar til annað kemur í ljós. Hvernig skyldi þeim líða núna þegar maðurinn er dæmdur saklaus? Þeirra tilfinningar fyrir því sem er rétt og rangt er dæmd ómerk.
Rut Sumarliðadóttir, 3.12.2008 kl. 14:27
Þannig að það er ekki góður hlutur að svona hlutir komi upp á yfirborðið? Frekar að leiða allt svona hjá sér afþví ef engin sér neitt þá getur það ekki verið til staðar. Þá geta allri áhyggjulausir sýnt blíðuhót og engan grunað að neitt slæmt gæti verið í gangi.
Þessi fórnarlambavæðing karla fer mjög í mig. Strákar, takið ykkur á og komið fram við konur og börn af virðingu þá verður ykkur treyst. Þessi prestur virðist ekki hafa sýnt þessa virðingu því virðing fyrir öðrum felst meðal annars í því að virða mörk og hið svokallaða "personal space". Og prestur sem vanvirðir sóknarbörn sína á ekki að vera í því starfi.
Anna (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 14:40
Það hefði fyrir löngu síðan átt að vera búið að koma hlutunum þannig fyrir að menn/konur væru ekki að fela hegðun sem hefur meiðandi áhrif á börn. Það eru margir sem eru þarna úti sem hafa orðið fórnarlömb alls konar ógeðishegðunar, hvort heldur er heima fyrir, í skólum eða á bak við luktar dyr í kirkjum.
Það er ekkert sérstaklega verið að taka upp hanskann fyrir þá menn sem laumast, misbjóða og meiða börn, konur, karla.... það eru ekki bara stúlkubörn eða konur sem verða fyrir meiðingum. Það eru ekki bara karlar sem meiða, konur gera það líka.
Stúlkunum líður illa, það líður öllum illa að koma fram með svona hluti og það er skelfilegt að vera ekki trúað. En það er líka skelfilegt þegar lagðar eru fram rangar ásakanir (er ekki að tala um að svo gæti verið í þessu tilfelli) og menn/konur tekin af lífi (mannorð) án dóms og laga.
Ég hefði óskað þess sem krakki rétt að verða unglingur að fullorðnir menn hefðu ekki slefað í eyru mér og reynt að káfa, ég vildi óska að allir væri góðir eins og megnið af þeim sem ég þekki.
Ólöf de Bont (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 16:11
Flott umræða á góðu "plani". Það er sorglegt til þess að vita að unglingur/ungmenni sem sýnir af sér kurteisi, mannasíði og háttvísi, tillitssemi í umgengni, hvað þá fágaða borðsiði, er uppnefndur "lúði" og "nörd" af bekkjasystrum sínum í skóla og er hæddur og spottaður af sambekkungum sínum.
Sama er með stúlkur sem sýna af sér fágaða framkomu, þær eru ekki "in".
Hvernig verður það þá þegar þetta unga fólk vex úr grasi? Verður fullorðið fólk, verður foreldrar? Hvernig alast svo afkvæmin upp?
Það er mjög einfalt, þetta fólk lærir ekki að heilsast með faðmlagi eðða kossi (að mynnast við) og það verður fordæmt af þeim sem stimpla allt og alla sem "klám". - Sorglegt.
Kveðja, Björn bóndi.
Sigurbjörn Friðriksson, 4.12.2008 kl. 17:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.